Bjarki „grýtti“ dóttur sinni í djúpu laugina í ungverskum skóla Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2022 14:00 Bjarki Már Elísson er byrjaður að raða inn mörkum fyrir Veszprém eins og hann hefur gert fyrir íslenska landsliðið og Lemgo síðustu ár. EPA/Tamas Kovacs „Það er biluð pressa hérna en þegar það gengur vel er allt æðislegt. Við höfum ekki tapað leik síðan að ég kom en þeir tala um það að það fari allt til fjandans ef við töpum einum leik eða gerum jafntefli,“ segir Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, eftir fyrstu mánuðina sem leikmaður ungverska stórveldisins Veszprém. Bjarki er í viðtali í nýjasta hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Bjarki og fjölskylda hans eru að læra á lífið í Ungverjalandi eftir að hafa flutt þangað í lok júlí, og eru búin að koma sér vel fyrir núna eftir að Bjarki þurfti að stinga af með liðsfélögunum til að undirbúa sig fyrir keppnistímabilið. „Ég byrjaði á að fara í burtu í níu daga og skilja fjölskylduna eina eftir. Við vanmátum það aðeins. En við erum búin að koma okkur ágætlega fyrir og erum bara sátt það sem af er,“ segir Bjarki en álagið hefur kannski mest verið á unga dóttur hans sem þarf að vera fljót að læra ungverskuna. „Eftir fyrsta daginn ræddum við alveg hvort að þær færu bara heim“ „Við erum búin að koma okkur vel fyrir í bænum og dóttir mín er komin í ungverskan skóla, reyndar með áherslu á þýsku. Við grýttum henni algjörlega út í djúpu laugina og hún er að standa sig frábærlega. Það er lyginni líkast hvað það gengur vel. Ef að börnin eru sátt þá auðveldar það manni lífið. Við erum mjög ánægð, alla vega hingað til. Það hjálpar henni að hún er fædd og uppalin í Þýskalandi og kennarinn er þýskur. Þetta er svona þýsk „grúppa“ og þau læra þýsku einu sinni á dag. En þetta eru ótrúlega erfiðar aðstæður og eftir fyrsta daginn ræddum við alveg hvort að þær [mæðgurnar] færu bara heim [til Íslands], ef þetta gengi illa. En þetta hefur gengið frábærlega. Það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Bjarki. Örugglega engu breytt þó að Aron hefði sagt að allt væri ömurlegt Bjarki kom til Veszprém eftir að hafa verið algjör lykilmaður hjá Lemgo og meðal markahæstu manna í þýsku 1. deildinni síðustu ár, og markakóngur árið 2020. „Ég ætlaði mér að komast í einhvern svona klúbb. Þetta var stefnan. Mig langaði að breyta til frá Þýskalandi og komast í stærri klúbb en Lemgo, og spila í Meistaradeildinni og svona. Ég gat valið um nokkur lið svipuð Lemgo í Þýskalandi, eða verið þar áfram, en þetta blessaðist,“ segir Bjarki sem fetar í fótspor félaga síns Arons Pálmarssonar með því að spila fyrir Veszprém: „Ég talaði aðeins við hann. Ég held að þjálfarinn hjá Veszprém hafi líka hringt í hann og spurt út í mig. Aron bar Veszprém söguna vel og talaði mjög vel um allt í kringum klúbbinn. Það sannfærði mig enn frekar en það hefði örugglega samt engu breytt þó að hann hefði sagt að allt væri ömurlegt hérna,“ segir Bjarki léttur. Handbolti Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Bjarki er í viðtali í nýjasta hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Bjarki og fjölskylda hans eru að læra á lífið í Ungverjalandi eftir að hafa flutt þangað í lok júlí, og eru búin að koma sér vel fyrir núna eftir að Bjarki þurfti að stinga af með liðsfélögunum til að undirbúa sig fyrir keppnistímabilið. „Ég byrjaði á að fara í burtu í níu daga og skilja fjölskylduna eina eftir. Við vanmátum það aðeins. En við erum búin að koma okkur ágætlega fyrir og erum bara sátt það sem af er,“ segir Bjarki en álagið hefur kannski mest verið á unga dóttur hans sem þarf að vera fljót að læra ungverskuna. „Eftir fyrsta daginn ræddum við alveg hvort að þær færu bara heim“ „Við erum búin að koma okkur vel fyrir í bænum og dóttir mín er komin í ungverskan skóla, reyndar með áherslu á þýsku. Við grýttum henni algjörlega út í djúpu laugina og hún er að standa sig frábærlega. Það er lyginni líkast hvað það gengur vel. Ef að börnin eru sátt þá auðveldar það manni lífið. Við erum mjög ánægð, alla vega hingað til. Það hjálpar henni að hún er fædd og uppalin í Þýskalandi og kennarinn er þýskur. Þetta er svona þýsk „grúppa“ og þau læra þýsku einu sinni á dag. En þetta eru ótrúlega erfiðar aðstæður og eftir fyrsta daginn ræddum við alveg hvort að þær [mæðgurnar] færu bara heim [til Íslands], ef þetta gengi illa. En þetta hefur gengið frábærlega. Það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Bjarki. Örugglega engu breytt þó að Aron hefði sagt að allt væri ömurlegt Bjarki kom til Veszprém eftir að hafa verið algjör lykilmaður hjá Lemgo og meðal markahæstu manna í þýsku 1. deildinni síðustu ár, og markakóngur árið 2020. „Ég ætlaði mér að komast í einhvern svona klúbb. Þetta var stefnan. Mig langaði að breyta til frá Þýskalandi og komast í stærri klúbb en Lemgo, og spila í Meistaradeildinni og svona. Ég gat valið um nokkur lið svipuð Lemgo í Þýskalandi, eða verið þar áfram, en þetta blessaðist,“ segir Bjarki sem fetar í fótspor félaga síns Arons Pálmarssonar með því að spila fyrir Veszprém: „Ég talaði aðeins við hann. Ég held að þjálfarinn hjá Veszprém hafi líka hringt í hann og spurt út í mig. Aron bar Veszprém söguna vel og talaði mjög vel um allt í kringum klúbbinn. Það sannfærði mig enn frekar en það hefði örugglega samt engu breytt þó að hann hefði sagt að allt væri ömurlegt hérna,“ segir Bjarki léttur.
Handbolti Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða