Verðbólga á miklu flugi í Hollandi: „Ég fékk áfall, þetta er hræðilegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2022 15:04 Verðbólga er víða á siglingu, sérstaklega í Hollandi. EPA-EFE/SEM VAN DER WAL Verðbólga í Hollandi mælist nú 17,1 prósent og hefur ekki verið hærri þar í landi frá tímum Seinni heimstyrjaldarinnar á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Fjármálaráðherra landsins segir tölurnar vera áfall. Líkt og víða um heim hefur verðbólga verið á flugi í Hollandi undanfari misseri. Um mitt síðasta ár mældist hún í kringum tvö prósent en hefur síðan þá vaxið ört. „Ég fékk áfall, þetta er hræðilegt,“ hefur hollenski miðillinn NOS eftir Sigrid Kaag, fjármálaráðherra Hollands. Bendir hún jafn framt á að ríkisstjórn Hollands hafi nýverið samþykkt aðgerðapakka upp á sautján milljarða evra, seme ætlaður sé að dempa áhrif verðbólgunnar á íbúa Hollands. Hækkandi orkuverð er aðaldrifkraftur verðbólgunnar í Hollandi, líkt og víðar í álfunni. Í Hollandi hefur orkuverð hækkað um 114 prósent á einu ári. This is one of the most unreal charts I have ever posted!#Inflation in the #Netherlands, my home country, has spiked to a surreal 17.1%. pic.twitter.com/FqtLI7HpXd— jeroen blokland (@jsblokland) September 30, 2022 Hagstofa Hollands vinnur nú að því að uppfæra reikniformúluna sem notað er til til að reikna verðbólgu, ekki síst þá hluta hennar sem snúa að orkuverði, í von um að hægt verði að endurspegla betur raunorkuverð. Núverandi formúla byggir á verði nýrra orkusamninga sem metnir séu á grunnverði. Raunin sé hins vegar sú að mörg heimili greiði lægra verð en þetta svokallaða grunnverð. Holland Orkumál Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Líkt og víða um heim hefur verðbólga verið á flugi í Hollandi undanfari misseri. Um mitt síðasta ár mældist hún í kringum tvö prósent en hefur síðan þá vaxið ört. „Ég fékk áfall, þetta er hræðilegt,“ hefur hollenski miðillinn NOS eftir Sigrid Kaag, fjármálaráðherra Hollands. Bendir hún jafn framt á að ríkisstjórn Hollands hafi nýverið samþykkt aðgerðapakka upp á sautján milljarða evra, seme ætlaður sé að dempa áhrif verðbólgunnar á íbúa Hollands. Hækkandi orkuverð er aðaldrifkraftur verðbólgunnar í Hollandi, líkt og víðar í álfunni. Í Hollandi hefur orkuverð hækkað um 114 prósent á einu ári. This is one of the most unreal charts I have ever posted!#Inflation in the #Netherlands, my home country, has spiked to a surreal 17.1%. pic.twitter.com/FqtLI7HpXd— jeroen blokland (@jsblokland) September 30, 2022 Hagstofa Hollands vinnur nú að því að uppfæra reikniformúluna sem notað er til til að reikna verðbólgu, ekki síst þá hluta hennar sem snúa að orkuverði, í von um að hægt verði að endurspegla betur raunorkuverð. Núverandi formúla byggir á verði nýrra orkusamninga sem metnir séu á grunnverði. Raunin sé hins vegar sú að mörg heimili greiði lægra verð en þetta svokallaða grunnverð.
Holland Orkumál Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira