Bíða eftir nýjum bílum fyrir strandaglópana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2022 10:21 Fjölmargir óökuhæfir bílar úti í vegakanti á þjóðveginum nærri Möðrudal. Helga Björg Eiríksdóttir Rúmlega sjötíu ferðamenn sem fengu skjól hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal bíða þess nú að fá nýja bíla senda frá bílaleigum sínum. Vertinn í Fjalladýrð segir fjöldann allan af bílum á svæðinu með ekki einni heilli rúðu. Ferðamennirnir komust hvorki lönd né strönd á þjóðveginum um Möðrudalsöræfi í gær. Björgunarsveitir komu fólki til aðstoðar og sömuleiðis Vilhjálmur Vernharðsson, staðarhaldari í Fjalladýrð. Hann segir gott hljóð í ferðalöngunum sem gistu í Fjalladýrð í nótt. Fólk hafi verið í áfalli í gær eftir óveðrið en bjartsýni svífi yfir vötnum hjá fólkinu í morgunsárið. Fólk hafi snætt morgunverð á hlaðborði hússins. Vonir standi til að bílaleigurnar sendi nýja bíla á viðskiptavini sína. „Bílaleigurnar eru misjafnar. En ég held að flestar séu að koma með nýja bíla fyrir fólkið.“ Héldu upp á áramótin Þá stendur annað verkefni fyrir höndum. Að fjarlægja alla ónýtu bílana. Hann sjálfur komi eflaust að því verkefni en fleiri aðilar á svæðinu taki að sér slík verkefni. Því verki verði líkast til lokið á morgun. Bílar í misgóðu ástandi við Beitarhúsið.Helga Björg Eiríksdóttir „Margir bílar eru ónýtir og óaksturshæfir. Fjöldi bíla er ekki með einni heilli rúðu í,“ segir Vilhjálmur. Hann telur ólíklegt að ferðalangar hafi tapað einhverjum verðmætum í óveðrinu. Reynt hafi verið eftir fremsta megni að tæma alla bílana við björgunarstörf í gær. „Það voru allir glaðir að komast inn í hlýju og fá að borða,“ segir Vilhjálmur. Fólk frá öllum heimshornum hafi gist í Fjalladýrð í nótt. Þeirra á meðal fimm Ísraelar sem héldu upp á nýtt ár í gær. Aðspurður hvernig þau hátíðahöld hafi farið fram svarar Vilhjálmur: „Bara eins og þú heldur upp á áramótin. Það var étið, drukkið og haft gaman.“ Bílarnir fullir af sandi og snjó Vilhjálmur man tímana tvenna og sömuleiðis fjölmörg fyrri óveður. Hann segir þetta ekki það versta sem hann muni eftir. Hann muni þó ekki eftir slíkum fjölda ferðamanna sem hafi lent í ógöngum. Ástand bílanna er allt annað en gott.Helga Björg Eiríksdóttir „Spáin var ekki svona slæm. Þetta varð miklu verra en reiknað hafði verið með,“ segir Vilhjálmur. Hann hafði verið á ferðinni í morgun og skoðað skemmdu bílana. „Bílarnir eru hálffullir af snjó og sandi. Svo er lakkið farið af þessum bíl að stórum hluta,“ segir Vilhjálmur. Hægt væri að lýsa veðrinu í gær frekar sem grjótfoki en sandfoki. Að neðan má sjá fleiri myndir sem Helga Björg Eiríksdóttir, eigandi harðfiskverkunarinnar Sporð á Borgarfirði eystra, tók í morgun. Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir Ferðamennska á Íslandi Veður Samgöngur Múlaþing Tengdar fréttir Róleg nótt hjá björgunarsveitunum miðað við nóttina þar á undan Björgunarsveitir sinntu einhverjum minniháttar verkefnum í nótt en þó ekkert í samanburði við aðfaranótt sunnudags. Björgun ferðamanna í Möðrudalsöræfum, vatnstjón á Akureyri og foktjón á Austfjörðum voru meðal helstu verkefna. 26. september 2022 08:33 „Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Ferðamennirnir komust hvorki lönd né strönd á þjóðveginum um Möðrudalsöræfi í gær. Björgunarsveitir komu fólki til aðstoðar og sömuleiðis Vilhjálmur Vernharðsson, staðarhaldari í Fjalladýrð. Hann segir gott hljóð í ferðalöngunum sem gistu í Fjalladýrð í nótt. Fólk hafi verið í áfalli í gær eftir óveðrið en bjartsýni svífi yfir vötnum hjá fólkinu í morgunsárið. Fólk hafi snætt morgunverð á hlaðborði hússins. Vonir standi til að bílaleigurnar sendi nýja bíla á viðskiptavini sína. „Bílaleigurnar eru misjafnar. En ég held að flestar séu að koma með nýja bíla fyrir fólkið.“ Héldu upp á áramótin Þá stendur annað verkefni fyrir höndum. Að fjarlægja alla ónýtu bílana. Hann sjálfur komi eflaust að því verkefni en fleiri aðilar á svæðinu taki að sér slík verkefni. Því verki verði líkast til lokið á morgun. Bílar í misgóðu ástandi við Beitarhúsið.Helga Björg Eiríksdóttir „Margir bílar eru ónýtir og óaksturshæfir. Fjöldi bíla er ekki með einni heilli rúðu í,“ segir Vilhjálmur. Hann telur ólíklegt að ferðalangar hafi tapað einhverjum verðmætum í óveðrinu. Reynt hafi verið eftir fremsta megni að tæma alla bílana við björgunarstörf í gær. „Það voru allir glaðir að komast inn í hlýju og fá að borða,“ segir Vilhjálmur. Fólk frá öllum heimshornum hafi gist í Fjalladýrð í nótt. Þeirra á meðal fimm Ísraelar sem héldu upp á nýtt ár í gær. Aðspurður hvernig þau hátíðahöld hafi farið fram svarar Vilhjálmur: „Bara eins og þú heldur upp á áramótin. Það var étið, drukkið og haft gaman.“ Bílarnir fullir af sandi og snjó Vilhjálmur man tímana tvenna og sömuleiðis fjölmörg fyrri óveður. Hann segir þetta ekki það versta sem hann muni eftir. Hann muni þó ekki eftir slíkum fjölda ferðamanna sem hafi lent í ógöngum. Ástand bílanna er allt annað en gott.Helga Björg Eiríksdóttir „Spáin var ekki svona slæm. Þetta varð miklu verra en reiknað hafði verið með,“ segir Vilhjálmur. Hann hafði verið á ferðinni í morgun og skoðað skemmdu bílana. „Bílarnir eru hálffullir af snjó og sandi. Svo er lakkið farið af þessum bíl að stórum hluta,“ segir Vilhjálmur. Hægt væri að lýsa veðrinu í gær frekar sem grjótfoki en sandfoki. Að neðan má sjá fleiri myndir sem Helga Björg Eiríksdóttir, eigandi harðfiskverkunarinnar Sporð á Borgarfirði eystra, tók í morgun. Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir
Ferðamennska á Íslandi Veður Samgöngur Múlaþing Tengdar fréttir Róleg nótt hjá björgunarsveitunum miðað við nóttina þar á undan Björgunarsveitir sinntu einhverjum minniháttar verkefnum í nótt en þó ekkert í samanburði við aðfaranótt sunnudags. Björgun ferðamanna í Möðrudalsöræfum, vatnstjón á Akureyri og foktjón á Austfjörðum voru meðal helstu verkefna. 26. september 2022 08:33 „Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Róleg nótt hjá björgunarsveitunum miðað við nóttina þar á undan Björgunarsveitir sinntu einhverjum minniháttar verkefnum í nótt en þó ekkert í samanburði við aðfaranótt sunnudags. Björgun ferðamanna í Möðrudalsöræfum, vatnstjón á Akureyri og foktjón á Austfjörðum voru meðal helstu verkefna. 26. september 2022 08:33
„Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33