Kross 5. umferðar: Með sólgleraugu í saumaklúbbi og Þorsteinn Gauti 7/4 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2022 10:00 Rúnar Sigtryggsson er nýbúinn í augnaðgerð og var því með þessi rosalegu gleraugu á hliðarlínunni í leik Hauka og Aftureldingar. vísir/hulda margrét Fimmta umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Fram varð fyrsta liðið til að vinna Val og er ósigrað í nýja íþróttahúsinu í Úlfarsárdal, FH vann loks sigur í fimmtu tilraun, Afturelding vann sinn annan sigur í röð þegar liðið sótti Hauka heim, ÍBV heldur áfram að raða inn mörkum og rúllaði yfir Stjörnuna og KA kjöldró ÍR. Leik Harðar og Selfoss var frestað vegna veðurs. Umfjöllun og viðtöl úr 5. umferð Olís-deildar karla ÍBV 36-27 Stjarnan Grótta 27-30 FH KA 38-25 ÍR Fram 37-34 Valur Haukar 26-27 Afturelding Góð umferð fyrir ... Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skaut Val í kaf.vísir/hulda margrét Þorstein Gauta Hjálmarsson Þorsteinn Gauti komst í fréttirnar eftir að hann fékk rautt spjald fyrir að kasta boltanum í andlit FH-ingsins Birgis Más Birgissonar í þarsíðustu viku. Þjálfari hans, Einar Jónsson, fékk svo bann fyrir að vega að heilindum Þorsteins Gauta með ummælum sínum eftir leikinn. En Þorsteinn Gauti komst líka í fréttirnar fyrir stórkostlega frammistöðu í sigri Fram á þreföldum meisturum Vals. Honum héldu einfaldlega engin bönd og hvað þá böndin sem Valsmenn reyndu að koma á hann. Þorsteinn Gauti skoraði tíu mörk úr sextán skotum, var með fimm stoðsendingar, gaf eina vítasendingu og fiskaði tvö vítaköst. Frammistaða upp á tíu hjá leikmanni sem spilar og skýtur í öðrum takti en aðrir leikmenn deildarinnar. Á meðan þeir eru í 4/4 takti er Þorsteinn Gauti í 7/4. Erlenda markverði Bestu markverðir umferðarinnar koma allir erlendis frá. Nicholas Satchwell átti stjörnuleik þegar KA rústaði ÍR og varði 25 skot, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Phil Döhler var frábær í FH-markinu gegn Gróttu, sérstaklega í seinni hálfleik, og átti stærstan þátt í að Hafnfirðingar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Síðan má alveg hrósa Petar Jokanovic en hann átti stórgóðan leik þegar ÍBV sigraði Stjörnuna og hefur verið góður í heimaleikjum Eyjamanna á tímabilinu. Þá varði vel Jovan Kukobat vel í marki Aftureldingar gegn Haukum þótt tölfræðin hafi ekki verið jafn áberandi góð og hjá hinum þremur. Hornamenn KA Heyrðu, það er líka svona sniðugt að senda boltann endrum og eins á Dag Gautason. KA-menn gerðu það allavega ítrekað í leiknum gegn ÍR-ingum og hann skoraði tíu mörk úr tíu skotum. Gauti Gunnarsson fékk einnig góða þjónustu í hægra horninu og skoraði níu mörk úr ellefu skotum. KA fékk því samtals nítján mörk frá hornamönnunum sínum gegn ÍR og skotnýting þeirra var framúrskarandi. Félagaskipti Gauta úr ÍBV og KA fengu ekki mikla athygli en þau voru einu þau bestu í Olís-deildinni. Hann fékk fá tækifæri með ÍBV á síðasta tímabili en mínútum hefur fjölgað verulega eftir að Eyjamaðurinn færði sig upp á fasta landið. Slæm umferð fyrir ... Snorri Steinn Guðjónsson með skeifu.vísir/hulda margrét Valsmenn Þeir eru ekki ósigrandi eftir allt saman! Valur tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið sótti Fram heim á föstudaginn. Valsmenn voru ólíkir sjálfum sér og værukærir sem sást best á sautján töpuðum boltum í leiknum. Meistararnir voru komnir ofan í ansi djúpa holu í hálfleik, enda sex mörkum undir, 20-14. Leikmenn Vals komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik, skoruðu fyrstu fjögur mörk hans og minnkuðu svo muninn nokkrum sinnum í eitt mark. En nær komust meistararnir ekki og þeir urðu að játa sig sigraða. Vondar fréttir fyrir Val en frábærar fyrir Olís-deildina. Rúnar Sigtryggsson Haukar töpuðu sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu gegn Aftureldingu, 26-27. Eftir leikinn blés Rúnar hressilega og sakaði sína menn um að vera ekki nógu fórnfúsir og duglegir. „Ég verð að segja að ég get ekki horft á mitt lið lengur horfa á lausa bolta liggja á vellinum. Menn eru ekki að fórna sér í eitt eða neitt þetta eru eins og saumaklúbbs kerlingar sem leggja sig ekki fram með öllu sínu hjarta og þetta fer svakalega í taugarnar á mér,“ sagði Rúnar. Ummælin lögðust misvel í fólk og þetta var klárlega ekki besta stund þessa snjalla þjálfara. Rúnar var annars nýbúinn í augnaðgerð og skartaði forláta sólgleraugum á hliðarlínunni. Þau voru líklega það eftirminnilegasta við leik Hauka á laugardaginn ef frá er talin dúndurgóð frammistaða Guðmundar Braga Ástþórssonar. Markverði Stjörnunnar Eftir leiki ÍBV eru markvarsla Eyjamanna oftar en ekki gagnrýnd. En engin ástæða var til þess eftir stórsigurinn á Stjörnunni enda varði Petar vel. Frammistaða markvarða Garðabæjarliðsins var hins vegar ekki upp á neina fiska. Þeir Adam Thorstensen og Sigurður Dan Óskarsson vörðu þrjú skot hvor og hlutfallsmarkvarsla Stjörnunnar var 14,3 prósent. Markvarslan hefur verið vandamál hjá Stjörnunni undanfarin ár og það hefur því miður ekki lagast mikið í vetur. Arnór Freyr Stefánsson er meiddur og þótt Adam hafi allt að bera til vera einn besti markvörður deildarinnar sýnir hann það alltof sjaldan. Fokk, við þurfum að hafa áhyggjur Stjarnan leit svo vel út gegn FH í 1. umferðinni. Nú lítur Stjarnan ... ekki svo vel út. Stjörnumenn steinlágu í Eyjum, 36-27, og hafa aðeins fengið tvö stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Vörn Stjörnunnar hefur verið allt í lagi á tímabilinu en hún réði ekki neitt við neitt gegn ÍBV. Og markvarslan var engin eins og áður sagði. Skyttur Stjörnunnar, fyrir utan Björgvin Hólmgeirsson, halda svo áfram að skjóta púðurskotum. Þeir Tandri Már Konráðsson, Pétur Árni Hauksson og Hergeir Grímsson voru samtals með fimm mörk í tuttugu skotum. Næstu leikir Stjörnumanna virka þægilegir á pappír en eins þeir eru að spila núna geta þeir ekki reiknað með neinum gefins sigrum. Kýldur í magann Miðað við meðferðina sem Allan Norðberg fékk frá Úlfi Gunnari Kjartanssyni í leik KA og ÍR virtist línumaðurinn eiga óuppgerðar sakir við Færeyinginn. Hann braut í tvígang gróflega á honum en fékk aðeins eina brottvísun í leiknum. Annað brotið var tekið fyrir í Seinni bylgjunni og Logi Geirsson sagði að um óþolandi ofbeldi væri að ræða. Skiljanlega, enda kýldi Úlfur Allan í magann (eða miltað, samkvæmt Loga). Öfugt við Fóstbræðraatriðið fræga stökk Þorsteinn Guðmundsson í gulum jakkafötum ekki út úr runna og faðmaði fórnarlambið. En brotið var ljótt og Úlfur er að öllum líkindum á leið í bann. Eðlisfræðingur umferðarinnar Handboltamaðurinn og áhuga eðlisfræðingurinn Árni Bragi Eyjólfsson.vísir/hulda margrét Afturelding skoraði 28 mörk gegn Haukum en eitt þeirra var ekki dæmt gilt. Í stöðunni 19-20 fyrir Aftureldingu þrumaði Birkir Benediktsson boltanum í slána, gólfið og aftur í slána. Annars góðir dómarar leiksins dæmdu ekki mark þrátt fyrir að boltinn væri inni og þrátt fyrir að skoða atvikið á myndbandi. Í færslu á Twitter benti Árni Bragi Eyjólfsson, samherji Birkis, á að almennri eðlisfræðiþekkingu hefði verið ábótavant á þessu augnabliki og hægt er að taka undir það. Menn gera mistök en vona að allir hafi lært eitthvað í eðlisfræði í dag, bolti getur ekki farið í slánna, niður og aftur upp í slá án þess að fara inn fyrir línuna. #handbolti pic.twitter.com/wxMmj32Qzf— Árni Eyjólfsson (@ArniBragi) October 8, 2022 Endurkoma umferðarinnar Róbert Sigurðarson lék sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar ÍBV tók á móti Stjörnunni. Og Akureyringurinn sneri aftur í vörn Eyjamanna með látum. Hann gaf heldur betur tóninn og var með hvorki fleiri né færri en tólf löglegar stöðvanir. Þá varði Róbert tvö skot og skoraði eitt mark. Sóknarleikur ÍBV hefur verið frábær í upphafi tímabils og með tilkomu Róberts ætti varnarleikurinn að eflast. Petar er svo farinn að verja og útlitið er bara býsna bjart fyrir Eyjamenn. Besti ungi leikmaðurinn Varnarmenn Aftureldingar réðu ekkert við Guðmund Braga Ástþórsson. Sem betur fer fyrir þá réðu þeir vel við aðra leikmenn Hauka.vísir/hulda margrét Margir ungir leikmenn léku vel í 5. umferðinni en enginn betur en Guðmundur Bragi. Leikstjórnandinn átti sinn besta leik á tímabilinu þegar Haukar tóku á móti Aftureldingu á laugardaginn. Hann skoraði ellefu mörk úr tólf skotum, gaf tvær stoðsendingar og þrjár vítasendingar. Mögnuð frammistaða Guðmundar Braga dugði þó skammt því hans gömlu félagar í Aftureldingu unnu leikinn með eins marks mun, 26-27. Tölfræði sem stakk í augun ÍBV skoraði hvorki fleiri né færri en sextán mörk með skotum fyrir utan gegn Stjörnunni. Það sem vekur enn meiri athygli er hversu frábæra skotnýtingu Eyjamenn voru með fyrir utan. Þeir tóku alls 23 skot þaðan og sextán þeirra fóru inn sem gerir framúrskarandi sjötíu prósent skotnýtingu. Menn leiksins samkvæmt HB Statz Arnór Viðarsson (ÍBV) - 9,19 Phil Döhler (FH) - 7,98 Nicholas Satchwell (KA) - 10,0 Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Fram) - 10,0 Guðmundur Bragi Ástþórsson (Haukar) - 9,75 Handboltarokk umferðarinnar Allir sem voru unglingar í kringum aldamótin muna eftir því að koma heim úr skólanum og stilla á PoppTV. Sum lög og myndbönd sem þar rúlluðu daginn út og daginn inn eru gróin inn í heilabörkinn. „It's Been Awhile“ með The Staind var eitt þeirra laga. Þess má geta að Fred Durst leikstýrði hinu mjög svo dramatíska myndbandi sem er ágætis forvörn fyrir ógætilega notkun eldfæra. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=araU0fZj6oQ">watch on YouTube</a> Næsta umferð Svona lítur 6. umferð Olís-deildar karla út.hsí Olís-deild karla Tengdar fréttir „Mér finnst allt spennandi við Fram þessa dagana“ „Þeir dreifðu álaginu, mikið. Þeir eru með breidd og þetta er lið sem öll liðin í deildinni þurfa að taka alvarlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar um lið Fram sem gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Vals í Olís deild karla á dögunum. 11. október 2022 07:01 Broti Úlfs vísað til aganefndar Framkvæmdastjóri HSÍ hefur vísað broti Úlfs Gunnars Kjartanssonar í leik KA og ÍR til aganefndar sambandsins. 10. október 2022 16:41 „Þoli ekki svona ofbeldi í íþróttum“ Logi Geirsson vill að ÍR-ingurinn Úlfur Gunnar Kjartansson fái langt bann fyrir að kýla Allan Norðberg, leikmann KA, í leik liðanna í Olís-deild karla. 10. október 2022 11:00 „Mínir menn voru eins og saumaklúbbs kerlingar sem lögðu sig ekki fram með öllu sínu hjarta“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, var hundfúll eftir tap gegn Aftureldingu 26-27. Rúnar var afar ósáttur með frammistöðu Hauka og fannst honum sínir menn ekki hafa áhuga á að berjast. 8. október 2022 20:32 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Fram varð fyrsta liðið til að vinna Val og er ósigrað í nýja íþróttahúsinu í Úlfarsárdal, FH vann loks sigur í fimmtu tilraun, Afturelding vann sinn annan sigur í röð þegar liðið sótti Hauka heim, ÍBV heldur áfram að raða inn mörkum og rúllaði yfir Stjörnuna og KA kjöldró ÍR. Leik Harðar og Selfoss var frestað vegna veðurs. Umfjöllun og viðtöl úr 5. umferð Olís-deildar karla ÍBV 36-27 Stjarnan Grótta 27-30 FH KA 38-25 ÍR Fram 37-34 Valur Haukar 26-27 Afturelding Góð umferð fyrir ... Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skaut Val í kaf.vísir/hulda margrét Þorstein Gauta Hjálmarsson Þorsteinn Gauti komst í fréttirnar eftir að hann fékk rautt spjald fyrir að kasta boltanum í andlit FH-ingsins Birgis Más Birgissonar í þarsíðustu viku. Þjálfari hans, Einar Jónsson, fékk svo bann fyrir að vega að heilindum Þorsteins Gauta með ummælum sínum eftir leikinn. En Þorsteinn Gauti komst líka í fréttirnar fyrir stórkostlega frammistöðu í sigri Fram á þreföldum meisturum Vals. Honum héldu einfaldlega engin bönd og hvað þá böndin sem Valsmenn reyndu að koma á hann. Þorsteinn Gauti skoraði tíu mörk úr sextán skotum, var með fimm stoðsendingar, gaf eina vítasendingu og fiskaði tvö vítaköst. Frammistaða upp á tíu hjá leikmanni sem spilar og skýtur í öðrum takti en aðrir leikmenn deildarinnar. Á meðan þeir eru í 4/4 takti er Þorsteinn Gauti í 7/4. Erlenda markverði Bestu markverðir umferðarinnar koma allir erlendis frá. Nicholas Satchwell átti stjörnuleik þegar KA rústaði ÍR og varði 25 skot, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Phil Döhler var frábær í FH-markinu gegn Gróttu, sérstaklega í seinni hálfleik, og átti stærstan þátt í að Hafnfirðingar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Síðan má alveg hrósa Petar Jokanovic en hann átti stórgóðan leik þegar ÍBV sigraði Stjörnuna og hefur verið góður í heimaleikjum Eyjamanna á tímabilinu. Þá varði vel Jovan Kukobat vel í marki Aftureldingar gegn Haukum þótt tölfræðin hafi ekki verið jafn áberandi góð og hjá hinum þremur. Hornamenn KA Heyrðu, það er líka svona sniðugt að senda boltann endrum og eins á Dag Gautason. KA-menn gerðu það allavega ítrekað í leiknum gegn ÍR-ingum og hann skoraði tíu mörk úr tíu skotum. Gauti Gunnarsson fékk einnig góða þjónustu í hægra horninu og skoraði níu mörk úr ellefu skotum. KA fékk því samtals nítján mörk frá hornamönnunum sínum gegn ÍR og skotnýting þeirra var framúrskarandi. Félagaskipti Gauta úr ÍBV og KA fengu ekki mikla athygli en þau voru einu þau bestu í Olís-deildinni. Hann fékk fá tækifæri með ÍBV á síðasta tímabili en mínútum hefur fjölgað verulega eftir að Eyjamaðurinn færði sig upp á fasta landið. Slæm umferð fyrir ... Snorri Steinn Guðjónsson með skeifu.vísir/hulda margrét Valsmenn Þeir eru ekki ósigrandi eftir allt saman! Valur tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið sótti Fram heim á föstudaginn. Valsmenn voru ólíkir sjálfum sér og værukærir sem sást best á sautján töpuðum boltum í leiknum. Meistararnir voru komnir ofan í ansi djúpa holu í hálfleik, enda sex mörkum undir, 20-14. Leikmenn Vals komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik, skoruðu fyrstu fjögur mörk hans og minnkuðu svo muninn nokkrum sinnum í eitt mark. En nær komust meistararnir ekki og þeir urðu að játa sig sigraða. Vondar fréttir fyrir Val en frábærar fyrir Olís-deildina. Rúnar Sigtryggsson Haukar töpuðu sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu gegn Aftureldingu, 26-27. Eftir leikinn blés Rúnar hressilega og sakaði sína menn um að vera ekki nógu fórnfúsir og duglegir. „Ég verð að segja að ég get ekki horft á mitt lið lengur horfa á lausa bolta liggja á vellinum. Menn eru ekki að fórna sér í eitt eða neitt þetta eru eins og saumaklúbbs kerlingar sem leggja sig ekki fram með öllu sínu hjarta og þetta fer svakalega í taugarnar á mér,“ sagði Rúnar. Ummælin lögðust misvel í fólk og þetta var klárlega ekki besta stund þessa snjalla þjálfara. Rúnar var annars nýbúinn í augnaðgerð og skartaði forláta sólgleraugum á hliðarlínunni. Þau voru líklega það eftirminnilegasta við leik Hauka á laugardaginn ef frá er talin dúndurgóð frammistaða Guðmundar Braga Ástþórssonar. Markverði Stjörnunnar Eftir leiki ÍBV eru markvarsla Eyjamanna oftar en ekki gagnrýnd. En engin ástæða var til þess eftir stórsigurinn á Stjörnunni enda varði Petar vel. Frammistaða markvarða Garðabæjarliðsins var hins vegar ekki upp á neina fiska. Þeir Adam Thorstensen og Sigurður Dan Óskarsson vörðu þrjú skot hvor og hlutfallsmarkvarsla Stjörnunnar var 14,3 prósent. Markvarslan hefur verið vandamál hjá Stjörnunni undanfarin ár og það hefur því miður ekki lagast mikið í vetur. Arnór Freyr Stefánsson er meiddur og þótt Adam hafi allt að bera til vera einn besti markvörður deildarinnar sýnir hann það alltof sjaldan. Fokk, við þurfum að hafa áhyggjur Stjarnan leit svo vel út gegn FH í 1. umferðinni. Nú lítur Stjarnan ... ekki svo vel út. Stjörnumenn steinlágu í Eyjum, 36-27, og hafa aðeins fengið tvö stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Vörn Stjörnunnar hefur verið allt í lagi á tímabilinu en hún réði ekki neitt við neitt gegn ÍBV. Og markvarslan var engin eins og áður sagði. Skyttur Stjörnunnar, fyrir utan Björgvin Hólmgeirsson, halda svo áfram að skjóta púðurskotum. Þeir Tandri Már Konráðsson, Pétur Árni Hauksson og Hergeir Grímsson voru samtals með fimm mörk í tuttugu skotum. Næstu leikir Stjörnumanna virka þægilegir á pappír en eins þeir eru að spila núna geta þeir ekki reiknað með neinum gefins sigrum. Kýldur í magann Miðað við meðferðina sem Allan Norðberg fékk frá Úlfi Gunnari Kjartanssyni í leik KA og ÍR virtist línumaðurinn eiga óuppgerðar sakir við Færeyinginn. Hann braut í tvígang gróflega á honum en fékk aðeins eina brottvísun í leiknum. Annað brotið var tekið fyrir í Seinni bylgjunni og Logi Geirsson sagði að um óþolandi ofbeldi væri að ræða. Skiljanlega, enda kýldi Úlfur Allan í magann (eða miltað, samkvæmt Loga). Öfugt við Fóstbræðraatriðið fræga stökk Þorsteinn Guðmundsson í gulum jakkafötum ekki út úr runna og faðmaði fórnarlambið. En brotið var ljótt og Úlfur er að öllum líkindum á leið í bann. Eðlisfræðingur umferðarinnar Handboltamaðurinn og áhuga eðlisfræðingurinn Árni Bragi Eyjólfsson.vísir/hulda margrét Afturelding skoraði 28 mörk gegn Haukum en eitt þeirra var ekki dæmt gilt. Í stöðunni 19-20 fyrir Aftureldingu þrumaði Birkir Benediktsson boltanum í slána, gólfið og aftur í slána. Annars góðir dómarar leiksins dæmdu ekki mark þrátt fyrir að boltinn væri inni og þrátt fyrir að skoða atvikið á myndbandi. Í færslu á Twitter benti Árni Bragi Eyjólfsson, samherji Birkis, á að almennri eðlisfræðiþekkingu hefði verið ábótavant á þessu augnabliki og hægt er að taka undir það. Menn gera mistök en vona að allir hafi lært eitthvað í eðlisfræði í dag, bolti getur ekki farið í slánna, niður og aftur upp í slá án þess að fara inn fyrir línuna. #handbolti pic.twitter.com/wxMmj32Qzf— Árni Eyjólfsson (@ArniBragi) October 8, 2022 Endurkoma umferðarinnar Róbert Sigurðarson lék sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar ÍBV tók á móti Stjörnunni. Og Akureyringurinn sneri aftur í vörn Eyjamanna með látum. Hann gaf heldur betur tóninn og var með hvorki fleiri né færri en tólf löglegar stöðvanir. Þá varði Róbert tvö skot og skoraði eitt mark. Sóknarleikur ÍBV hefur verið frábær í upphafi tímabils og með tilkomu Róberts ætti varnarleikurinn að eflast. Petar er svo farinn að verja og útlitið er bara býsna bjart fyrir Eyjamenn. Besti ungi leikmaðurinn Varnarmenn Aftureldingar réðu ekkert við Guðmund Braga Ástþórsson. Sem betur fer fyrir þá réðu þeir vel við aðra leikmenn Hauka.vísir/hulda margrét Margir ungir leikmenn léku vel í 5. umferðinni en enginn betur en Guðmundur Bragi. Leikstjórnandinn átti sinn besta leik á tímabilinu þegar Haukar tóku á móti Aftureldingu á laugardaginn. Hann skoraði ellefu mörk úr tólf skotum, gaf tvær stoðsendingar og þrjár vítasendingar. Mögnuð frammistaða Guðmundar Braga dugði þó skammt því hans gömlu félagar í Aftureldingu unnu leikinn með eins marks mun, 26-27. Tölfræði sem stakk í augun ÍBV skoraði hvorki fleiri né færri en sextán mörk með skotum fyrir utan gegn Stjörnunni. Það sem vekur enn meiri athygli er hversu frábæra skotnýtingu Eyjamenn voru með fyrir utan. Þeir tóku alls 23 skot þaðan og sextán þeirra fóru inn sem gerir framúrskarandi sjötíu prósent skotnýtingu. Menn leiksins samkvæmt HB Statz Arnór Viðarsson (ÍBV) - 9,19 Phil Döhler (FH) - 7,98 Nicholas Satchwell (KA) - 10,0 Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Fram) - 10,0 Guðmundur Bragi Ástþórsson (Haukar) - 9,75 Handboltarokk umferðarinnar Allir sem voru unglingar í kringum aldamótin muna eftir því að koma heim úr skólanum og stilla á PoppTV. Sum lög og myndbönd sem þar rúlluðu daginn út og daginn inn eru gróin inn í heilabörkinn. „It's Been Awhile“ með The Staind var eitt þeirra laga. Þess má geta að Fred Durst leikstýrði hinu mjög svo dramatíska myndbandi sem er ágætis forvörn fyrir ógætilega notkun eldfæra. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=araU0fZj6oQ">watch on YouTube</a> Næsta umferð Svona lítur 6. umferð Olís-deildar karla út.hsí
Olís-deild karla Tengdar fréttir „Mér finnst allt spennandi við Fram þessa dagana“ „Þeir dreifðu álaginu, mikið. Þeir eru með breidd og þetta er lið sem öll liðin í deildinni þurfa að taka alvarlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar um lið Fram sem gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Vals í Olís deild karla á dögunum. 11. október 2022 07:01 Broti Úlfs vísað til aganefndar Framkvæmdastjóri HSÍ hefur vísað broti Úlfs Gunnars Kjartanssonar í leik KA og ÍR til aganefndar sambandsins. 10. október 2022 16:41 „Þoli ekki svona ofbeldi í íþróttum“ Logi Geirsson vill að ÍR-ingurinn Úlfur Gunnar Kjartansson fái langt bann fyrir að kýla Allan Norðberg, leikmann KA, í leik liðanna í Olís-deild karla. 10. október 2022 11:00 „Mínir menn voru eins og saumaklúbbs kerlingar sem lögðu sig ekki fram með öllu sínu hjarta“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, var hundfúll eftir tap gegn Aftureldingu 26-27. Rúnar var afar ósáttur með frammistöðu Hauka og fannst honum sínir menn ekki hafa áhuga á að berjast. 8. október 2022 20:32 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
„Mér finnst allt spennandi við Fram þessa dagana“ „Þeir dreifðu álaginu, mikið. Þeir eru með breidd og þetta er lið sem öll liðin í deildinni þurfa að taka alvarlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar um lið Fram sem gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Vals í Olís deild karla á dögunum. 11. október 2022 07:01
Broti Úlfs vísað til aganefndar Framkvæmdastjóri HSÍ hefur vísað broti Úlfs Gunnars Kjartanssonar í leik KA og ÍR til aganefndar sambandsins. 10. október 2022 16:41
„Þoli ekki svona ofbeldi í íþróttum“ Logi Geirsson vill að ÍR-ingurinn Úlfur Gunnar Kjartansson fái langt bann fyrir að kýla Allan Norðberg, leikmann KA, í leik liðanna í Olís-deild karla. 10. október 2022 11:00
„Mínir menn voru eins og saumaklúbbs kerlingar sem lögðu sig ekki fram með öllu sínu hjarta“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, var hundfúll eftir tap gegn Aftureldingu 26-27. Rúnar var afar ósáttur með frammistöðu Hauka og fannst honum sínir menn ekki hafa áhuga á að berjast. 8. október 2022 20:32