Leggst illa í handboltafólk að taka út harpixið: „Það bara er ekki handbolti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2022 13:01 Stelpurnar í U18 ára landsliði Íslands prufukeyrðu harpixlausa boltann á HM í sumar og voru ekki hrifnar. Harpix hefur verið nauðsynjabúnaður handboltafólks í áranna raðir, klístrið sem vekur oft upp spurningar þeirra sem þekkja minna til íþróttarinnar. En síðustu ár hefur það verið í umræðunni að hætta notkun harpix og var það meðal annars prófað á HM kvenna undir 18 ára í sumar. Handboltafólk hefur notað harpix svo lengi sem elstu menn muna. Klístrið er notað til að ná betra gripi á boltanum og er handboltafólk almennt hlynnt notkun þess og getur varla hugsað sér að spila handbolta án klístursins. Það virðist þó vera í þróun að útrýma harpixinu, handboltafólki til ama. Forseti Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF), Hassan Moustafa, hefur unnið að því að gera íþróttina harpixlausa. Boltar sem eru sérstaklega hannaðir til þess að þurfa ekki að nota harpix eru nú þegar komnir í umferð. Svava Kristín Grétarsdóttir kíkti á æfingu hjá unglingalandsliði Íslands þar sem stelpurnar sem hafa prófað harpixlausa boltann gátu svarað nokkrum spurningum um hvort lífið án klístursins væri framtíðin í handboltanum. Flestar voru þær sammála því að harpixlausi boltinn væri ekki málið. „Lélegt,“ „ömurlegt,“ „hrikalegt“ og „pirrandi“ voru algengustu orðin þegar stelpurnar voru spurðar út í það fyrsta sem þær hugsuðu um þegar harpixlausi boltinn var nefndur. Þær voru sammála því að handbolti án klístursins væri í raun ekki handbolti og að án þess væru skot og sendingar mun verri. Þrátt fyrir gott gengi stelpnanna á HM í sumar voru þær vissar um að þeim hefði gengið enn betur ef harpixið hefði verið í notkun. Þrátt fyrir þessi ummæli stelpnanna um harpixlausa boltann virtist Svava þó vera hrifin af honum. „Stelpurnar eru ekki hrifnar af harpixlausum bolta, en ég elska þetta. Spurning hvort maður taki skóna af hillunni, hver veit?“ grínaðist Svava í lok innslagsins, en það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hætta notkun harpix Handbolti Tengdar fréttir Klísturslausi boltinn hans Hassans hefur vanist vel eftir brösuga byrjun Klísturslausi boltinn, sem notast er við á HM kvenna átján ára og yngri, hefur vanist ágætlega. Þetta segir annar þjálfara íslenska liðsins sem hefur spilað sérlega vel á mótinu. 5. ágúst 2022 09:00 Klísturslausi boltinn hans Hassans notaður í fyrsta sinn á HM U-18 ára Eitt af helstu baráttumálum hins umdeilda forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, Hassans Moustafa, er að hætt verði að nota harpix. Á HM U-18 ára kvenna í sumar verður í fyrsta sinn keppt með klísturslausan bolta. 21. mars 2022 10:01 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira
Handboltafólk hefur notað harpix svo lengi sem elstu menn muna. Klístrið er notað til að ná betra gripi á boltanum og er handboltafólk almennt hlynnt notkun þess og getur varla hugsað sér að spila handbolta án klístursins. Það virðist þó vera í þróun að útrýma harpixinu, handboltafólki til ama. Forseti Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF), Hassan Moustafa, hefur unnið að því að gera íþróttina harpixlausa. Boltar sem eru sérstaklega hannaðir til þess að þurfa ekki að nota harpix eru nú þegar komnir í umferð. Svava Kristín Grétarsdóttir kíkti á æfingu hjá unglingalandsliði Íslands þar sem stelpurnar sem hafa prófað harpixlausa boltann gátu svarað nokkrum spurningum um hvort lífið án klístursins væri framtíðin í handboltanum. Flestar voru þær sammála því að harpixlausi boltinn væri ekki málið. „Lélegt,“ „ömurlegt,“ „hrikalegt“ og „pirrandi“ voru algengustu orðin þegar stelpurnar voru spurðar út í það fyrsta sem þær hugsuðu um þegar harpixlausi boltinn var nefndur. Þær voru sammála því að handbolti án klístursins væri í raun ekki handbolti og að án þess væru skot og sendingar mun verri. Þrátt fyrir gott gengi stelpnanna á HM í sumar voru þær vissar um að þeim hefði gengið enn betur ef harpixið hefði verið í notkun. Þrátt fyrir þessi ummæli stelpnanna um harpixlausa boltann virtist Svava þó vera hrifin af honum. „Stelpurnar eru ekki hrifnar af harpixlausum bolta, en ég elska þetta. Spurning hvort maður taki skóna af hillunni, hver veit?“ grínaðist Svava í lok innslagsins, en það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hætta notkun harpix
Handbolti Tengdar fréttir Klísturslausi boltinn hans Hassans hefur vanist vel eftir brösuga byrjun Klísturslausi boltinn, sem notast er við á HM kvenna átján ára og yngri, hefur vanist ágætlega. Þetta segir annar þjálfara íslenska liðsins sem hefur spilað sérlega vel á mótinu. 5. ágúst 2022 09:00 Klísturslausi boltinn hans Hassans notaður í fyrsta sinn á HM U-18 ára Eitt af helstu baráttumálum hins umdeilda forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, Hassans Moustafa, er að hætt verði að nota harpix. Á HM U-18 ára kvenna í sumar verður í fyrsta sinn keppt með klísturslausan bolta. 21. mars 2022 10:01 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira
Klísturslausi boltinn hans Hassans hefur vanist vel eftir brösuga byrjun Klísturslausi boltinn, sem notast er við á HM kvenna átján ára og yngri, hefur vanist ágætlega. Þetta segir annar þjálfara íslenska liðsins sem hefur spilað sérlega vel á mótinu. 5. ágúst 2022 09:00
Klísturslausi boltinn hans Hassans notaður í fyrsta sinn á HM U-18 ára Eitt af helstu baráttumálum hins umdeilda forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, Hassans Moustafa, er að hætt verði að nota harpix. Á HM U-18 ára kvenna í sumar verður í fyrsta sinn keppt með klísturslausan bolta. 21. mars 2022 10:01