Handbolti

Grétar Ari og félagar enn án stiga í Frakklandi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Grétar Ari Guðjónsson og félagar eru enn án stiga í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta.
Grétar Ari Guðjónsson og félagar eru enn án stiga í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Vísir/Bára

Grétar Ari Guðjónsson og félagar hans í Selestat eru enn án stiga í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir sex marka tap gegn Ivry í kvöld, 38-32.

Grétar stóð vaktina í marki Selestat stærstan hluta leiksins í kvöld, en hann átti ekki sinn besta leik. Grétar varði tíu skot í leiknum sem gerir tæplega 23 prósent hlutfallsvörslu.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og staðan var jöfn þegar gengið var til búningsherbergja, .

Heimamenn í Ivry sigu þó fram úr í síðari hálfleik og unnu að lokum nokkuð öruggan sex marka sigur, 38-32.

Grétar og félagar eru því enn án stiga í næst neðsta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar eftir fjórar umferðir, fjórum stigum á eftir Ivry sem hefur unnið tvo af sínum fyrstu fjórum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×