Hefur Bjarni Benediktsson ekkert viðskiptavit? Jón Páll Haraldsson skrifar 2. október 2022 13:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, stefnir á að hækka skatt á áfengi í fríhöfninni um rúm 180%. Sem sagt hann ætlar að færa stóra upphæð frá hægri vasa yfir í vinstri vasa. Hækka tekjur af skatti en minnka hagnað fríhafnarinnar (sem er í eigu ríkisins). Hann mun einnig auka tekjur ÍSAVÍA sem er líka í eigu ríkisins, því leiga fríhafnarinnar miðast við veltu, þannig eru vasar ríkisins orðnir þrír. Sem sagt, auknar tekjur ÍSAVÍA og auknar skatttekjur en minni hagnaður fríhafnarinnar. Til hvers? Er Bjarni kannski viljandi að draga úr afkomu fríhafnarinnar til þess að geta selt hana á lágu verði til einkaaðila? Kannski náðu ekki venslamenn hans að kaupa eins mikið í Íslandsbanka eins og þeir vildu. Hvað gætu afleiðingar af rúmlega 180% hækkun á gjöldum fríhafnarinnar haft í för með sér? Þann 30. september áttu 50 flugvélar að lenda á Keflavíkurflugvelli. Gefur okkur sem dæmi að 100 manns í hverri vél, hafi keypt tollfrjálsa skammtinn í brottfararlandi, því þau vita að sama vara í Keflavík er mun dýrari þar. Einfalt reikningsdæmi gæfi okkur þá að hver farþegi hafi ca. 5 kg í handfarangri, sinnum 100 sem eru 500 kg og það síðan sinnum 50 sem yrði 2.500 kg. þennan eina dag í handfarangri. Ef við síðan reiknum það yfir allt árið, þá yrðu þetta 912.500 kg af áfengi sem yrði flutt með flugi í handfarangri til landsins. Hvað ætli það komi til með að kosta flugfélögin í auka eldsneyti? Kostnaður sem þyrfti að færast í miðaverð, sem síðan hefur áhrif á vísitölu og skuldir einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi. Þetta er krónutöludæmið, síðan kemur útblástursdæmi, þar sem við erum nú þegar í mínus varðandi skuldbindingar okkar vegna loftslagsmála. Á sínum tíma óskuðu Loftleiðir eftir því að það yrði komu fríhöfn í Keflavík til að spara eldsneyti við flugtak. Þá var eldsneyti mun ódýrara og mengun var ekki í myndinni. Það má einnig nefna að upphæðin sem Bjarni þykist ætla að hafa í aukatekjur af þessari hækkun á skatti er svipuð og skattgreiðendum landsins er ætlað að styrkja stjórnmálaflokka landsins. Persónulega tel ég að stjórnmálaflokkar eigi að sjá um sig sjálfir en ekki vera á framfæri skattgreiðeinda. Höfundur er vínáhugamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Loftslagsmál Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, stefnir á að hækka skatt á áfengi í fríhöfninni um rúm 180%. Sem sagt hann ætlar að færa stóra upphæð frá hægri vasa yfir í vinstri vasa. Hækka tekjur af skatti en minnka hagnað fríhafnarinnar (sem er í eigu ríkisins). Hann mun einnig auka tekjur ÍSAVÍA sem er líka í eigu ríkisins, því leiga fríhafnarinnar miðast við veltu, þannig eru vasar ríkisins orðnir þrír. Sem sagt, auknar tekjur ÍSAVÍA og auknar skatttekjur en minni hagnaður fríhafnarinnar. Til hvers? Er Bjarni kannski viljandi að draga úr afkomu fríhafnarinnar til þess að geta selt hana á lágu verði til einkaaðila? Kannski náðu ekki venslamenn hans að kaupa eins mikið í Íslandsbanka eins og þeir vildu. Hvað gætu afleiðingar af rúmlega 180% hækkun á gjöldum fríhafnarinnar haft í för með sér? Þann 30. september áttu 50 flugvélar að lenda á Keflavíkurflugvelli. Gefur okkur sem dæmi að 100 manns í hverri vél, hafi keypt tollfrjálsa skammtinn í brottfararlandi, því þau vita að sama vara í Keflavík er mun dýrari þar. Einfalt reikningsdæmi gæfi okkur þá að hver farþegi hafi ca. 5 kg í handfarangri, sinnum 100 sem eru 500 kg og það síðan sinnum 50 sem yrði 2.500 kg. þennan eina dag í handfarangri. Ef við síðan reiknum það yfir allt árið, þá yrðu þetta 912.500 kg af áfengi sem yrði flutt með flugi í handfarangri til landsins. Hvað ætli það komi til með að kosta flugfélögin í auka eldsneyti? Kostnaður sem þyrfti að færast í miðaverð, sem síðan hefur áhrif á vísitölu og skuldir einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi. Þetta er krónutöludæmið, síðan kemur útblástursdæmi, þar sem við erum nú þegar í mínus varðandi skuldbindingar okkar vegna loftslagsmála. Á sínum tíma óskuðu Loftleiðir eftir því að það yrði komu fríhöfn í Keflavík til að spara eldsneyti við flugtak. Þá var eldsneyti mun ódýrara og mengun var ekki í myndinni. Það má einnig nefna að upphæðin sem Bjarni þykist ætla að hafa í aukatekjur af þessari hækkun á skatti er svipuð og skattgreiðendum landsins er ætlað að styrkja stjórnmálaflokka landsins. Persónulega tel ég að stjórnmálaflokkar eigi að sjá um sig sjálfir en ekki vera á framfæri skattgreiðeinda. Höfundur er vínáhugamaður.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun