Stressuð að byrja í íslenskum skóla Óttar Kolbeinsson Proppé og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 8. október 2022 23:00 Fyrsti skóladagur Yevu er á mánudaginn. Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga. Hátíðin nefnist Úkraína þakkar Íslandi og þar má meðal annars sjá bæði ljósmynda- og myndlistarsýningu frá Úkraínu. Gestum og gangandi er boðið upp á úkraínskan mat og þá eru handunnir úkraínskir munir til sölu. Stofnanir, fyrirtæki og samtök fengu viðurkenningarskjöl í dag fyrir að hafa reynst úkraínsku flóttafólki vel. Hátíðin stendur yfir alla helgina og opið er í Kolaportinu frá klukkan 12 til 18 á morgun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við á hátíðina og ræddum við Tönyu Korolenko, sem er ein af skipuleggjendum hátíðarinnar, og mæðgurnar Yevu og Nataliu. „Stundum eru Úkraínumenn ekki til fyrirmyndar hvað kurteisi varðar, ef þú skilur hvað ég meina. Við erum stressuð, við erum í áfalli og fólk hefur upplifað stríðið á mismunandi hátt. Sumir verða ágengir, reiðir og kannski stundum kröfuharðir. En við erum góðviljuð, skapandi, róleg og það er það sem við vildum sýna með þessu,“ segir Tanya. Tanya er einn skipuleggjenda hátíðarinnar.Vísir/Dúi „Við viljum þakka öllum Íslendingum. Þeir hafa gert mikið fyrir okkur. Þeir hafa hjálpað okkur mikið. Og ekki bara Íslendingar heldur allir sem búa á Íslandi,“ segir Natalia, flóttamaður frá Úkraínu sem kom til landsins fyrir mánuði síðan. Yeva, dóttir hennar, er fimmtán ára og byrjar í skóla hér á landi á mánudaginn. „Á mánudaginn verður fyrsti dagurinn minn í íslenskum skóla. Ég fór þangað og hitti fjórar stelpur. Þær voru mjög góðar og ég vona að þetta verði í lagi því ég er dálítið hrædd en ég vona að þetta verði allt í lagi,“ segir hún. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var meðal þeirra sem mættu á hátíðina en hann var viðstaddur afhjúpun nýs vegglistaverks, sem unnið er af úkraínskum listamönnum. Verkið prýðir húsgafl við Laugaveg 36 í Reykjavík og tjáir þakklæti Úkraínumanna með táknrænum hætti. Forseti virðir listaverkið fyrir sér.Forseti Íslands Fjölmargir voru viðstaddir hátíðina sem fram fór í dag og heldur áfram á morgun.Forseti Íslands Úkraína Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Forseti Íslands Innflytjendamál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Hátíðin nefnist Úkraína þakkar Íslandi og þar má meðal annars sjá bæði ljósmynda- og myndlistarsýningu frá Úkraínu. Gestum og gangandi er boðið upp á úkraínskan mat og þá eru handunnir úkraínskir munir til sölu. Stofnanir, fyrirtæki og samtök fengu viðurkenningarskjöl í dag fyrir að hafa reynst úkraínsku flóttafólki vel. Hátíðin stendur yfir alla helgina og opið er í Kolaportinu frá klukkan 12 til 18 á morgun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við á hátíðina og ræddum við Tönyu Korolenko, sem er ein af skipuleggjendum hátíðarinnar, og mæðgurnar Yevu og Nataliu. „Stundum eru Úkraínumenn ekki til fyrirmyndar hvað kurteisi varðar, ef þú skilur hvað ég meina. Við erum stressuð, við erum í áfalli og fólk hefur upplifað stríðið á mismunandi hátt. Sumir verða ágengir, reiðir og kannski stundum kröfuharðir. En við erum góðviljuð, skapandi, róleg og það er það sem við vildum sýna með þessu,“ segir Tanya. Tanya er einn skipuleggjenda hátíðarinnar.Vísir/Dúi „Við viljum þakka öllum Íslendingum. Þeir hafa gert mikið fyrir okkur. Þeir hafa hjálpað okkur mikið. Og ekki bara Íslendingar heldur allir sem búa á Íslandi,“ segir Natalia, flóttamaður frá Úkraínu sem kom til landsins fyrir mánuði síðan. Yeva, dóttir hennar, er fimmtán ára og byrjar í skóla hér á landi á mánudaginn. „Á mánudaginn verður fyrsti dagurinn minn í íslenskum skóla. Ég fór þangað og hitti fjórar stelpur. Þær voru mjög góðar og ég vona að þetta verði í lagi því ég er dálítið hrædd en ég vona að þetta verði allt í lagi,“ segir hún. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var meðal þeirra sem mættu á hátíðina en hann var viðstaddur afhjúpun nýs vegglistaverks, sem unnið er af úkraínskum listamönnum. Verkið prýðir húsgafl við Laugaveg 36 í Reykjavík og tjáir þakklæti Úkraínumanna með táknrænum hætti. Forseti virðir listaverkið fyrir sér.Forseti Íslands Fjölmargir voru viðstaddir hátíðina sem fram fór í dag og heldur áfram á morgun.Forseti Íslands
Úkraína Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Forseti Íslands Innflytjendamál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira