Lífið

Hjart­næmir endur­fundir Doc og Marty á Comic Con

Bjarki Sigurðsson skrifar
Leikararnir voru mjög ánægðir að sjá hvorn annan.
Leikararnir voru mjög ánægðir að sjá hvorn annan. Getty/Mike Coppola

Myndband af endurfundum leikaranna Christopher Lloyd og Michael J. Fox hefur vakið mikla athygli á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum. Leikararnir léku saman í Back to the Future-kvikmyndunum á árunum 1985 til 1990. Lloyd lék brjálaða vísindamanninn Emmett „Doc“ Brown og Fox unglinginn Marty McFly.

Fyrsta Back to the Future-myndin kom út árið 1985 og voru gerðar tvær framhaldsmyndir sem komu út árið 1989 og 1990. Fyrsta myndin hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu hljóðbrellur.

Á laugardaginn hittust leikararnir í fyrsta sinn í langan tíma á Comic Con hátíðinni í New York. Þeir féllust í faðm við endurfundina. Fox greindist með Parkinson‘s-sjúkdóminn undir lok síðustu aldar og virðist sjúkdómurinn hafa ansi mikil áhrif á hreyfigetu hans. Árið 2020 tilkynnti hann að hann væri hættur að leika vegna heilsufars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×