Æfðu notkun kjarnavopna til að „gereyða“ óvinunum Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2022 10:35 Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar birtu myndir af Kim Jong-un einræðisherra hafa „umsjón“ með eldflaugatilraunum. AP/KCNA Stjórnvöld í Pjongjang í Norður-Kóreu staðfesta að nýlegar eldflaugatilraunir þeirra hafi verið æfing í notkun skammdrægra kjarnavopna gegn suður-kóreskum og bandarískum skotmörkum. Kim Jong-un, einræðisherra landsins, boðar frekari slíkar tilraunir. Norðurkóreumenn hafa sjö sinnum skotið eldflaugum á loft í kringum nýlegar heræfingar Bandaríkjamanna og Suðurkóreumanna. Norðamenn líta á slíkar æfinar sem undirbúning fyrir innrás. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu héldu því fram í dag að eldflaugarskotin hafi verið liður í hermun á kjarnavopnaárásum. Herinn hafi komið gervikjarnaoddum fyrir í eldflaugunum. Hermunin hafi verið á árásum á herstöðvar, hafnir og flugvelli sunnan landamæranna. Æfingarnar hafi verið viðvörun fyrir bandarísk og suðurkóresk stjórnvöld og þær sýni að Norðurkóreumenn geti gereytt skotmörkum hvar sem er og hvenær sem er. Tilkynningin var send út á sjötugasta og sjöunda afmælisdegi Verkamannaflokks Norður-Kóreu. AP-fréttastofan segir að hún hafi verið liður í að styrkja ímynd Kim sem sterks leiðtoga á sama tíma og landið glímir við erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Norðurkóreumenn eru nú sagðir undirbúa fyrstu tilraunir sínar með kjarnavopn í fimm ár. Þeir gætu einnig reynt að prófa skammdræga kjarnaodda sem hægt er að nota til að skjóta stýriflaugum á vígvelli, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kim lét breyta lögum um notkun kjarnavopna í síðustu viku. Nú má hann nota kjarnavopn að fyrrabragði en samkvæmt eldri lögum mátti aðeins beita þeim til að verjast árás. Norður-Kórea Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Flugu herþotum að Suður-Kóreu Tólf herþotum var flogið frá Norður-Kóreu að landamærum Suður-Kóreu í morgun. Í suðri voru þrjátíu orrustuþotur sendar til móts við hinar en mikil spenna er á svæðinu vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu síðustu daga og heræfinga í Suður-Kóreu. 6. október 2022 12:25 Segist aldrei ætla að gefa frá sér kjarnorkuvopnin Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í morgun að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Hann sagði að Bandaríkjamenn vildu ekki eingöngu að hann gæfi frá sér vopnin, heldur vildu þeir koma honum frá völdum. 9. september 2022 12:09 Eldflaugaskot Norður-Kóreumanna óásættanleg Norður-Kóreumenn skutu tveimur skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Eldflaugarnar höfnuðu úti í sjó milli Norður-Kóreu og Japan og drifu um 350 kílómetra langt. Japanir segja tilraunirnar óásættanlegar. 8. október 2022 23:54 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Norðurkóreumenn hafa sjö sinnum skotið eldflaugum á loft í kringum nýlegar heræfingar Bandaríkjamanna og Suðurkóreumanna. Norðamenn líta á slíkar æfinar sem undirbúning fyrir innrás. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu héldu því fram í dag að eldflaugarskotin hafi verið liður í hermun á kjarnavopnaárásum. Herinn hafi komið gervikjarnaoddum fyrir í eldflaugunum. Hermunin hafi verið á árásum á herstöðvar, hafnir og flugvelli sunnan landamæranna. Æfingarnar hafi verið viðvörun fyrir bandarísk og suðurkóresk stjórnvöld og þær sýni að Norðurkóreumenn geti gereytt skotmörkum hvar sem er og hvenær sem er. Tilkynningin var send út á sjötugasta og sjöunda afmælisdegi Verkamannaflokks Norður-Kóreu. AP-fréttastofan segir að hún hafi verið liður í að styrkja ímynd Kim sem sterks leiðtoga á sama tíma og landið glímir við erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Norðurkóreumenn eru nú sagðir undirbúa fyrstu tilraunir sínar með kjarnavopn í fimm ár. Þeir gætu einnig reynt að prófa skammdræga kjarnaodda sem hægt er að nota til að skjóta stýriflaugum á vígvelli, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kim lét breyta lögum um notkun kjarnavopna í síðustu viku. Nú má hann nota kjarnavopn að fyrrabragði en samkvæmt eldri lögum mátti aðeins beita þeim til að verjast árás.
Norður-Kórea Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Flugu herþotum að Suður-Kóreu Tólf herþotum var flogið frá Norður-Kóreu að landamærum Suður-Kóreu í morgun. Í suðri voru þrjátíu orrustuþotur sendar til móts við hinar en mikil spenna er á svæðinu vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu síðustu daga og heræfinga í Suður-Kóreu. 6. október 2022 12:25 Segist aldrei ætla að gefa frá sér kjarnorkuvopnin Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í morgun að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Hann sagði að Bandaríkjamenn vildu ekki eingöngu að hann gæfi frá sér vopnin, heldur vildu þeir koma honum frá völdum. 9. september 2022 12:09 Eldflaugaskot Norður-Kóreumanna óásættanleg Norður-Kóreumenn skutu tveimur skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Eldflaugarnar höfnuðu úti í sjó milli Norður-Kóreu og Japan og drifu um 350 kílómetra langt. Japanir segja tilraunirnar óásættanlegar. 8. október 2022 23:54 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Flugu herþotum að Suður-Kóreu Tólf herþotum var flogið frá Norður-Kóreu að landamærum Suður-Kóreu í morgun. Í suðri voru þrjátíu orrustuþotur sendar til móts við hinar en mikil spenna er á svæðinu vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu síðustu daga og heræfinga í Suður-Kóreu. 6. október 2022 12:25
Segist aldrei ætla að gefa frá sér kjarnorkuvopnin Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í morgun að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Hann sagði að Bandaríkjamenn vildu ekki eingöngu að hann gæfi frá sér vopnin, heldur vildu þeir koma honum frá völdum. 9. september 2022 12:09
Eldflaugaskot Norður-Kóreumanna óásættanleg Norður-Kóreumenn skutu tveimur skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Eldflaugarnar höfnuðu úti í sjó milli Norður-Kóreu og Japan og drifu um 350 kílómetra langt. Japanir segja tilraunirnar óásættanlegar. 8. október 2022 23:54