Jón Axel spilaði með Grindavík í gær: Bíður enn tilboða frá Evrópu Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2022 12:30 Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson spilaði með karlaliði Grindavíkur í körfubolta sem vann ÍR 81-80 í æfingaleik í aðdraganda tímabilsins í Subway-deild karla í gærkvöld. Jón Axel hefur verið án liðs í sumar og orðaður við Grindvíkinga, en kveðst þó enn bíða tilboðs frá meginlandi Evrópu. Jón Axel er 25 ára gamall og lék síðast með Crailsheim Merlins í þýsku úrvalsdeildinni í vor. Þar áður var hann á mála hjá Fortitudo Bologna á Ítalíu, hvar hann var frá ágúst í fyrra fram í janúar þegar hann skipti til Þýskalands. Hann hafði þá áður leikið með Skyliners Frankfurt í Þýskalandi leiktíðina 2020 til 2021. Jón Axel var í æfingabúðum Golden State Warriors í Bandaríkjunum í sumar og lék með liðinu í Sumardeild NBA. Síðan þá hefur hann æft með uppeldisfélaginu, Grindavík, sem er samkvæmt heimildum Vísis ólmt að fá hann til liðsins fyrir komandi leiktíð í Subway-deild karla sem hefst á fimmtudagskvöldið. Grindavík sækir þá KR heim í Vesturbæinn. Jón Axel spilaði með Grindavík í síðasta æfingaleik liðsins fyrir mót í gær en segist enn vera að skoða sín mál í samtali við Vísi. „Það er ekkert 100 prósent hjá mér. Ég var bara að skoða hvernig ég fýlaði að vera innan um hópinn en er enn að bíða eftir boði frá Evrópu eins og staðan er í dag,“ sagði Jón Axel við Vísi í dag. Hann segir þá töluverð meiðsli í hópnum hjá Grindavík og að hann hafi viljað viðhalda leikformi og hafi þess vegna spilað leikinn. Sú ákvörðun þurfi ekki að gefa til kynna að hann sé að semja við liðið. Auk möguleika í Evrópu stendur Jóni einnig til boða að spila með varaliðum NBA-liða í hinni svokölluðu G-deild NBA. Samkvæmt frétt mbl.is stendur Jóni til boða að spila fyrir Santa Cruz Warriors, varalið Golden State, auk varaliða Miami Heat, Brooklyn Nets, Milwaukee Bucks og Chicago Bulls. Körfuboltakvöld hitar upp fyrir komandi tímabil í kvöld. Þátturinn er á dagskrá beint eftir leik Breiðabliks og Stjörnunnar í Bestu deild karla. Hann hefst klukkan 21:30 á Stöð 2 Sport. Fyrsta umferð Subway-deildar karla í körfubolta Fimmtudagur 6. október 18:15 Þór Þorlákshöfn - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19:15 KR - Grindavík 19:15 ÍR - Njarðvík 20:15 Valur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 22:00 Tilþrifin (Stöð 2 Sport) Föstudagur 7. október 18:15 Haukar - Höttur (Stöð 2 Sport) 20:15 Keflavík - Tindastóll (Stöð 2 Sport) 22:00 Subway körfuboltakvöld (Stöð 2 Sport) Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Jón Axel er 25 ára gamall og lék síðast með Crailsheim Merlins í þýsku úrvalsdeildinni í vor. Þar áður var hann á mála hjá Fortitudo Bologna á Ítalíu, hvar hann var frá ágúst í fyrra fram í janúar þegar hann skipti til Þýskalands. Hann hafði þá áður leikið með Skyliners Frankfurt í Þýskalandi leiktíðina 2020 til 2021. Jón Axel var í æfingabúðum Golden State Warriors í Bandaríkjunum í sumar og lék með liðinu í Sumardeild NBA. Síðan þá hefur hann æft með uppeldisfélaginu, Grindavík, sem er samkvæmt heimildum Vísis ólmt að fá hann til liðsins fyrir komandi leiktíð í Subway-deild karla sem hefst á fimmtudagskvöldið. Grindavík sækir þá KR heim í Vesturbæinn. Jón Axel spilaði með Grindavík í síðasta æfingaleik liðsins fyrir mót í gær en segist enn vera að skoða sín mál í samtali við Vísi. „Það er ekkert 100 prósent hjá mér. Ég var bara að skoða hvernig ég fýlaði að vera innan um hópinn en er enn að bíða eftir boði frá Evrópu eins og staðan er í dag,“ sagði Jón Axel við Vísi í dag. Hann segir þá töluverð meiðsli í hópnum hjá Grindavík og að hann hafi viljað viðhalda leikformi og hafi þess vegna spilað leikinn. Sú ákvörðun þurfi ekki að gefa til kynna að hann sé að semja við liðið. Auk möguleika í Evrópu stendur Jóni einnig til boða að spila með varaliðum NBA-liða í hinni svokölluðu G-deild NBA. Samkvæmt frétt mbl.is stendur Jóni til boða að spila fyrir Santa Cruz Warriors, varalið Golden State, auk varaliða Miami Heat, Brooklyn Nets, Milwaukee Bucks og Chicago Bulls. Körfuboltakvöld hitar upp fyrir komandi tímabil í kvöld. Þátturinn er á dagskrá beint eftir leik Breiðabliks og Stjörnunnar í Bestu deild karla. Hann hefst klukkan 21:30 á Stöð 2 Sport. Fyrsta umferð Subway-deildar karla í körfubolta Fimmtudagur 6. október 18:15 Þór Þorlákshöfn - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19:15 KR - Grindavík 19:15 ÍR - Njarðvík 20:15 Valur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 22:00 Tilþrifin (Stöð 2 Sport) Föstudagur 7. október 18:15 Haukar - Höttur (Stöð 2 Sport) 20:15 Keflavík - Tindastóll (Stöð 2 Sport) 22:00 Subway körfuboltakvöld (Stöð 2 Sport) Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Fyrsta umferð Subway-deildar karla í körfubolta Fimmtudagur 6. október 18:15 Þór Þorlákshöfn - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19:15 KR - Grindavík 19:15 ÍR - Njarðvík 20:15 Valur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 22:00 Tilþrifin (Stöð 2 Sport) Föstudagur 7. október 18:15 Haukar - Höttur (Stöð 2 Sport) 20:15 Keflavík - Tindastóll (Stöð 2 Sport) 22:00 Subway körfuboltakvöld (Stöð 2 Sport)
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira