Golf

Banda­ríkin sigruðu í bar­áttunni um for­seta­bikarinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Xander Schauffele tryggði sigurinn.
Xander Schauffele tryggði sigurinn. Jared C. Tilton/Getty Images

Lið Bandaríkjanna hafði betur gegn heimsúrvalinu í baráttunni um hinn margrómaða forsetabikar. Úrslitin réðust í kvöld, sunnudag. Var þetta níundi sigur Bandaríkjanna í röð.

Heimsúrvalið setti góða pressu á lið Bandaríkjanna í dag en á endanum tókst þeim aldrei að ógna forystu Bandaríkjanna sem unnu sannfærandi sigur í forsetabikarnum árið 2022. Á endanum var það Xander Schauffele sem tryggði sigurstigið með því að sigra Corey Conners. Þar með náði banaríska liðið stigunum 15.5 sem þarf til að vinna bikarinn.

Í raun kom það meira á óvart hversu langan tíma það tók Bandaríkin að klára bikarinn heldur en að liðið hafi staðið uppi sem sigurvegari. Það tókst loks nú í kvöld og níundi bikarinn í röð kominn í hús.


Tengdar fréttir

Bandaríkin leiða eftir annan hring forsetabikarsins

Lið Bandaríkjanna fylgdi á eftir góðum fyrsta hring gegn heimsúrvalinu með þremur vinningum á öðrum hring í forsetabikarnum í golfi í gær. Bandaríkin leiða nú með átta vinningum gegn tveimur fyrir þriðja hring sem hefst klukkan 11.00 í dag.

Steinninn í liði með Bandaríkjunum

Bandaríkjamenn eru 4-1 yfir eftir fyrsta keppnisdag Forsetabikarsins í golfi, þar sem þeir keppa við aðra bestu kylfinga heims sem ekki eru frá Bandaríkjunum eða Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×