Innlent

Volkswagen ID. Buzz Cargo valinn alþjóðlegur sendibíll ársins 2023

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Carsten Intra, forstjóri Volkswagen-atvinnubíla (Volkswagen Commercial Vehicles, VWCV), tók við verðlaununum úr hendi Jarlath Sweeney, stjórnarformanns IVOTY, á opnunarviðburði VDA, „Stjörnur ársins“.
Carsten Intra, forstjóri Volkswagen-atvinnubíla (Volkswagen Commercial Vehicles, VWCV), tók við verðlaununum úr hendi Jarlath Sweeney, stjórnarformanns IVOTY, á opnunarviðburði VDA, „Stjörnur ársins“.

ID Buzz Cargo fékk þessi alþjóðlegu verðlaun þótt hann væri ekki enn kominn á markað. Hann var þróaður eingöngu fyrir rafhlöðuknúna flutninga og verður afhentur viðskiptavinum algjörlega kolefnisjafnaður.

„Þetta er okkur mikill heiður og við erum stolt að fá þessi verðlaun fyrir ID. Buzz Cargo. Við viljum þakka öllum í IVOTY-dómnefndinni sem og öllum hjá Volkswagen-atvinnubílum sem áttu þátt í að gera ID. Buzz Cargo að besta sendibílnum í sínum flokki,“ sagði Carsten Intra, forstjóri VWCW.

ID. Buzz Cargo

Jarlath Sweeney, stjórnarformaður IVOTY, afhenti verðlaunin fyrir hönd 34 alþjóðlegra atvinnubifreiðablaðamanna sem skipa dómnefnd IVOTY: „Það er ekki oft sem algjörlega ný hugsun á bak við sendibíla kemur fram og vekur svona mikla athygli markaðarins. Við óskum þróunarteymi Volkswagen-atvinnubíla til hamingju með að hafa skapað þetta einstaka ökutæki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×