Lífið

Loretta Lynn látin

Atli Ísleifsson skrifar
Loretta Lynn varð níræð.
Loretta Lynn varð níræð. AP

Bandaríska kántrísöngkonan Loretta Lynn er látin, níræð að aldri.

Fjölskylda Lynn staðfesta andlátið í samtali við fréttastofu AP. Lynn lést á heimili sínu í Hurricane Mills í Tennessee.

Lynn var ein skærasta stjarna bandarískrar kántrítónlistar og átti smelli á borð við Coal Miner‘s Daughter, You Ain‘t Women Enough (To Take My Man), The Poll, Don't Come Home a Drinkin' (With Lovin' on Your Mind), Rated X og You're Looking at Country.

Lynn ólst upp í fátækt í Appalachia-fjöllum og sótti jafnan innblástur í eigin reynsluheim í textum sínum um ástina og lífið. Hún kom jafnan fram í síðum kjólum, saumaðir út og með gervisteinum.

Lynn og eiginmaður hennar voru gift í nærri fimmtíu ár en hann lést árið 1996. Þau eignuðust saman sex börnog eru barnabörnin nú orðin 21.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×