Fótbolti

Ramos fékk 28. rauða spjaldið á ferlinum

Hjörvar Ólafsson skrifar
Sergio Ramos er harður í horn að taka. 
Sergio Ramos er harður í horn að taka.  Vísir/Getty

Spænski miðvörðurinn Sergio Ramos var vísað af velli með rauðu spjaldi þegar PSG gerði óvænt markalaust jafntefli við Reims í frönsku efstu deildinni í fótbolta karla í kvöld.

Þetta er í 28. skipti á ferlinum sem þessi fyrrverandi leikmaður Sevilla og Real Madrid þarf að fara snemmbúna sturtu eftir að hafa fengið rautt spjald. 

PSG lék einum leikmanni færri frá því skömmu fyrir lok fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Ramos fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum og þar af leiðandi rautt. 

Lionel Messi spilaði ekki með PSG í þessum leik vegna meiðsla en Neymar fékk besta færi Parísarliðsins til þess að tryggja stigin þrjú. 

Eftir 10 umferðir er PSG á toppi deildarinnar með 26 stig en liðið hefur þriggja stiga forskot á Marseille sem er í öðru sæti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×