Bleika slaufan – Sýnið lit! Halla Þorvaldsdóttir skrifar 1. október 2022 07:01 Þegar haustlitirnir með bleikum tónum leggjast yfir landið er Bleika slaufan skammt undan. Í rúm 20 ár hefur hlýja, kærleikur og samstaða fylgt Bleiku slaufunni sem smellpassar við árstíðina. Í árslok ársins 2020 voru hér á landi 9.056 konur á lífi sem einhvern tíma hafa fengið krabbamein. Þeim hafði fjölgað um 110% frá aldamótum, árið 2000 voru þær 4.297. Að meðaltali greinist nú 871 kona með krabbamein á ári en um aldamótin voru þær 538. Það jafngildir 61% aukningu. Í Bleiku slaufunni, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins beinum við sjónum að þessum konum. Fimm ára lífshorfur kvenna sem fá krabbamein batna stöðugt og eru með því besta sem gerist. Að batahorfur aukist er auðvitað stórkostlegt. Ekki má hins vegar gleyma þeim fjölda kvenna sem við missum á hverju ári. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð ákveðinna krabbameina, til dæmis brjóstakrabbameina og að lífshorfur hafi gjörbreyst eru krabbamein enn orsök flestra ótímabærra dauðsfalla og leiða fólk alltof oft hratt til dauða. Margar þeirra kvenna sem hafa fengið krabbamein búa við skert lífsgæði, vegna langvarandi aukaverkana eða fylgikvilla. Ásdís Ingólfsdóttir, framhaldsskólakennari og rithöfundur leggur Bleiku slaufunni lið í ár og gefur okkur innsýn í sína reynslu af að hafa tvívegis fengið brjóstakrabbamein, fyrir 15 og 20 árum síðan. Ljóðin hennar eru einstök og þar er að finna flestar tilfinningar, gleði, sorg og von oft með kaldhæðnum undirtóni. Krabbameinsfélagið endurútgefur nú ljóðabók Ásdísar, Ódauðleg brjóst. Allra mikilvægast er að koma í veg fyrir krabbamein. Rannsóknir sýna að 4 af hverjum 10 krabbameinum tengjast lífsstíl og er því hægt að fyrirbyggja. Það er hins vegar auðveldar sagt en gert og gerist ekki af sjálfu sér. Krabbameinsforvarnir eru fyrst og fremst samfélagslegt mál og til þess að árangur náist þurfa ótal aðilar að vinna saman. Með samstilltu átaki stjórnvalda, Krabbameinsfélagsins og fleiri aðila hefur næstum tekist að útrýma tóbaksreykingum. Árangurinn sést meðal annars í því að frá árinu 2015 hefur nýgengi lungnakrabbameins hjá konum lækkað umtalsvert. Í Bleiku slaufunni í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að forvörnum gegn krabbameinum, hvað hægt er að gera til að draga úr áhættu á að fá krabbamein. Krabbameinsfélagið hafði fyrir áratugum síðan frumkvæði að því að hefja skimanir fyrir krabbameinum hjá konum. Á hverju ári verða skimanirnar til þess að bjarga lífi fjölda kvenna. Þau líf gætu verið enn fleiri ef fleiri konur nýttu boð í skimanir. Sérstök áhersla er núna til að hvetja konur til að nýta boð í skimanir. Eftir mikið átak Krabbameinsfélagsins til að auka mætingu kvenna á árunum 2018 og 2019, sem skilaði miklum árangri dró verulega úr mætingu kvenna á árunum 2020 og 2021 vegna Covid og flutnings skimananna frá félaginu til opinberra stofnana. Nú horfir sem betur fer til betri vegar en betur má ef duga skal. Ástæða er til að hvetja stjórnvöld til að flýta því að taka upp nútímalegt kerfi við boð kvenna í skimanir, það myndi örugglega auka þátttökuna. Annað mikilvægt atriði er að krabbameinsskimanir verði gjaldfrjálsar. Misræmi er í að leghálsskimanir kosta 500 krónur hjá Heilsugæslu en fullt gjald fyrir brjóstaskimun er rúmar 5.000 krónur. Konurnar í landinu hvetjum við eindregið til að panta tíma í skimun þegar þær fá boð. Skimun tekur stuttan tíma og þeim mínútum er sannarlega vel varið. Nauðsynlegt er að þó að nefna að reglubundin þátttaka í skimun veitir ekki tryggingu gegn krabbameinum. Krabbameinsfélagið hefur staðið fyrir Bleiku slaufunni frá árinu 2000. Með kaupum á slaufunni og fjölbreyttum stuðningi í rúm 20 ár hefur almenningur og fyrirtæki í landinu gert félaginu kleift að vinna að markmiðum sínum: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta líf þeirra sem fá krabbamein og aðstandenda þeirra. Krabbameinsfélagið heldur ótrautt áfram í sínu starfi – kaupið Bleiku slaufuna og sýnið þannig lit. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Þegar haustlitirnir með bleikum tónum leggjast yfir landið er Bleika slaufan skammt undan. Í rúm 20 ár hefur hlýja, kærleikur og samstaða fylgt Bleiku slaufunni sem smellpassar við árstíðina. Í árslok ársins 2020 voru hér á landi 9.056 konur á lífi sem einhvern tíma hafa fengið krabbamein. Þeim hafði fjölgað um 110% frá aldamótum, árið 2000 voru þær 4.297. Að meðaltali greinist nú 871 kona með krabbamein á ári en um aldamótin voru þær 538. Það jafngildir 61% aukningu. Í Bleiku slaufunni, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins beinum við sjónum að þessum konum. Fimm ára lífshorfur kvenna sem fá krabbamein batna stöðugt og eru með því besta sem gerist. Að batahorfur aukist er auðvitað stórkostlegt. Ekki má hins vegar gleyma þeim fjölda kvenna sem við missum á hverju ári. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð ákveðinna krabbameina, til dæmis brjóstakrabbameina og að lífshorfur hafi gjörbreyst eru krabbamein enn orsök flestra ótímabærra dauðsfalla og leiða fólk alltof oft hratt til dauða. Margar þeirra kvenna sem hafa fengið krabbamein búa við skert lífsgæði, vegna langvarandi aukaverkana eða fylgikvilla. Ásdís Ingólfsdóttir, framhaldsskólakennari og rithöfundur leggur Bleiku slaufunni lið í ár og gefur okkur innsýn í sína reynslu af að hafa tvívegis fengið brjóstakrabbamein, fyrir 15 og 20 árum síðan. Ljóðin hennar eru einstök og þar er að finna flestar tilfinningar, gleði, sorg og von oft með kaldhæðnum undirtóni. Krabbameinsfélagið endurútgefur nú ljóðabók Ásdísar, Ódauðleg brjóst. Allra mikilvægast er að koma í veg fyrir krabbamein. Rannsóknir sýna að 4 af hverjum 10 krabbameinum tengjast lífsstíl og er því hægt að fyrirbyggja. Það er hins vegar auðveldar sagt en gert og gerist ekki af sjálfu sér. Krabbameinsforvarnir eru fyrst og fremst samfélagslegt mál og til þess að árangur náist þurfa ótal aðilar að vinna saman. Með samstilltu átaki stjórnvalda, Krabbameinsfélagsins og fleiri aðila hefur næstum tekist að útrýma tóbaksreykingum. Árangurinn sést meðal annars í því að frá árinu 2015 hefur nýgengi lungnakrabbameins hjá konum lækkað umtalsvert. Í Bleiku slaufunni í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að forvörnum gegn krabbameinum, hvað hægt er að gera til að draga úr áhættu á að fá krabbamein. Krabbameinsfélagið hafði fyrir áratugum síðan frumkvæði að því að hefja skimanir fyrir krabbameinum hjá konum. Á hverju ári verða skimanirnar til þess að bjarga lífi fjölda kvenna. Þau líf gætu verið enn fleiri ef fleiri konur nýttu boð í skimanir. Sérstök áhersla er núna til að hvetja konur til að nýta boð í skimanir. Eftir mikið átak Krabbameinsfélagsins til að auka mætingu kvenna á árunum 2018 og 2019, sem skilaði miklum árangri dró verulega úr mætingu kvenna á árunum 2020 og 2021 vegna Covid og flutnings skimananna frá félaginu til opinberra stofnana. Nú horfir sem betur fer til betri vegar en betur má ef duga skal. Ástæða er til að hvetja stjórnvöld til að flýta því að taka upp nútímalegt kerfi við boð kvenna í skimanir, það myndi örugglega auka þátttökuna. Annað mikilvægt atriði er að krabbameinsskimanir verði gjaldfrjálsar. Misræmi er í að leghálsskimanir kosta 500 krónur hjá Heilsugæslu en fullt gjald fyrir brjóstaskimun er rúmar 5.000 krónur. Konurnar í landinu hvetjum við eindregið til að panta tíma í skimun þegar þær fá boð. Skimun tekur stuttan tíma og þeim mínútum er sannarlega vel varið. Nauðsynlegt er að þó að nefna að reglubundin þátttaka í skimun veitir ekki tryggingu gegn krabbameinum. Krabbameinsfélagið hefur staðið fyrir Bleiku slaufunni frá árinu 2000. Með kaupum á slaufunni og fjölbreyttum stuðningi í rúm 20 ár hefur almenningur og fyrirtæki í landinu gert félaginu kleift að vinna að markmiðum sínum: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta líf þeirra sem fá krabbamein og aðstandenda þeirra. Krabbameinsfélagið heldur ótrautt áfram í sínu starfi – kaupið Bleiku slaufuna og sýnið þannig lit. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun