„Meira þarf til en textabreytingu í stuðningslagi til að bæta stöðu kvenna hjá KR“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. september 2022 14:00 Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna funda með stjórn KR á næstu dögum. Vísir/Hulda Margrét Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna mikillar umræðu í kringum kvennalið KR síðustu daga. Samtökin verða í samskiptum við stjórn félagsins sem og Alvotech, meginstyrktaraðila félagsins. Mikil umræða spratt fram um skertan hag kvennaleikmanna í KR samanborið við karla í félaginu eftir að engar sjúkrabörur voru til taks í leik KR og Selfoss þann 18. september. Hannah Tillett, leikmaður KR, meiddist illa og lá sárþjáð á vellinum í fleiri mínútur áður en liðsfélagar hennar báru hana af velli. Í viðtali við Vísi eftir þann leik sagði Christopher Harrington, annar þjálfara KR, að félagið yrði að sýna leikmönnum kvennaliðsins virðingu og þá myndi það skila sér á vellinum. Fyrirliði liðsins, Rebekka Sverrisdóttir, sagði margt ábótavant í umgjörð kvennaliðsins eftir leik og kenndi um skorti á vilja og metnaði. Páll Kristjánsson, formaður félagsins, svaraði þá fyrir málið þar sem hann kenndi um slökum árangri karla- og kvennaliðs KR í sumar og skorts á sjálfboðaliðum til að ganga í þau störf sem þurfi að fylla í kringum leiki liðsins. Hafa óskað eftir formlegum fundi með stjórn KR Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna voru endurvakin fyrir yfirstandandi tímabil en samtökin hafa verið með mál KR til meðferðar frá því að umræðan fór af stað. Lilja Dögg Valþórsdóttir, sem er varamaður í stjórn samtakanna, greindi þá frá því í Bestu mörkunum í síðustu viku að þónokkrar tilkynningar hefðu borist vegna KR til samtakanna í sumar. Anna Þorsteinsdóttir er formaður samtakanna.Vatnajökulsþjóðgarður Anna Þorsteinsdóttir, forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna, birti færslu í Facebook-hópi samtakanna í vikunni þar sem greint er frá því að samtökin muni funda með KR á næstu dögum vegna málsins, sem og aðalstyrktaraðila félagsins, Alvotech. „Við höfum meðal annars fylgst vel með fréttaflutningi og umræðu af stöðu knattspyrnukvenna hjá KR. Í upphafi sumars áttum við samtöl við fulltrúa KR en í ljósi umræðunnar seinustu daga hefur stjórn HKK nú óskað formlega eftir fundi með stjórn KR,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir í yfirlýsingu hennar að samtökin hafi verið í samstarfi við Alvotech þegar fyrirtækið stóð að nýju stuðningsmannalagi félagsins þar sem kynbundnum orðum var breytt. Lag Bubba Morthens, Allir sem einn, er því nú Öll sem eitt. Slíkt dugi hins vegar skammt þegar vandamálin virðast eins stór og umræða síðustu viku bendi til. „Hins vegar þurfti stjórn að tilkynna Alvotech að í ljósi vísbendinga um bága stöðu knattspyrnukvenna hjá KR teldum við að meira þyrfi til en textabreytingu í stuðningslagi til að bæta stöðu kvenna hjá KR,“ segir í yfirlýsingunni. Taka við ábendingum til að stuðla að breytingum Eitt af meginmarkmiðum samtakanna er að auka jafnrétti innan knattspyrnuhreyfingarinnar og hafa samtökin því kallað eftir frekari gögnum til að sinna þeirri vinnu. Það sé snúið og því hafa samtökin kallað eftir því að almenningur sendi inn tilkynningar um það sem betur megi fara. „Við höfum hins vegar einnig fundið fyrir því að verkefnið er viðamikið og nauðsynlegt að safna gögnum og greina vandann til að geta tekist á við hann. Til að byrja þá vinnu formlega hefur stjórn búið til rafrænt eyðublað þar sem öllum gefst tækifæri til að koma með ábendingar til samtakanna,“ segir í yfirlýsingunni. Hér má nálgast rafrænt eyðublað samtakanna og koma að tilkynningu. KR Besta deild kvenna Jafnréttismál Tengdar fréttir Kvennalið KR hafi ekki getað æft því karlaliðið var erlendis Kvennalið KR var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Þar kom fram að liðið hafi ekki getað æft á meðan karlalið félagsins var erlendis í keppnisferð. Allir með lyklavöld að KR-heimilinu hafi verið ytra með körlunum. 20. september 2022 10:32 Fráfarandi þjálfari KR axlar ábyrgð „fyrst það er lítið um það“ Arnar Páll Garðarsson, sem þjálfaði fallið kvennalið KR í sumar en mun ljúka störfum í lok tímabils, segist eiga sinn þátt í því að börurnar voru ekki mannaðar í umtöluðum leik KR og Selfoss í Bestu deild kvenna á sunnudag. 20. september 2022 07:30 Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. 19. september 2022 11:31 Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Mikil umræða spratt fram um skertan hag kvennaleikmanna í KR samanborið við karla í félaginu eftir að engar sjúkrabörur voru til taks í leik KR og Selfoss þann 18. september. Hannah Tillett, leikmaður KR, meiddist illa og lá sárþjáð á vellinum í fleiri mínútur áður en liðsfélagar hennar báru hana af velli. Í viðtali við Vísi eftir þann leik sagði Christopher Harrington, annar þjálfara KR, að félagið yrði að sýna leikmönnum kvennaliðsins virðingu og þá myndi það skila sér á vellinum. Fyrirliði liðsins, Rebekka Sverrisdóttir, sagði margt ábótavant í umgjörð kvennaliðsins eftir leik og kenndi um skorti á vilja og metnaði. Páll Kristjánsson, formaður félagsins, svaraði þá fyrir málið þar sem hann kenndi um slökum árangri karla- og kvennaliðs KR í sumar og skorts á sjálfboðaliðum til að ganga í þau störf sem þurfi að fylla í kringum leiki liðsins. Hafa óskað eftir formlegum fundi með stjórn KR Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna voru endurvakin fyrir yfirstandandi tímabil en samtökin hafa verið með mál KR til meðferðar frá því að umræðan fór af stað. Lilja Dögg Valþórsdóttir, sem er varamaður í stjórn samtakanna, greindi þá frá því í Bestu mörkunum í síðustu viku að þónokkrar tilkynningar hefðu borist vegna KR til samtakanna í sumar. Anna Þorsteinsdóttir er formaður samtakanna.Vatnajökulsþjóðgarður Anna Þorsteinsdóttir, forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna, birti færslu í Facebook-hópi samtakanna í vikunni þar sem greint er frá því að samtökin muni funda með KR á næstu dögum vegna málsins, sem og aðalstyrktaraðila félagsins, Alvotech. „Við höfum meðal annars fylgst vel með fréttaflutningi og umræðu af stöðu knattspyrnukvenna hjá KR. Í upphafi sumars áttum við samtöl við fulltrúa KR en í ljósi umræðunnar seinustu daga hefur stjórn HKK nú óskað formlega eftir fundi með stjórn KR,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir í yfirlýsingu hennar að samtökin hafi verið í samstarfi við Alvotech þegar fyrirtækið stóð að nýju stuðningsmannalagi félagsins þar sem kynbundnum orðum var breytt. Lag Bubba Morthens, Allir sem einn, er því nú Öll sem eitt. Slíkt dugi hins vegar skammt þegar vandamálin virðast eins stór og umræða síðustu viku bendi til. „Hins vegar þurfti stjórn að tilkynna Alvotech að í ljósi vísbendinga um bága stöðu knattspyrnukvenna hjá KR teldum við að meira þyrfi til en textabreytingu í stuðningslagi til að bæta stöðu kvenna hjá KR,“ segir í yfirlýsingunni. Taka við ábendingum til að stuðla að breytingum Eitt af meginmarkmiðum samtakanna er að auka jafnrétti innan knattspyrnuhreyfingarinnar og hafa samtökin því kallað eftir frekari gögnum til að sinna þeirri vinnu. Það sé snúið og því hafa samtökin kallað eftir því að almenningur sendi inn tilkynningar um það sem betur megi fara. „Við höfum hins vegar einnig fundið fyrir því að verkefnið er viðamikið og nauðsynlegt að safna gögnum og greina vandann til að geta tekist á við hann. Til að byrja þá vinnu formlega hefur stjórn búið til rafrænt eyðublað þar sem öllum gefst tækifæri til að koma með ábendingar til samtakanna,“ segir í yfirlýsingunni. Hér má nálgast rafrænt eyðublað samtakanna og koma að tilkynningu.
KR Besta deild kvenna Jafnréttismál Tengdar fréttir Kvennalið KR hafi ekki getað æft því karlaliðið var erlendis Kvennalið KR var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Þar kom fram að liðið hafi ekki getað æft á meðan karlalið félagsins var erlendis í keppnisferð. Allir með lyklavöld að KR-heimilinu hafi verið ytra með körlunum. 20. september 2022 10:32 Fráfarandi þjálfari KR axlar ábyrgð „fyrst það er lítið um það“ Arnar Páll Garðarsson, sem þjálfaði fallið kvennalið KR í sumar en mun ljúka störfum í lok tímabils, segist eiga sinn þátt í því að börurnar voru ekki mannaðar í umtöluðum leik KR og Selfoss í Bestu deild kvenna á sunnudag. 20. september 2022 07:30 Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. 19. september 2022 11:31 Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Kvennalið KR hafi ekki getað æft því karlaliðið var erlendis Kvennalið KR var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Þar kom fram að liðið hafi ekki getað æft á meðan karlalið félagsins var erlendis í keppnisferð. Allir með lyklavöld að KR-heimilinu hafi verið ytra með körlunum. 20. september 2022 10:32
Fráfarandi þjálfari KR axlar ábyrgð „fyrst það er lítið um það“ Arnar Páll Garðarsson, sem þjálfaði fallið kvennalið KR í sumar en mun ljúka störfum í lok tímabils, segist eiga sinn þátt í því að börurnar voru ekki mannaðar í umtöluðum leik KR og Selfoss í Bestu deild kvenna á sunnudag. 20. september 2022 07:30
Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. 19. september 2022 11:31
Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti