Bíða enn af sér vonskuveður á Austurlandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2022 13:11 Aldan skellur á grjótgarðana á Borgarfirði eystra á háflóði í hádeginu í dag. Helga Björg Eiríksdóttir Lítið sem ekkert ferðaveður er á Austurlandi og ekki gert ráð fyrir að um hægist fyrr en líður á daginn. Lokanir vega frá í gær standa enn frá Fáskrúðsfirði til suðurs að Skaftafelli, á Fagradal og Fjarðarheiði. Lítið sem ekkert ferðaveður er um Möðrudalsöræfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að áhyggjur hafi verið í gærkvöldi af áhlaðanda úti fyrir Borgarfirði eystra. Aðstæður hafi verið svipaðar þeim sem uppi voru í janúar 2021 og ullu skemmdum á bátum í höfn og húsum. „Talsverður viðbúnaður var af þeim sökum á Borgarfirði í gær. Aðgerðir gengu vel og lítið sem ekkert tjón að því er virðist í höfninni eða annarsstaðar,“ segir í tilkynningunni. Nokkrar hjálparbeiðnir til björgunarsveita hafi borist með morgninum vegna foks á Reyðarfirði, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Veður sé því enn slæmt á fjörðunum og full ástæða til að fara varlega. Telja má líklegt að hörðustu sjósundskappar á Borgarfirði eystra sleppi úr einum degi í dag.Helga Björg Eiríksdóttir „Sveitarfélögin Múlaþing og Fjarðabyggð munu hefja hreinsunar- og viðgerðarstarf um leið og veður leyfir. Talsvert verk bíður sveitarfélaganna við það verk sem og fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem hafa mátt þola tjón vegna óveðursins,“ segir í tilkynningu lögreglu. Lögreglan hvetur til áframhaldandi varkárni vegna veðurs og um leið þakkar íbúum fjórðungsins fyrir þann góða viðbúnað sem sýnilega hafi verið viðhafður í aðdraganda þess þar sem lausamunir voru tryggðir eins og hægt var og ferðalögum frestað. „Það létti á viðbragðsaðilum og má fullyrða að hafi komið í veg fyrir frekara tjón og jafnvel slys.“ Múlaþing Veður Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Bíða eftir nýjum bílum fyrir strandaglópana Rúmlega sjötíu ferðamenn sem fengu skjól hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal bíða þess nú að fá nýja bíla senda frá bílaleigum sínum. Vertinn í Fjalladýrð segir fjöldann allan af bílum á svæðinu með ekki einni heilli rúðu. 26. september 2022 10:21 Röð óheppilegra atvika leiddi til rafmagnsleysis á hálfu landinu Gríðarlegt eignatjón varð í fyrstu haustlægð þessa árs sérstaklega austanlands þar sem veðrið var verst. Tré rifnuðu upp með rótum, rúður sprungu og heilu þökin fuku af. Þá varð rafmagnslaust á hálfu landinu eftir röð óheppilegra atvika. 26. september 2022 11:54 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að áhyggjur hafi verið í gærkvöldi af áhlaðanda úti fyrir Borgarfirði eystra. Aðstæður hafi verið svipaðar þeim sem uppi voru í janúar 2021 og ullu skemmdum á bátum í höfn og húsum. „Talsverður viðbúnaður var af þeim sökum á Borgarfirði í gær. Aðgerðir gengu vel og lítið sem ekkert tjón að því er virðist í höfninni eða annarsstaðar,“ segir í tilkynningunni. Nokkrar hjálparbeiðnir til björgunarsveita hafi borist með morgninum vegna foks á Reyðarfirði, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Veður sé því enn slæmt á fjörðunum og full ástæða til að fara varlega. Telja má líklegt að hörðustu sjósundskappar á Borgarfirði eystra sleppi úr einum degi í dag.Helga Björg Eiríksdóttir „Sveitarfélögin Múlaþing og Fjarðabyggð munu hefja hreinsunar- og viðgerðarstarf um leið og veður leyfir. Talsvert verk bíður sveitarfélaganna við það verk sem og fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem hafa mátt þola tjón vegna óveðursins,“ segir í tilkynningu lögreglu. Lögreglan hvetur til áframhaldandi varkárni vegna veðurs og um leið þakkar íbúum fjórðungsins fyrir þann góða viðbúnað sem sýnilega hafi verið viðhafður í aðdraganda þess þar sem lausamunir voru tryggðir eins og hægt var og ferðalögum frestað. „Það létti á viðbragðsaðilum og má fullyrða að hafi komið í veg fyrir frekara tjón og jafnvel slys.“
Múlaþing Veður Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Bíða eftir nýjum bílum fyrir strandaglópana Rúmlega sjötíu ferðamenn sem fengu skjól hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal bíða þess nú að fá nýja bíla senda frá bílaleigum sínum. Vertinn í Fjalladýrð segir fjöldann allan af bílum á svæðinu með ekki einni heilli rúðu. 26. september 2022 10:21 Röð óheppilegra atvika leiddi til rafmagnsleysis á hálfu landinu Gríðarlegt eignatjón varð í fyrstu haustlægð þessa árs sérstaklega austanlands þar sem veðrið var verst. Tré rifnuðu upp með rótum, rúður sprungu og heilu þökin fuku af. Þá varð rafmagnslaust á hálfu landinu eftir röð óheppilegra atvika. 26. september 2022 11:54 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Bíða eftir nýjum bílum fyrir strandaglópana Rúmlega sjötíu ferðamenn sem fengu skjól hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal bíða þess nú að fá nýja bíla senda frá bílaleigum sínum. Vertinn í Fjalladýrð segir fjöldann allan af bílum á svæðinu með ekki einni heilli rúðu. 26. september 2022 10:21
Röð óheppilegra atvika leiddi til rafmagnsleysis á hálfu landinu Gríðarlegt eignatjón varð í fyrstu haustlægð þessa árs sérstaklega austanlands þar sem veðrið var verst. Tré rifnuðu upp með rótum, rúður sprungu og heilu þökin fuku af. Þá varð rafmagnslaust á hálfu landinu eftir röð óheppilegra atvika. 26. september 2022 11:54