Illviðrið mögulega ákafara vegna hlýnunar jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2022 12:52 Á Oddeyrinni á Akureyri flæddi sjór yfir götur og inn í hús í lægðinni sem gekk yfir um helgina. Vísir/Tryggvi Páll Mögulegt er að öfgafullt illviðri sem gekk yfir landið um helgina hafi verið ákafara en ella vegna þeirrar hnattrænu hlýnunar sem hefur átt sér stað, að mati veðurfræðings. Leifar af fellibyl sem hafði áhrif á lægðina voru óvenjuöflugar vegna sjávarhlýnunar sem er beintengd hlýnun loftslags. Rafmagnslaust varð frá Blöndu á norðvestanverðu landinu til Hafnar í Hornafirði á Suðausturlandi þegar óvenjukröpp lægð gekk yfir landið á sunnudag. Rauðar og gular viðvaranir voru gefnar út vegna hennar. Tré rifnuðu sums staðar upp með rótum, rúður sprungu og þök rifnuðu af í heilu lagi. Tugir ferðamanna urðu innlyksa á Möðrudalsöræfum og fjöldi bílaleigubíla skemmdist í ofsaveðrinu. Á Akureyri varð sjávarflóð og flæddi yfir götur og inn í hús á Eyrinni. Í pistli á vefsíðunni Bliku veltir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fyrir sér hvort að hnattræn hlýnun hafi valdið veðuröfgunum um helgina. Tengls hlýnunar og vaxandi veðuröfga af ýmsu tagi eru þekkt. Hitabylgjur verða snarpari og tíðari, fellibyljir sæki aukin kraft í hlýrri sjó og aftakaúrkoma tengist auknum raka í lofthjúpnum. Tengsl á milli hvassviðris á norðlægum slóðum og hnattrænnar hlýnunar eru hins vegar meiri óvissu háð. Ekki sé hægt að sjá með óyggjandi hætti neitt sem tengir saman hlýnun við breytta lægðabraut, aukinn styrk lægða eða fleiri djúpar lægðir, sérstaklega að vetrarlagi. „Í sjálfu sér er svo ofboðslega mikill breytileiki frá einum vetri til þess næsta og líka áratugasveifla. Það getur verið, og ekkert ólíklegt, að hlýnunin hafi einhver áhrif en það er þá bara ekki komið fram ennþá út af þessum mikla breytileika,“ segir Einar í samtali við Vísi. Sjórinn tveimur gráðum hlýrri en vanalega Þó að það gæti legið beinast við að ætla að engin tengsl hafi verið á milli óveðursins og hlýnunar af völdum manna segir Einar að við nánari skoðun gæti verið að það hafi verið öflugara vegna hennar. Rekur Einar aðdraganda lægðarinnar í pistli sínum. Fellibylurinn Fíóna, sem olli usla í Karíbahafi í síðustu viku, hafi komið upp að ströndum Nova Scotia á laugardag. Aldrei hefur loftþrýstingur mælst eins lágur í Kanada og þá um helgina, 931 hektópaskal. Fellibylurinn og leifar hans ruddu á undan sér hlýju og röku lofti til norðurs og norðausturs yfir Atlantshafið sem náði til Íslands á laugardag. Hiti mældist þá 24 stig á Dalatang í snarpri vestanátt. Hitabeltisloftið styrkti hæð sem var suður af landinu og jók þannig svonefnda þrýstispennu á milli hennar og lægðarinnar. Auk þess beindi það viðbótarraka í veg fyrir lægðina sem var að myndast norður af landinu. Kraftur Fíónu var óvenjulegur svo norðarlega. Lægðin var ekki farin að missa afl að ráði þegar hún mætti köldu háloftadragi. Ástæðuna segir Einar í pistlinum óvenjuhlýjan sjó. Yfirborðssjór á hafinu úti fyrir austurströnd Bandaríkjanna hafi verð tveimur stigum heitari í sumar en að meðaltali og stundum enn hlýrri. „Mjög hlýr sjór hefur því verið útbreiddarai og náð norðar en í venjulegu árferði. Þessi sjávarhlýnun er beintengd loftslagshlýnun,“ skrifar Einar. Mögulega ákafara en hefði orðið áður fyrr Niðurstaða Einars er að þó að lægðin sem olli óviðrinu á Íslandi hafi verið tilviljanakenndur viðburður þá kunni hún mögulega að hafa verið dýpri og krappari en hún hefði annars orðið vegna hlýnunar jarðar. Fellibylurinn hafi verið lengur yfir hlýjum sjó og því öflugri en áður. Þess vegna hafi hann rutt meira hitabeltislofti hingað norður eftir en annars hefði verið. „Réttara væri því að segja að öfgafullt illviðri helgarinnar hafi mögulega verið ákafara en hefði orðið hér áður fyrr við svipaða atburðarás vegna hlýnunar jarðar,“ skrifar veðurfræðingurinn. Veður Loftslagsmál Náttúruhamfarir Óveður 25. september 2022 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Rafmagnslaust varð frá Blöndu á norðvestanverðu landinu til Hafnar í Hornafirði á Suðausturlandi þegar óvenjukröpp lægð gekk yfir landið á sunnudag. Rauðar og gular viðvaranir voru gefnar út vegna hennar. Tré rifnuðu sums staðar upp með rótum, rúður sprungu og þök rifnuðu af í heilu lagi. Tugir ferðamanna urðu innlyksa á Möðrudalsöræfum og fjöldi bílaleigubíla skemmdist í ofsaveðrinu. Á Akureyri varð sjávarflóð og flæddi yfir götur og inn í hús á Eyrinni. Í pistli á vefsíðunni Bliku veltir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fyrir sér hvort að hnattræn hlýnun hafi valdið veðuröfgunum um helgina. Tengls hlýnunar og vaxandi veðuröfga af ýmsu tagi eru þekkt. Hitabylgjur verða snarpari og tíðari, fellibyljir sæki aukin kraft í hlýrri sjó og aftakaúrkoma tengist auknum raka í lofthjúpnum. Tengsl á milli hvassviðris á norðlægum slóðum og hnattrænnar hlýnunar eru hins vegar meiri óvissu háð. Ekki sé hægt að sjá með óyggjandi hætti neitt sem tengir saman hlýnun við breytta lægðabraut, aukinn styrk lægða eða fleiri djúpar lægðir, sérstaklega að vetrarlagi. „Í sjálfu sér er svo ofboðslega mikill breytileiki frá einum vetri til þess næsta og líka áratugasveifla. Það getur verið, og ekkert ólíklegt, að hlýnunin hafi einhver áhrif en það er þá bara ekki komið fram ennþá út af þessum mikla breytileika,“ segir Einar í samtali við Vísi. Sjórinn tveimur gráðum hlýrri en vanalega Þó að það gæti legið beinast við að ætla að engin tengsl hafi verið á milli óveðursins og hlýnunar af völdum manna segir Einar að við nánari skoðun gæti verið að það hafi verið öflugara vegna hennar. Rekur Einar aðdraganda lægðarinnar í pistli sínum. Fellibylurinn Fíóna, sem olli usla í Karíbahafi í síðustu viku, hafi komið upp að ströndum Nova Scotia á laugardag. Aldrei hefur loftþrýstingur mælst eins lágur í Kanada og þá um helgina, 931 hektópaskal. Fellibylurinn og leifar hans ruddu á undan sér hlýju og röku lofti til norðurs og norðausturs yfir Atlantshafið sem náði til Íslands á laugardag. Hiti mældist þá 24 stig á Dalatang í snarpri vestanátt. Hitabeltisloftið styrkti hæð sem var suður af landinu og jók þannig svonefnda þrýstispennu á milli hennar og lægðarinnar. Auk þess beindi það viðbótarraka í veg fyrir lægðina sem var að myndast norður af landinu. Kraftur Fíónu var óvenjulegur svo norðarlega. Lægðin var ekki farin að missa afl að ráði þegar hún mætti köldu háloftadragi. Ástæðuna segir Einar í pistlinum óvenjuhlýjan sjó. Yfirborðssjór á hafinu úti fyrir austurströnd Bandaríkjanna hafi verð tveimur stigum heitari í sumar en að meðaltali og stundum enn hlýrri. „Mjög hlýr sjór hefur því verið útbreiddarai og náð norðar en í venjulegu árferði. Þessi sjávarhlýnun er beintengd loftslagshlýnun,“ skrifar Einar. Mögulega ákafara en hefði orðið áður fyrr Niðurstaða Einars er að þó að lægðin sem olli óviðrinu á Íslandi hafi verið tilviljanakenndur viðburður þá kunni hún mögulega að hafa verið dýpri og krappari en hún hefði annars orðið vegna hlýnunar jarðar. Fellibylurinn hafi verið lengur yfir hlýjum sjó og því öflugri en áður. Þess vegna hafi hann rutt meira hitabeltislofti hingað norður eftir en annars hefði verið. „Réttara væri því að segja að öfgafullt illviðri helgarinnar hafi mögulega verið ákafara en hefði orðið hér áður fyrr við svipaða atburðarás vegna hlýnunar jarðar,“ skrifar veðurfræðingurinn.
Veður Loftslagsmál Náttúruhamfarir Óveður 25. september 2022 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira