Getur ekki séð að áhætta fylgi rafbyssunotkun lögreglu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. september 2022 13:57 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segist treysta lögreglu til þess að nota rafbyssur af ábyrgð. Hann segir aukna hörku kalla á betri varnir lögregluþjóna. Til skoðunar er að útvega lögreglu rafbyssur og segist Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gera ráð fyrir að það verði í fyrstu nokkurs konar tilraunaverkefni á meðan lögregla „fetar sig inn í þann raunveruleika.“ Hann segir reynslu annarra þjóða til sérstakrar skoðunar og telur ljóst að rafbyssur séu til þess fallnar að draga úr slysum meðal lögreglumanna. „Við sjáum það á útköllum sérsveitarinnar, þar sem vopn koma við sögu, að þeim hefur fjölgað allt of mikið,“ segir Jón. „Við megum aldrei gleyma þvi að lögreglumenn eru bara fólk eins og við, sem eiga sína fjölskyldu, sem vill fá sitt fólk heilt heim. Það hefur verið of mikið um meiðsli hjá lögreglumönnum við störf og menn eru að tapa mörgum vinnustundum. Þetta er skref sem hefur verið talið hógvært en er til þess fallið að styrkja varnir lögreglunnar,“ segir Jón aðspurður um þörfina fyrir rafbyssur. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að styrkja varnir lögregluþjóna.Vísir/Vilhelm Telurðu að einhver áhætta fylgi þessu? „Ég hef nú fengið kynningar á þessu hjá þeim sem betur þekkja til og ég get ekki séð að það fylgi þessu áhætta. Almennt sýna þau gögn sem ég hef séð að reynslan af þessu er mjög góð þar sem þetta hefur verið notað. Þá er ég að vitna til okkar svæðis og lögregluyfirvalda á Norðurlöndum.“ Hefurðu ekki áhyggjur af því að of mikilli hörku verði beitt? „Ég treysti lögreglu alveg til þess að vera með mjög skýrar verklagsreglur um þetta og nú eru menn komnir með búkmyndavélar þar sem er hægt að fá upplýsingar ef ágreiningsmál koma upp. Ég treysti lögreglunni til þess að stíga þetta skref af festu og ábyrgð.“ Jón segir ekki liggja fyrir hvenær rafbyssur verða teknar í notkun. Nokkur kostnaður fylgi kaupunum og eftir eigi að skoða hvernig það passi inn í rekstur lögreglunnar. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
Til skoðunar er að útvega lögreglu rafbyssur og segist Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gera ráð fyrir að það verði í fyrstu nokkurs konar tilraunaverkefni á meðan lögregla „fetar sig inn í þann raunveruleika.“ Hann segir reynslu annarra þjóða til sérstakrar skoðunar og telur ljóst að rafbyssur séu til þess fallnar að draga úr slysum meðal lögreglumanna. „Við sjáum það á útköllum sérsveitarinnar, þar sem vopn koma við sögu, að þeim hefur fjölgað allt of mikið,“ segir Jón. „Við megum aldrei gleyma þvi að lögreglumenn eru bara fólk eins og við, sem eiga sína fjölskyldu, sem vill fá sitt fólk heilt heim. Það hefur verið of mikið um meiðsli hjá lögreglumönnum við störf og menn eru að tapa mörgum vinnustundum. Þetta er skref sem hefur verið talið hógvært en er til þess fallið að styrkja varnir lögreglunnar,“ segir Jón aðspurður um þörfina fyrir rafbyssur. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að styrkja varnir lögregluþjóna.Vísir/Vilhelm Telurðu að einhver áhætta fylgi þessu? „Ég hef nú fengið kynningar á þessu hjá þeim sem betur þekkja til og ég get ekki séð að það fylgi þessu áhætta. Almennt sýna þau gögn sem ég hef séð að reynslan af þessu er mjög góð þar sem þetta hefur verið notað. Þá er ég að vitna til okkar svæðis og lögregluyfirvalda á Norðurlöndum.“ Hefurðu ekki áhyggjur af því að of mikilli hörku verði beitt? „Ég treysti lögreglu alveg til þess að vera með mjög skýrar verklagsreglur um þetta og nú eru menn komnir með búkmyndavélar þar sem er hægt að fá upplýsingar ef ágreiningsmál koma upp. Ég treysti lögreglunni til þess að stíga þetta skref af festu og ábyrgð.“ Jón segir ekki liggja fyrir hvenær rafbyssur verða teknar í notkun. Nokkur kostnaður fylgi kaupunum og eftir eigi að skoða hvernig það passi inn í rekstur lögreglunnar.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira