Alls ekkert ferðaveður á sunnudaginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2022 12:55 Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Vísir/Vilhelm Ekkert ferðaveður verður á landinu á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. Ekkert ferðaveður neins staðar Þó að appelsínugulu viðvaranirnar séu á norður- og austanverðu landinu á sunnudaginn verður ekkert ferðaveður um allt land. „Í rauninni hvergi á landinu því það er hvasst sunnanmegin á landinu og slæmt ferðaveður þar einnig en bara alls ekki á norðanverðu landinu,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Það er stormur á öllu landinu en það er mikil úrkoma á Norður- og Austurlandi. Stór hluti af þessaru úrkomu fellur sem slydda eða snjókoma sem skapar ófærð, búfénaður getur fennt í kaf og ísing getur komið á raflínur sem getur mögulega valdið rafmagnsleysi,“ segir Teitur. Á Norðurlandi eystra er spáð norðan átt 18 til 25 metrum á sekúndu með mikilli úrkomu, slyddu við ströndina, annars snjókomu. Miklar líkur eru á slydduísingu á innviði og vegi. Búast má við svipuðu veðri á Ströndum og Norðurlandi vestra og gefur Veðurstofan út nánast sömu viðvörun fyrir það svæði. Vindhraði þar gæti náð 18 til 23 metrum á sekúndu. Á Austurlandi er spáð norðvestanátt, 15 til 25 metrar á sekúndu. Búist er við mikilli rigningu eða slyddu en snjókomu á fjallvegum. Í viðbragðsstöðu Björgunarsveitir og almannavarnadeildir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins. Þar á bæ eru skilaboðin um að ekkert ferðaveður verði á landinu á sunndaginn. „Eins og stundum gerist þegar haustlægðirnar fara að koma þá er fólk misbúið undir þær. Eins og þú segir þá er alveg ljóst af veðurspá að það verður ekkert ferðaveður á sunnudaginn. Það er mjög mikilvægt að fólk fari eftir því, fylgist með veðurspánni. Hagi ferðum sínum samkvæmt því, sagði Jón Svanberg Hjartarson, fagstjóri aðgerðarmála hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra,“ í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Ísing gæti hlaðist á raflínustaura.Vísir Reikna má með að aðgerðastjórnir verði virkjaðar á þeim svæðum þar sem veðrið verður verst og ekki er ólíklegt að Samhæfingarmiðstöðin verði virkjuð í Reykjavík. „Á sunnudaginn sjálfan þá verður bara brjálað veður svo það sé sagt hreint út. Í úrkomunni, ég tala nú ekki um ef þetta verður orðið slydda og snjókoma, þá verður gríðarlega blint. Það ofan í mikið hvassviðri, yfir 20 metra vind, það segir sig sjálft að það er ekki hættulaust ferðaveður, langt í frá. Sérstaklega ekki fyrir stóra bíla, húsbíla, rútur eða bíla með eftirvagna.“ Ráðlagt að ferðast á morgun eða mánudaginn, ekki á sunnudaginn Teitur veðurfræðingur bendir á að á morgun og mánudag verði vel hægt að ferðast og því ráðlagt að nýta þá daga í ferðalög ef þurfa þykir, fremur en sunnudaginn. „Vestast á landinu sígur þetta verulega niður á sunnudagskvöld og svo aðfaranótt mánudags og fyrripart á mánudaginn er það á niðurleið á austanverðu landinu. Eftir hádegi á mánudag er bara komið ágætis veður um allt land. Það er alveg sæmilegt veður á morgun þannig að menn ættu að geta ferðast á morgun eða mánudag til að forða vandræðum.“ Veður Almannavarnir Samgöngur Tengdar fréttir Gulur verður að appelsínugulum um helgina Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. 7. október 2022 09:22 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. Ekkert ferðaveður neins staðar Þó að appelsínugulu viðvaranirnar séu á norður- og austanverðu landinu á sunnudaginn verður ekkert ferðaveður um allt land. „Í rauninni hvergi á landinu því það er hvasst sunnanmegin á landinu og slæmt ferðaveður þar einnig en bara alls ekki á norðanverðu landinu,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Það er stormur á öllu landinu en það er mikil úrkoma á Norður- og Austurlandi. Stór hluti af þessaru úrkomu fellur sem slydda eða snjókoma sem skapar ófærð, búfénaður getur fennt í kaf og ísing getur komið á raflínur sem getur mögulega valdið rafmagnsleysi,“ segir Teitur. Á Norðurlandi eystra er spáð norðan átt 18 til 25 metrum á sekúndu með mikilli úrkomu, slyddu við ströndina, annars snjókomu. Miklar líkur eru á slydduísingu á innviði og vegi. Búast má við svipuðu veðri á Ströndum og Norðurlandi vestra og gefur Veðurstofan út nánast sömu viðvörun fyrir það svæði. Vindhraði þar gæti náð 18 til 23 metrum á sekúndu. Á Austurlandi er spáð norðvestanátt, 15 til 25 metrar á sekúndu. Búist er við mikilli rigningu eða slyddu en snjókomu á fjallvegum. Í viðbragðsstöðu Björgunarsveitir og almannavarnadeildir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins. Þar á bæ eru skilaboðin um að ekkert ferðaveður verði á landinu á sunndaginn. „Eins og stundum gerist þegar haustlægðirnar fara að koma þá er fólk misbúið undir þær. Eins og þú segir þá er alveg ljóst af veðurspá að það verður ekkert ferðaveður á sunnudaginn. Það er mjög mikilvægt að fólk fari eftir því, fylgist með veðurspánni. Hagi ferðum sínum samkvæmt því, sagði Jón Svanberg Hjartarson, fagstjóri aðgerðarmála hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra,“ í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Ísing gæti hlaðist á raflínustaura.Vísir Reikna má með að aðgerðastjórnir verði virkjaðar á þeim svæðum þar sem veðrið verður verst og ekki er ólíklegt að Samhæfingarmiðstöðin verði virkjuð í Reykjavík. „Á sunnudaginn sjálfan þá verður bara brjálað veður svo það sé sagt hreint út. Í úrkomunni, ég tala nú ekki um ef þetta verður orðið slydda og snjókoma, þá verður gríðarlega blint. Það ofan í mikið hvassviðri, yfir 20 metra vind, það segir sig sjálft að það er ekki hættulaust ferðaveður, langt í frá. Sérstaklega ekki fyrir stóra bíla, húsbíla, rútur eða bíla með eftirvagna.“ Ráðlagt að ferðast á morgun eða mánudaginn, ekki á sunnudaginn Teitur veðurfræðingur bendir á að á morgun og mánudag verði vel hægt að ferðast og því ráðlagt að nýta þá daga í ferðalög ef þurfa þykir, fremur en sunnudaginn. „Vestast á landinu sígur þetta verulega niður á sunnudagskvöld og svo aðfaranótt mánudags og fyrripart á mánudaginn er það á niðurleið á austanverðu landinu. Eftir hádegi á mánudag er bara komið ágætis veður um allt land. Það er alveg sæmilegt veður á morgun þannig að menn ættu að geta ferðast á morgun eða mánudag til að forða vandræðum.“
Veður Almannavarnir Samgöngur Tengdar fréttir Gulur verður að appelsínugulum um helgina Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. 7. október 2022 09:22 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Gulur verður að appelsínugulum um helgina Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. 7. október 2022 09:22