Einn þekktasti tölvuleikjaspilari heims sýndi loks andlit sitt Bjarki Sigurðsson skrifar 3. október 2022 12:50 Enginn hafði séð Dream áður en hann birti myndbandið í gær. Tölvuleikjaspilarinn Dream er best þekktur fyrir Minecraft-myndbönd sín á YouTube en hann er af mörgum talinn einn sá besti í leiknum í heiminum. Hann hafði aldrei sýnt andlit sitt þar til í gær. Dream er með yfir þrjátíu milljónir áskrifenda á YouTube og er sjöundi vinsælasti tölvuleikjaspilarinn á síðunni. Í heildina hefur hann fengið 2,7 milljarða áhorfa á myndbönd sín. Hann hafði lítinn áhuga á að gera andlit sitt opinbert en margir hafa í gegnum tíðina reynt að komast að því hver maðurinn á bak við YouTube-síðuna væri. Dream sá þó sjálfur um það í gær þegar hann sýndi andlit sitt í fyrsta skiptið. Ástæðan fyrir því að hann ákvað að gera það núna er sú að vinur hans, sem hafði aldrei séð hann áður, var að flytja til hans til Bandaríkjanna frá Bretlandi. Með honum vill hann gera myndbönd í eigin persónu en hingað til hefur Dream einungis gert tölvuleikjamyndbönd. Til þess að byggja upp spennu fyrir því að hann væri að fara að sýna andlit sitt fékk hann vini sína til að birta myndbönd af sér að sjá hann í fyrsta sinn. Marga hafði hann þekkt og talað við á hverjum einasta degi í mörg ár en enginn vissi hvernig hann liti út. #dreamfacereveal it happened pic.twitter.com/vreRiohz57— Addison Rae (@whoisaddison) October 2, 2022 Leikjavísir Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Dream er með yfir þrjátíu milljónir áskrifenda á YouTube og er sjöundi vinsælasti tölvuleikjaspilarinn á síðunni. Í heildina hefur hann fengið 2,7 milljarða áhorfa á myndbönd sín. Hann hafði lítinn áhuga á að gera andlit sitt opinbert en margir hafa í gegnum tíðina reynt að komast að því hver maðurinn á bak við YouTube-síðuna væri. Dream sá þó sjálfur um það í gær þegar hann sýndi andlit sitt í fyrsta skiptið. Ástæðan fyrir því að hann ákvað að gera það núna er sú að vinur hans, sem hafði aldrei séð hann áður, var að flytja til hans til Bandaríkjanna frá Bretlandi. Með honum vill hann gera myndbönd í eigin persónu en hingað til hefur Dream einungis gert tölvuleikjamyndbönd. Til þess að byggja upp spennu fyrir því að hann væri að fara að sýna andlit sitt fékk hann vini sína til að birta myndbönd af sér að sjá hann í fyrsta sinn. Marga hafði hann þekkt og talað við á hverjum einasta degi í mörg ár en enginn vissi hvernig hann liti út. #dreamfacereveal it happened pic.twitter.com/vreRiohz57— Addison Rae (@whoisaddison) October 2, 2022
Leikjavísir Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira