Hefur ADHD valdið álagi og/eða erfiðleikum í ástarsambandinu? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 12. október 2022 06:31 Spurningu vikunnar er að þessu sinni beint til allra þeirra sem hafa ADHD greiningu og þeirra sem eru í, eða hafa verið í, sambandi með einstaklingi með ADHD Getty Vert er að taka það fram að þó svo að Spurning vikunnar vísi til álags eða erfiðleika tengda röskuninni ADHD er ekki ætlunin að teikna upp neikvæða mynd af ADHD. Þvert á móti er hún sett upp til að vekja upp umræðu um ástina og þennan ævintýralega heim sem fólk með ADHD greiningu lifir í. Ævintýrin og ADHD Það eru óneitanlega margir kostir við ADHD sem kannski er ekki nógu oft talað um. Hin mikla sköpunargleði, óttaleysið og ofureinbeitingin, forvitnin og framtakssemin, krúttlega kæruleysið, ofurtrúin og hvatvísin. Allt eru þetta stórkostlegir eiginleikar sem geta oft á tíðum leitt af sér enn stórkostlegri ævintýri. Eins og með svo marga eiginleika er hægt að telja þá til bæði sem kosti og galla, allt fer það jú eftir aðstæðum, staði og stund, allt eftir rétta jafnvæginu, ekki satt? Flækjurnar í hversdeginum Án þess að kafa djúpt í frekari lýsingu eða skilgreiningu á sjálfri röskuninni vita flestir að henni geta fylgt allskonar áskoranir, flækjur og erfiðleikar. Hlutir sem geta haft mikil áhrif á sálarlíf einstaklinganna sjálfra sem og aðstandenda. Krúttlega kæruleysið er kannski ekki svo krúttlegt þegar makinn þinn er líklegur til að týna veskinu sínu einu sinni á dag, setja bíllyklana óvart inn í ísskáp og vera svo seinn að sækja barnið á leikskólann því að lyklarnir „gufuðu bara upp.“ Hin aðdáunarverða ofurtrú og hvatvísi er kannski ekkert rosalega aðdáunarverð þegar makanum þínum dettur allt í einu í hug að ráðast í allsherjar framkvæmdir án þess að vera búinn að hugsa svo alvarlega út í tímasetningar, kostnaðaráætlun, já eða verklag. Þolinmæðin og æðruleysið Oft eru þetta kómísk atvik, sem hægt er að gera grín að og hlæja að saman. Góðar sögur. En stundum getur verið erfitt að finna hláturinn, þolinmæðina og æðruleysið þegar þessi atvik eða flækjur eru daglegt brauð. Mikið hefur verið fjallað um ADHD og skólagöngu, ADHD á vinnumarkaði og ADHD tengt slysum, óhöppum eða afbrotum. En hvað með ADHD og ástina? Spurningu vikunnar er að þessu sinni beint til allra þeirra sem eru með ADHD greiningu og þeirra sem eru, eða hafa verið, í ástarsambandi með einstaklingi með ADHD greiningu. Athugið að könnunin er tvískipt og fólk beðið um að svara þeirri könnun sem við á. Einstaklingar með ADHD svara hér: Makar einstaklinga með ADHD svara hér: Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis nær vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér. Spurning vikunnar Ástin og lífið Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég er mjög rómantískur, stundum kannski of mikið fyrir hana Tinnu mína“ „Ég sá hana vera fyndna á TikTok og síðan byrjuðum við að spjalla á netinu. Svo hefur ekki verið hægt að slíta okkur frá hvoru öðru,“ segir uppistandarinn og leikarinn Vilhelm Neto í viðtali við Makamál. 20. september 2022 11:30 Lofar sér reglulega að hætta á Tinder en svíkur það jafnóðum „Ég hef alveg farið á nokkur stefnumót í gegnum tíðina og það hefur bara verið virkilega lærdómsríkt og þroskandi ferli. Ég hef lært að hægja á mér og skoða hlutina,“ segir matgæðingurinn og þúsundþjalasmiðurinn Berglind Guðmundsdóttir í viðtali við Makamál. 19. september 2022 20:01 Hefur þú upplifað andlegt framhjáhald? Einn koss á næturklúbbi í hita leiksins eða leynileg, innileg samskipti og engin líkamleg snerting. Í hefðbundum ástarsamböndum eru bæði atvikin svik við maka en hvað flokkast sem framhjáhald og hvernig skilgreinum við það? 10. september 2022 07:38 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Ævintýrin og ADHD Það eru óneitanlega margir kostir við ADHD sem kannski er ekki nógu oft talað um. Hin mikla sköpunargleði, óttaleysið og ofureinbeitingin, forvitnin og framtakssemin, krúttlega kæruleysið, ofurtrúin og hvatvísin. Allt eru þetta stórkostlegir eiginleikar sem geta oft á tíðum leitt af sér enn stórkostlegri ævintýri. Eins og með svo marga eiginleika er hægt að telja þá til bæði sem kosti og galla, allt fer það jú eftir aðstæðum, staði og stund, allt eftir rétta jafnvæginu, ekki satt? Flækjurnar í hversdeginum Án þess að kafa djúpt í frekari lýsingu eða skilgreiningu á sjálfri röskuninni vita flestir að henni geta fylgt allskonar áskoranir, flækjur og erfiðleikar. Hlutir sem geta haft mikil áhrif á sálarlíf einstaklinganna sjálfra sem og aðstandenda. Krúttlega kæruleysið er kannski ekki svo krúttlegt þegar makinn þinn er líklegur til að týna veskinu sínu einu sinni á dag, setja bíllyklana óvart inn í ísskáp og vera svo seinn að sækja barnið á leikskólann því að lyklarnir „gufuðu bara upp.“ Hin aðdáunarverða ofurtrú og hvatvísi er kannski ekkert rosalega aðdáunarverð þegar makanum þínum dettur allt í einu í hug að ráðast í allsherjar framkvæmdir án þess að vera búinn að hugsa svo alvarlega út í tímasetningar, kostnaðaráætlun, já eða verklag. Þolinmæðin og æðruleysið Oft eru þetta kómísk atvik, sem hægt er að gera grín að og hlæja að saman. Góðar sögur. En stundum getur verið erfitt að finna hláturinn, þolinmæðina og æðruleysið þegar þessi atvik eða flækjur eru daglegt brauð. Mikið hefur verið fjallað um ADHD og skólagöngu, ADHD á vinnumarkaði og ADHD tengt slysum, óhöppum eða afbrotum. En hvað með ADHD og ástina? Spurningu vikunnar er að þessu sinni beint til allra þeirra sem eru með ADHD greiningu og þeirra sem eru, eða hafa verið, í ástarsambandi með einstaklingi með ADHD greiningu. Athugið að könnunin er tvískipt og fólk beðið um að svara þeirri könnun sem við á. Einstaklingar með ADHD svara hér: Makar einstaklinga með ADHD svara hér: Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis nær vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég er mjög rómantískur, stundum kannski of mikið fyrir hana Tinnu mína“ „Ég sá hana vera fyndna á TikTok og síðan byrjuðum við að spjalla á netinu. Svo hefur ekki verið hægt að slíta okkur frá hvoru öðru,“ segir uppistandarinn og leikarinn Vilhelm Neto í viðtali við Makamál. 20. september 2022 11:30 Lofar sér reglulega að hætta á Tinder en svíkur það jafnóðum „Ég hef alveg farið á nokkur stefnumót í gegnum tíðina og það hefur bara verið virkilega lærdómsríkt og þroskandi ferli. Ég hef lært að hægja á mér og skoða hlutina,“ segir matgæðingurinn og þúsundþjalasmiðurinn Berglind Guðmundsdóttir í viðtali við Makamál. 19. september 2022 20:01 Hefur þú upplifað andlegt framhjáhald? Einn koss á næturklúbbi í hita leiksins eða leynileg, innileg samskipti og engin líkamleg snerting. Í hefðbundum ástarsamböndum eru bæði atvikin svik við maka en hvað flokkast sem framhjáhald og hvernig skilgreinum við það? 10. september 2022 07:38 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Ég er mjög rómantískur, stundum kannski of mikið fyrir hana Tinnu mína“ „Ég sá hana vera fyndna á TikTok og síðan byrjuðum við að spjalla á netinu. Svo hefur ekki verið hægt að slíta okkur frá hvoru öðru,“ segir uppistandarinn og leikarinn Vilhelm Neto í viðtali við Makamál. 20. september 2022 11:30
Lofar sér reglulega að hætta á Tinder en svíkur það jafnóðum „Ég hef alveg farið á nokkur stefnumót í gegnum tíðina og það hefur bara verið virkilega lærdómsríkt og þroskandi ferli. Ég hef lært að hægja á mér og skoða hlutina,“ segir matgæðingurinn og þúsundþjalasmiðurinn Berglind Guðmundsdóttir í viðtali við Makamál. 19. september 2022 20:01
Hefur þú upplifað andlegt framhjáhald? Einn koss á næturklúbbi í hita leiksins eða leynileg, innileg samskipti og engin líkamleg snerting. Í hefðbundum ástarsamböndum eru bæði atvikin svik við maka en hvað flokkast sem framhjáhald og hvernig skilgreinum við það? 10. september 2022 07:38