Lífið

Mætti óvænt og fagnaði nýju línunni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Cara Delevingne mætti ekki á eigin viðburð á tískuvikunni í New York.
Cara Delevingne mætti ekki á eigin viðburð á tískuvikunni í New York. Getty/Anthony Ghnassia

Fyrirsætan Cara Delevingne mætti á tískuvikuna í París í gær þar sem línunni Cara Loves Carl var fagnað. Óvissa var með hvort hún myndi mæta á viðburðinn, en hún lét ekki sjá sig í partýinu sem var haldið þegar línan fór í sölu fyrr í mánuðinum.

Cara Loves Karl línan var kynnt á tískuvikunni í New York í byrjun september. Þar sem línan var sett í sölu til heiðurs Karl Lagerfeld heitins vakti fjarvera hennar á eigin viðburði mikla athygli. Leikkonan Margot Robbie, vinkona Cöru, sást þá koma grátandi út af heimili fyrirsætunnar sama dag. 

Cara mætti á tískuvikuna í París í gær klædd í svartan jakka úr línunni. Um hálsinn og mittið var hún svo með belti merkt Karl Lagerfeld. 

Cara Delevingne í París.Getty/Stephane Cardinale - Corbis/Corbis

Líkt og fjallað hefur verið um hér á Vísi hafa vinir og ættingjar fyrirsætunnar haft miklar áhyggjur af heilsu hennar. Myndir og myndbönd af henni fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem hún virðist í miklu uppnámi

Þrátt fyrir að Cara hafi forðast sviðsljósið undanfarið hefur hún þó kynnt línuna á samfélagsmiðlum. 


Tengdar fréttir

Vinir Cöru Delevingne hafa miklar áhyggjur af heilsu hennar

Heilsa fyrirsætunnar Cöru Delevingne hefur verið mikið í umræðunni vestanhafs og virðast vinir hennar hafa miklar áhyggjur. Leikkonan Margot Robbie sást meðal annars koma grátandi út af heimili Cöru sama dag og fyrirsætan átti að vera á viðburði sem hún mætti ekki á. 

Karl Lagerfeld látinn

Hinn heimsþekkti tískuhönnuður Karl Lagerfeld er látinn, 85 ára aldri. Frá þessu er greint á vef BBC og vitnað í franska fjölmiðla sem segja frá andláti hönnuðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.