Bíó og sjónvarp

Louise Fletcher er látin

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hún vann til Óskarsverðlaunan sem besta leikkonan árið 1976.
Hún vann til Óskarsverðlaunan sem besta leikkonan árið 1976. Getty/Michael Ochs Archives

Bandaríska leikkonan góðkunna, Louise Fletcher er látin, 88 ára að aldri. Fletcher var einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem hjúkrunarfræðingurinn Ratched í kvikmyndinni Gaukshreiðrinu, eða One Flew Over the Cuckoo‘s Nest, frá árinu 1975.

Leiklistarferill Fletcher spannaði 64 ár og vann hún meðal annars til Óskarsverðlauna sem besta leikkonan árið 1976 fyrir leik sinn í Gaukshreiðrinu. Auk þess vann hún til Golden Globe verðlauna og BAFTA verðlauna fyrir leik sinn.

Ameríska kvikmyndastofnunin hefur einnig sett karakter leikkonunnar „Nurse Ratched“ á lista yfir topp fimm kvikmyndaillmenni allra tíma.

Fletcher lék bæði í kvikmyndum og sjónvarpi. Hún lék í þáttunum „Shameless“, „ER“ og „Seventh Heaven“ ásamt öðrum en hún var tilnefnd til Emmy verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum „Picked Fences“ árið 1996 og „Joan of Arcadia“ árið 2004.

Hér að ofan má sjá Fletcher taka við Óskarsverðlaununum árið 1976.

Fletcher lést á heimili sínu í Frakklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×