Útgreiðslur skráðra félaga til fjárfesta að nálgast um 180 milljarða
![Þegar litið er til áætlaðra heildarútgreiðslna til hlutabréfafjárfesta á árinu þá nema þær greiðslur liðlega 7,5 prósentum af markaðsvirði allra fyrirtækja í Kauphöllinni um þessar mundir.](https://www.visir.is/i/385946104AEA03475D766762F6C1B6297BC04DBCCDDAD3BA815F4146A02E1425_713x0.jpg)
Á sama tíma og hlutabréfafjárfestar eru að upplifa sitt versta ár á mörkuðum frá fjármálahruninu 2008 þá er allt útlit fyrir að útgreiðslur skráðra félaga til hluthafa í ár meira en tvöfaldist frá því í fyrra. Þar munar mikið um væntanlegar greiðslur til hluthafa Símans og Origo á næstu vikum eftir sölu félaganna á stórum eignum.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/5FB19166DAC1F47D296A8F6149414D2116524AC3DBF50F913EAAF911E385069D_308x200.jpg)
Líklegt að megnið af söluverði Tempo verði greitt til hluthafa Origo
Líklega verður megnið af söluverði Origo á Tempo greitt til hluthafa. Það er þó ekki hægt að útiloka að félagið nýti fjármunina til að fjárfesta í öðrum félögum eða sameinist. Ef fjárhæðin verður öll greitt út til hluthafa verður Origo langminnsta félagið á Aðallista Kauphallarinnar og markaðsvirðið um sex til tíu milljarðar króna.
![](https://www.visir.is/i/7607E8C4735688201BD6BD2ADA09D757D718438CA85254B19FEFD17D3B277472_308x200.jpg)
Fjárfestar eiga von á 60 milljörðum í arð, gæti virkað sem vítamínsprauta fyrir markaðinn
Hlutabréfafjárfestar eiga von á því að fá samanlagt nærri 60 milljarða króna í sinn hlut í arð og aðrar greiðslur í tengslum við lækkun hlutafjár á komandi vikum frá þrettán félögum í Kauphöllinni. Það er um þrefalt hærri upphæð en skráð fyrirtæki greiddu út í arð til fjárfesta á öllu árinu 2021.