Erlent

Banda­­ríkja­­maður fékk ekki að hitta páfann og trylltist

Bjarki Sigurðsson skrifar
Maðurinn snöggreiddist er hann fékk ekki að hitta páfann.
Maðurinn snöggreiddist er hann fékk ekki að hitta páfann. Getty/Maruizio Brambatti

Bandarískur karlmaður braut tvær styttur er hann ferðaðist til Vatíkansins í gær. Maðurinn krafðist þess að fá að hitta páfann en þegar hann fékk ekki að gera það snöggreiddist hann. Maðurinn er nú í haldi ítölsku lögreglunnar.

Atvikið átti sér stað um hádegisbilið á miðvikudaginn en maðurinn var ekki sáttur með að fá ekki að hitta páfann líkt og hann hafði beðið starfsmenn safnsins í Vatíkan um. Þegar honum var sagt að hann fengi ekki að hitta hann greip hann tvö þúsund ára gamla styttu og grýtti henni í jörðina.

Þá hljóp maðurinn í burtu en við flótta sinn rakst hann í aðra styttu sem féll til jarðar og brotnaði einnig. Samkvæmt CNN er ekki um að ræða frægar styttur en þó eru þær báðar afar gamlar.

Maðurinn var stuttu eftir flótta sinn handtekinn af lögreglunni í Vatíkan og afhentur lögreglunni á Ítalíu. Hann er enn í haldi þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×