„Miklu stærri leikur fyrir FH heldur en bikarúrslitaleikurinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2022 11:31 FH-markvörðurinn Atli Gunnar Guðmundsson öskrar sína menn áfram í bikarúrslitaleiknum á dögunum en þarna eru með honum þeir Ólafur Guðmundsson, Matthías Vilhjálmsson og Eggert Gunnþór Jónsson Vísir/Hulda Margrét Stórleikur dagsins er fallbaráttuslagur FH og Leiknis í Kaplakrika. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna slæms veðurs. Mikilvægi leiksins fyrir heimamenn í FH er í hæstu hæðum samkvæmt sérfræðingi Stúkunnar. Stúkan tók fyrir FH-liðið eftir tapið í Vestmannaeyjum í síðustu umferð en eftir það var það ljóst að fram undan væri þessi leikur upp á líf og dauða á móti Leikni. FH situr í fallsætinu, er einu stigi á eftir Leikni og Skagamenn eru núna bara einu stigi á eftir sigur sinn á Fram um helgina. Leiknir getur því náð fjögurra stiga forskoti á FH með sigri og næstu tveir FH-inga eru á útivelli þar sem liðið hefur enn ekki fagnað sigri í sumar. Guðmundur Benediktsson var í hópi þeirra sem hrósaði FH-liðinu fyrir frammistöðuna í bikarúrslitaleiknum sem liðið tapaði naumlega í framlengingu. Klippa: Stúkan um stöðuna hjá FH-ingum eftir tapið í Eyjum „Alvaran tekur við aftur sem er bara barátta upp á líf og dauða. Þeir horfa upp á liðin í kringum sig, Leikni og ÍA, tapa bæði. Þetta er dauðafæri en enn og aftur ná þeir ekki að kveikja á sér almennilega,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Sagði bara hlutina eins og þeir eru Þorkell Máni Pétursson var ánægður með Sigurvin Ólafsson í viðtalinu eftir leikinn. „Hann sagði bara hlutina eins og þeir eru. Það er ekki hægt að ljúga að sér endalaust: Þetta er alltaf að verða betra, alltaf að verða betra. Það eru bara fjórir leikir eftir,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur í Stúkunni. „Staðreyndin er sú að næsti leikur er á móti Leikni á heimavelli. Þar hefur FH að vísu gengið vel en ef þeir tapa á móti Leikni á heimavelli þá eru þeir orðnir tveimur leikjum frá því að komast upp úr fallsæti,“ sagði Þorkell Máni. „Þetta er stærri leikur heldur en bikarúrslitaleikurinn,“ skaut Gummi Ben inn í. Bjánaleg reglugerð „Þetta er miklu stærri leikur heldur en bikarúrslitaleikurinn. Við skulum ekki gleyma því að það er búið að búa til einhverja bjánalega reglugerð þarna niðri í Knattspyrnusambandi Íslands sem snýr að því að það er bara eitt lið sem fer upp en síðan fara næstu fjögur lið í eitthvað umspil,“ sagði Þorkell Máni. „Það verður því bara eitt öruggt sæti sem kemst upp úr næstefstu deild á næsta ári. Sem þýðir að þá getur bara hver sem er stolið hinu sætinu,“ sagði Þorkell Máni en liðið sem endar í fimmta sæti í B-deildinni gæti unnið umspilið og komist upp. „Það verður því enginn smá bardagi að reyna að koma sér þarna upp. Það er ekkert sjálfgefið,“ sagði Þorkell. Hér fyrir ofan má sjá umræðuna um FH-liðið um Stúkunni eftir fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikur FH og Leiknis hefst klukkan 15.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. FH Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Stúkan tók fyrir FH-liðið eftir tapið í Vestmannaeyjum í síðustu umferð en eftir það var það ljóst að fram undan væri þessi leikur upp á líf og dauða á móti Leikni. FH situr í fallsætinu, er einu stigi á eftir Leikni og Skagamenn eru núna bara einu stigi á eftir sigur sinn á Fram um helgina. Leiknir getur því náð fjögurra stiga forskoti á FH með sigri og næstu tveir FH-inga eru á útivelli þar sem liðið hefur enn ekki fagnað sigri í sumar. Guðmundur Benediktsson var í hópi þeirra sem hrósaði FH-liðinu fyrir frammistöðuna í bikarúrslitaleiknum sem liðið tapaði naumlega í framlengingu. Klippa: Stúkan um stöðuna hjá FH-ingum eftir tapið í Eyjum „Alvaran tekur við aftur sem er bara barátta upp á líf og dauða. Þeir horfa upp á liðin í kringum sig, Leikni og ÍA, tapa bæði. Þetta er dauðafæri en enn og aftur ná þeir ekki að kveikja á sér almennilega,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Sagði bara hlutina eins og þeir eru Þorkell Máni Pétursson var ánægður með Sigurvin Ólafsson í viðtalinu eftir leikinn. „Hann sagði bara hlutina eins og þeir eru. Það er ekki hægt að ljúga að sér endalaust: Þetta er alltaf að verða betra, alltaf að verða betra. Það eru bara fjórir leikir eftir,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur í Stúkunni. „Staðreyndin er sú að næsti leikur er á móti Leikni á heimavelli. Þar hefur FH að vísu gengið vel en ef þeir tapa á móti Leikni á heimavelli þá eru þeir orðnir tveimur leikjum frá því að komast upp úr fallsæti,“ sagði Þorkell Máni. „Þetta er stærri leikur heldur en bikarúrslitaleikurinn,“ skaut Gummi Ben inn í. Bjánaleg reglugerð „Þetta er miklu stærri leikur heldur en bikarúrslitaleikurinn. Við skulum ekki gleyma því að það er búið að búa til einhverja bjánalega reglugerð þarna niðri í Knattspyrnusambandi Íslands sem snýr að því að það er bara eitt lið sem fer upp en síðan fara næstu fjögur lið í eitthvað umspil,“ sagði Þorkell Máni. „Það verður því bara eitt öruggt sæti sem kemst upp úr næstefstu deild á næsta ári. Sem þýðir að þá getur bara hver sem er stolið hinu sætinu,“ sagði Þorkell Máni en liðið sem endar í fimmta sæti í B-deildinni gæti unnið umspilið og komist upp. „Það verður því enginn smá bardagi að reyna að koma sér þarna upp. Það er ekkert sjálfgefið,“ sagði Þorkell. Hér fyrir ofan má sjá umræðuna um FH-liðið um Stúkunni eftir fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikur FH og Leiknis hefst klukkan 15.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
FH Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira