Bleika slaufan – Sýnið lit! Halla Þorvaldsdóttir skrifar 1. október 2022 07:01 Þegar haustlitirnir með bleikum tónum leggjast yfir landið er Bleika slaufan skammt undan. Í rúm 20 ár hefur hlýja, kærleikur og samstaða fylgt Bleiku slaufunni sem smellpassar við árstíðina. Í árslok ársins 2020 voru hér á landi 9.056 konur á lífi sem einhvern tíma hafa fengið krabbamein. Þeim hafði fjölgað um 110% frá aldamótum, árið 2000 voru þær 4.297. Að meðaltali greinist nú 871 kona með krabbamein á ári en um aldamótin voru þær 538. Það jafngildir 61% aukningu. Í Bleiku slaufunni, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins beinum við sjónum að þessum konum. Fimm ára lífshorfur kvenna sem fá krabbamein batna stöðugt og eru með því besta sem gerist. Að batahorfur aukist er auðvitað stórkostlegt. Ekki má hins vegar gleyma þeim fjölda kvenna sem við missum á hverju ári. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð ákveðinna krabbameina, til dæmis brjóstakrabbameina og að lífshorfur hafi gjörbreyst eru krabbamein enn orsök flestra ótímabærra dauðsfalla og leiða fólk alltof oft hratt til dauða. Margar þeirra kvenna sem hafa fengið krabbamein búa við skert lífsgæði, vegna langvarandi aukaverkana eða fylgikvilla. Ásdís Ingólfsdóttir, framhaldsskólakennari og rithöfundur leggur Bleiku slaufunni lið í ár og gefur okkur innsýn í sína reynslu af að hafa tvívegis fengið brjóstakrabbamein, fyrir 15 og 20 árum síðan. Ljóðin hennar eru einstök og þar er að finna flestar tilfinningar, gleði, sorg og von oft með kaldhæðnum undirtóni. Krabbameinsfélagið endurútgefur nú ljóðabók Ásdísar, Ódauðleg brjóst. Allra mikilvægast er að koma í veg fyrir krabbamein. Rannsóknir sýna að 4 af hverjum 10 krabbameinum tengjast lífsstíl og er því hægt að fyrirbyggja. Það er hins vegar auðveldar sagt en gert og gerist ekki af sjálfu sér. Krabbameinsforvarnir eru fyrst og fremst samfélagslegt mál og til þess að árangur náist þurfa ótal aðilar að vinna saman. Með samstilltu átaki stjórnvalda, Krabbameinsfélagsins og fleiri aðila hefur næstum tekist að útrýma tóbaksreykingum. Árangurinn sést meðal annars í því að frá árinu 2015 hefur nýgengi lungnakrabbameins hjá konum lækkað umtalsvert. Í Bleiku slaufunni í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að forvörnum gegn krabbameinum, hvað hægt er að gera til að draga úr áhættu á að fá krabbamein. Krabbameinsfélagið hafði fyrir áratugum síðan frumkvæði að því að hefja skimanir fyrir krabbameinum hjá konum. Á hverju ári verða skimanirnar til þess að bjarga lífi fjölda kvenna. Þau líf gætu verið enn fleiri ef fleiri konur nýttu boð í skimanir. Sérstök áhersla er núna til að hvetja konur til að nýta boð í skimanir. Eftir mikið átak Krabbameinsfélagsins til að auka mætingu kvenna á árunum 2018 og 2019, sem skilaði miklum árangri dró verulega úr mætingu kvenna á árunum 2020 og 2021 vegna Covid og flutnings skimananna frá félaginu til opinberra stofnana. Nú horfir sem betur fer til betri vegar en betur má ef duga skal. Ástæða er til að hvetja stjórnvöld til að flýta því að taka upp nútímalegt kerfi við boð kvenna í skimanir, það myndi örugglega auka þátttökuna. Annað mikilvægt atriði er að krabbameinsskimanir verði gjaldfrjálsar. Misræmi er í að leghálsskimanir kosta 500 krónur hjá Heilsugæslu en fullt gjald fyrir brjóstaskimun er rúmar 5.000 krónur. Konurnar í landinu hvetjum við eindregið til að panta tíma í skimun þegar þær fá boð. Skimun tekur stuttan tíma og þeim mínútum er sannarlega vel varið. Nauðsynlegt er að þó að nefna að reglubundin þátttaka í skimun veitir ekki tryggingu gegn krabbameinum. Krabbameinsfélagið hefur staðið fyrir Bleiku slaufunni frá árinu 2000. Með kaupum á slaufunni og fjölbreyttum stuðningi í rúm 20 ár hefur almenningur og fyrirtæki í landinu gert félaginu kleift að vinna að markmiðum sínum: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta líf þeirra sem fá krabbamein og aðstandenda þeirra. Krabbameinsfélagið heldur ótrautt áfram í sínu starfi – kaupið Bleiku slaufuna og sýnið þannig lit. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Þegar haustlitirnir með bleikum tónum leggjast yfir landið er Bleika slaufan skammt undan. Í rúm 20 ár hefur hlýja, kærleikur og samstaða fylgt Bleiku slaufunni sem smellpassar við árstíðina. Í árslok ársins 2020 voru hér á landi 9.056 konur á lífi sem einhvern tíma hafa fengið krabbamein. Þeim hafði fjölgað um 110% frá aldamótum, árið 2000 voru þær 4.297. Að meðaltali greinist nú 871 kona með krabbamein á ári en um aldamótin voru þær 538. Það jafngildir 61% aukningu. Í Bleiku slaufunni, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins beinum við sjónum að þessum konum. Fimm ára lífshorfur kvenna sem fá krabbamein batna stöðugt og eru með því besta sem gerist. Að batahorfur aukist er auðvitað stórkostlegt. Ekki má hins vegar gleyma þeim fjölda kvenna sem við missum á hverju ári. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð ákveðinna krabbameina, til dæmis brjóstakrabbameina og að lífshorfur hafi gjörbreyst eru krabbamein enn orsök flestra ótímabærra dauðsfalla og leiða fólk alltof oft hratt til dauða. Margar þeirra kvenna sem hafa fengið krabbamein búa við skert lífsgæði, vegna langvarandi aukaverkana eða fylgikvilla. Ásdís Ingólfsdóttir, framhaldsskólakennari og rithöfundur leggur Bleiku slaufunni lið í ár og gefur okkur innsýn í sína reynslu af að hafa tvívegis fengið brjóstakrabbamein, fyrir 15 og 20 árum síðan. Ljóðin hennar eru einstök og þar er að finna flestar tilfinningar, gleði, sorg og von oft með kaldhæðnum undirtóni. Krabbameinsfélagið endurútgefur nú ljóðabók Ásdísar, Ódauðleg brjóst. Allra mikilvægast er að koma í veg fyrir krabbamein. Rannsóknir sýna að 4 af hverjum 10 krabbameinum tengjast lífsstíl og er því hægt að fyrirbyggja. Það er hins vegar auðveldar sagt en gert og gerist ekki af sjálfu sér. Krabbameinsforvarnir eru fyrst og fremst samfélagslegt mál og til þess að árangur náist þurfa ótal aðilar að vinna saman. Með samstilltu átaki stjórnvalda, Krabbameinsfélagsins og fleiri aðila hefur næstum tekist að útrýma tóbaksreykingum. Árangurinn sést meðal annars í því að frá árinu 2015 hefur nýgengi lungnakrabbameins hjá konum lækkað umtalsvert. Í Bleiku slaufunni í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að forvörnum gegn krabbameinum, hvað hægt er að gera til að draga úr áhættu á að fá krabbamein. Krabbameinsfélagið hafði fyrir áratugum síðan frumkvæði að því að hefja skimanir fyrir krabbameinum hjá konum. Á hverju ári verða skimanirnar til þess að bjarga lífi fjölda kvenna. Þau líf gætu verið enn fleiri ef fleiri konur nýttu boð í skimanir. Sérstök áhersla er núna til að hvetja konur til að nýta boð í skimanir. Eftir mikið átak Krabbameinsfélagsins til að auka mætingu kvenna á árunum 2018 og 2019, sem skilaði miklum árangri dró verulega úr mætingu kvenna á árunum 2020 og 2021 vegna Covid og flutnings skimananna frá félaginu til opinberra stofnana. Nú horfir sem betur fer til betri vegar en betur má ef duga skal. Ástæða er til að hvetja stjórnvöld til að flýta því að taka upp nútímalegt kerfi við boð kvenna í skimanir, það myndi örugglega auka þátttökuna. Annað mikilvægt atriði er að krabbameinsskimanir verði gjaldfrjálsar. Misræmi er í að leghálsskimanir kosta 500 krónur hjá Heilsugæslu en fullt gjald fyrir brjóstaskimun er rúmar 5.000 krónur. Konurnar í landinu hvetjum við eindregið til að panta tíma í skimun þegar þær fá boð. Skimun tekur stuttan tíma og þeim mínútum er sannarlega vel varið. Nauðsynlegt er að þó að nefna að reglubundin þátttaka í skimun veitir ekki tryggingu gegn krabbameinum. Krabbameinsfélagið hefur staðið fyrir Bleiku slaufunni frá árinu 2000. Með kaupum á slaufunni og fjölbreyttum stuðningi í rúm 20 ár hefur almenningur og fyrirtæki í landinu gert félaginu kleift að vinna að markmiðum sínum: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta líf þeirra sem fá krabbamein og aðstandenda þeirra. Krabbameinsfélagið heldur ótrautt áfram í sínu starfi – kaupið Bleiku slaufuna og sýnið þannig lit. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun