Fótbolti

Messi og Mbappe sáu um Nice

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gleði í París.
Gleði í París. vísir/Getty

PSG styrkti stöðu sína á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld með torsóttum sigri á Nice.

Lionel Messi kom PSG í forystu eftir tæplega hálftíma leik með marki úr aukaspyrnu þar sem Kasper Schmeichel kom engum vörnum við. 

Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Gaetan Laborde metin fyrir gestina og stefndi lengi í jafntefli.

Allt þar til á 83.mínútu þegar Kylian Mbappe, sem hafði komið inn af bekknum eftir klukkutíma leik, skoraði eftir fyrirgjöf Nordi Mukiele.

Reyndist það sigurmark leiksins og 2-1 sigur PSG staðreynd.

Franska meistaraliðið er enn taplaus eftir fyrstu níu leiki deildarinnar og hefur 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×