Að taka í handbremsuna Helgi Áss Grétarsson skrifar 24. september 2022 09:00 Stundum getur staða manns í skák litið vel út á yfirborðinu en samt er taflið eiginlega tapað þar eð það er eingöngu andstæðingurinn sem getur þróað og bætt stöðu sína. Sé ekkert gert til að hrista upp í hlutunum þá versnar staðan hægt og sígandi þar til að taflið tapast. Framsýnir skákmenn hins vegar bregðast við þessum aðstæðum og reyna að breyta gangi mála, t.d. með óvæntum útspilum eins og að fórna liði í því skyni að gera taflið flóknara fyrir andstæðinginn. Skák Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stærsti stjórnmálaflokkur landsins frá því að hann var stofnaður árið 1929. Flokkurinn hefur verið burðarstólpi í þróun íslensks samfélags. Lengst af var hann með hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og á landsvísu var kjörfylgi hans oft og einatt nálægt 40%. Þessir tímar virðast liðnir. Síðast komst flokkurinn yfir 30% á landsvísu í alþingiskosningum árið 2007 og síðast komst hann yfir 40% í borgarstjórnarkosningum árið 2006. Fylgið hefur staðnað eða dvínað en samt heldur flokkurinn stöðu sinni sem stærsti flokkur landsins. Lægsta fylgi hans í borgarstjórnarkosningum var núna sl. vor og í síðustu tvennum alþingiskosningum árin 2017 og 2021 hlaut hann sína verstu útkomu, að frátöldum kosningunum sem haldnar voru skömmu eftir efnahagshrunið haustið 2008, þ.e. vorið 2009. Tölfræði er eitt, félagslegur veruleiki er annað. Að mínu mati býr Sjálfstæðisflokkurinn enn yfir þreki til að snúa taflinu við. Klukkan tifar hins vegar og það kemur ekki að sjálfu sér að breyta hinni pólitísku vígstöðu. Það þarf að endurskipuleggja með hvaða hætti Sjálfstæðisflokkurinn nær til kjósenda, ekki síst til þeirra sem yngri eru. Grundvallaratriðið í þessum efnum er að flokkurinn ástundi fagleg vinnubrögð í sínum eigin málum og hafi líflegt félags- og flokksstarf. Framboð til ritara Sjálfstæðisflokksins Á þeim stutta tíma sem ég unnið á vettvangi Sjálfstæðisflokksins sem stjórnmálamaður hef ég sannfærst um að þar sé auðugur garð að gresja af fólki sem vill leggja sitt af mörkum til að flokkurinn dafni og vaxi. Þennan mannauð þarf hins vegar að virkja með markvissari hætti. Ófáar hugmyndir hef ég í þeim efnum og það er helsta ástæða þess að ég gef kost á mér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem haldinn verður í Laugardalshöll í byrjun nóvember. Framboð mitt byggir einnig á þeirri forsendu að fulltrúi grasrótar flokksins eigi að vera á meðal þeirra sem gegna æðstu embættum flokksins og að það sé kostur að þar sé fulltrúi sveitarstjórnarstigsins en ekki að í öllum þeim embættum sitji alþingismenn og ráðherrar. Að lokum, mitt mat er að óbreyttu haldi fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að hnigna. Fyrir því eru engin knýjandi rök. Mitt framboð til ritara flokksins snýst öðrum þræði um að benda á þá þörf að flokkurinn grípi í handbremsuna og efni til ærlegra skoðanaskipta í því skyni að efla fylgi sitt. Með réttum viðbrögðum núna er nefnilega hægt að snúa vörn í sókn. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum getur staða manns í skák litið vel út á yfirborðinu en samt er taflið eiginlega tapað þar eð það er eingöngu andstæðingurinn sem getur þróað og bætt stöðu sína. Sé ekkert gert til að hrista upp í hlutunum þá versnar staðan hægt og sígandi þar til að taflið tapast. Framsýnir skákmenn hins vegar bregðast við þessum aðstæðum og reyna að breyta gangi mála, t.d. með óvæntum útspilum eins og að fórna liði í því skyni að gera taflið flóknara fyrir andstæðinginn. Skák Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stærsti stjórnmálaflokkur landsins frá því að hann var stofnaður árið 1929. Flokkurinn hefur verið burðarstólpi í þróun íslensks samfélags. Lengst af var hann með hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og á landsvísu var kjörfylgi hans oft og einatt nálægt 40%. Þessir tímar virðast liðnir. Síðast komst flokkurinn yfir 30% á landsvísu í alþingiskosningum árið 2007 og síðast komst hann yfir 40% í borgarstjórnarkosningum árið 2006. Fylgið hefur staðnað eða dvínað en samt heldur flokkurinn stöðu sinni sem stærsti flokkur landsins. Lægsta fylgi hans í borgarstjórnarkosningum var núna sl. vor og í síðustu tvennum alþingiskosningum árin 2017 og 2021 hlaut hann sína verstu útkomu, að frátöldum kosningunum sem haldnar voru skömmu eftir efnahagshrunið haustið 2008, þ.e. vorið 2009. Tölfræði er eitt, félagslegur veruleiki er annað. Að mínu mati býr Sjálfstæðisflokkurinn enn yfir þreki til að snúa taflinu við. Klukkan tifar hins vegar og það kemur ekki að sjálfu sér að breyta hinni pólitísku vígstöðu. Það þarf að endurskipuleggja með hvaða hætti Sjálfstæðisflokkurinn nær til kjósenda, ekki síst til þeirra sem yngri eru. Grundvallaratriðið í þessum efnum er að flokkurinn ástundi fagleg vinnubrögð í sínum eigin málum og hafi líflegt félags- og flokksstarf. Framboð til ritara Sjálfstæðisflokksins Á þeim stutta tíma sem ég unnið á vettvangi Sjálfstæðisflokksins sem stjórnmálamaður hef ég sannfærst um að þar sé auðugur garð að gresja af fólki sem vill leggja sitt af mörkum til að flokkurinn dafni og vaxi. Þennan mannauð þarf hins vegar að virkja með markvissari hætti. Ófáar hugmyndir hef ég í þeim efnum og það er helsta ástæða þess að ég gef kost á mér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem haldinn verður í Laugardalshöll í byrjun nóvember. Framboð mitt byggir einnig á þeirri forsendu að fulltrúi grasrótar flokksins eigi að vera á meðal þeirra sem gegna æðstu embættum flokksins og að það sé kostur að þar sé fulltrúi sveitarstjórnarstigsins en ekki að í öllum þeim embættum sitji alþingismenn og ráðherrar. Að lokum, mitt mat er að óbreyttu haldi fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að hnigna. Fyrir því eru engin knýjandi rök. Mitt framboð til ritara flokksins snýst öðrum þræði um að benda á þá þörf að flokkurinn grípi í handbremsuna og efni til ærlegra skoðanaskipta í því skyni að efla fylgi sitt. Með réttum viðbrögðum núna er nefnilega hægt að snúa vörn í sókn. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar