„Ótrúlega gaman að spila í Eyjum“ Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 08:31 Hergeir Grímsson heldur til Vestmannaeyja í dag til að spila erfiðan leik gegn ÍBV. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hergeir Grímsson og félagar í hans nýja liði Stjörnunni hafa farið heldur rólega af stað í Olís-deildinni í handbolta og eru með fjögur stig eftir fyrstu fjóra leikina. Þeir eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Fimmta umferð deildarinnar hefst í dag með þremur leikjum en leikurinn í Eyjum er klukkan 18 og svo mætast Grótta og FH, og KA og ÍR, klukkan 19:30. Á morgun mætast Fram og Valur í annað sinn á fimm dögum og umferðinni lýkur á laugardag með leikjum Harðar og Selfoss, og Hauka og Aftureldingar. Hergeir er vanur hörkurimmum gegn Eyjamönnum eftir að hafa spilað með Selfossi allan sinn feril en mætir nú út í Heimaey með bláklæddum Stjörnumönnum. „Það er ótrúlega gaman að spila í Vestmannaeyjum. Ég hlakka mjög mikið til. Það er líka stemning að fara til Eyja, taka bátinn og eyða deginum í þetta,“ sagði Hergeir sem var gestur í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson hló þá og sagði léttur: „Þú ert örugglega eini maðurinn sem finnst það eitthvað geggjað, að fara í bátinn og eyða heilum degi í þetta.“ Ætla að berjast fyrir titli Hergeir segir að Stjörnumenn ætli sér stóra hluti í vetur en til þess þarf liðið að spila betur en það hefur gert í upphafi móts: „Við þurfum bara að halda áfram þessari góðu vörn sem við höfum verið að spila og skerpa aðeins á sóknarleiknum. Það vantar aðeins meiri áræðni í sóknarleikinn og þá held ég að þetta komi. Við ætlum að berjast á toppnum og berjast fyrir titli. Það er ekkert minna en það. En það er mikil vinna framundan og mörg minni markmið sem við þurfum að ná,“ sagði Hergeir en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Handbolti Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
Fimmta umferð deildarinnar hefst í dag með þremur leikjum en leikurinn í Eyjum er klukkan 18 og svo mætast Grótta og FH, og KA og ÍR, klukkan 19:30. Á morgun mætast Fram og Valur í annað sinn á fimm dögum og umferðinni lýkur á laugardag með leikjum Harðar og Selfoss, og Hauka og Aftureldingar. Hergeir er vanur hörkurimmum gegn Eyjamönnum eftir að hafa spilað með Selfossi allan sinn feril en mætir nú út í Heimaey með bláklæddum Stjörnumönnum. „Það er ótrúlega gaman að spila í Vestmannaeyjum. Ég hlakka mjög mikið til. Það er líka stemning að fara til Eyja, taka bátinn og eyða deginum í þetta,“ sagði Hergeir sem var gestur í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson hló þá og sagði léttur: „Þú ert örugglega eini maðurinn sem finnst það eitthvað geggjað, að fara í bátinn og eyða heilum degi í þetta.“ Ætla að berjast fyrir titli Hergeir segir að Stjörnumenn ætli sér stóra hluti í vetur en til þess þarf liðið að spila betur en það hefur gert í upphafi móts: „Við þurfum bara að halda áfram þessari góðu vörn sem við höfum verið að spila og skerpa aðeins á sóknarleiknum. Það vantar aðeins meiri áræðni í sóknarleikinn og þá held ég að þetta komi. Við ætlum að berjast á toppnum og berjast fyrir titli. Það er ekkert minna en það. En það er mikil vinna framundan og mörg minni markmið sem við þurfum að ná,“ sagði Hergeir en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Handbolti Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira