Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2022 11:20 Harvey Weinstein í réttarsal í Los Angeles í síðustu viku. AP/Etienne Laurent Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. Ásakanir kvenna á hendur Weinstein fyrir fimm árum urðu kveikjan að svonefndri Metoo-byltingu þar sem konur af flestum sviðum samfélagsins stigu fram og lýstu misnotkun af hálfu karla í valdastöðum. Weinstein var dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi í New York. Málið sem nú kemur til kasta dómstóla í Los Angeles varðar brot gegn fimm konum. Hann er ákærður fyrir fjórar nauðganir og sjö kynferðislegar árásir, að sögn AP-fréttastofunnar. Brotin í fjórum ákæruliðunum áttu sér stað í Óskarsverðlaunavikunni árið 2013 þar sem Weinstein átti góðu gengi að fagna með kvikmyndunum Django Unchained og Silver Linings Playbook. Líkt og í öðrum málum gegn honum er Weinstein sagður hafa brotið á konunum á lúxussvítum undir því yfirskini að um viðskiptafundi væri að ræða. New York Times segir að málið í Kaliforníu hafi upphaflega aðeins verið talið hafa táknræna þýðingu. Weinstein er sjötugur og heilsuveill og á enn eftir að afplána 21 ár af fangelsisdómi sínum í New York. Dómstóll þar leyfði Weinstein hins vegar nýlega að áfrýja dómnum. Ekki er þannig útilokað að hann gæti gengið laus. Lyktir málsins í Los Angeles gætu þannig skipt sköpum fyrir örlög kvikmyndaframleiðandans fyrrverandi. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Óskarsverðlaunin Tengdar fréttir Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12 Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ásakanir kvenna á hendur Weinstein fyrir fimm árum urðu kveikjan að svonefndri Metoo-byltingu þar sem konur af flestum sviðum samfélagsins stigu fram og lýstu misnotkun af hálfu karla í valdastöðum. Weinstein var dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi í New York. Málið sem nú kemur til kasta dómstóla í Los Angeles varðar brot gegn fimm konum. Hann er ákærður fyrir fjórar nauðganir og sjö kynferðislegar árásir, að sögn AP-fréttastofunnar. Brotin í fjórum ákæruliðunum áttu sér stað í Óskarsverðlaunavikunni árið 2013 þar sem Weinstein átti góðu gengi að fagna með kvikmyndunum Django Unchained og Silver Linings Playbook. Líkt og í öðrum málum gegn honum er Weinstein sagður hafa brotið á konunum á lúxussvítum undir því yfirskini að um viðskiptafundi væri að ræða. New York Times segir að málið í Kaliforníu hafi upphaflega aðeins verið talið hafa táknræna þýðingu. Weinstein er sjötugur og heilsuveill og á enn eftir að afplána 21 ár af fangelsisdómi sínum í New York. Dómstóll þar leyfði Weinstein hins vegar nýlega að áfrýja dómnum. Ekki er þannig útilokað að hann gæti gengið laus. Lyktir málsins í Los Angeles gætu þannig skipt sköpum fyrir örlög kvikmyndaframleiðandans fyrrverandi.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Óskarsverðlaunin Tengdar fréttir Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12 Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12
Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43