Magnús Óli: Öflugur varnarleikur lykillinn að þessum sigri Hjörvar Ólafsson skrifar 23. september 2022 22:45 Magnús Óli Magnússon skoraði fjögur mörk á sínum gamla heimavelli. Vísir/Diego Magnús Óli Magnússon var sáttur við spilamennsku Valsliðsins þegar liðið vann sannfærandi sigur gegn FH í þriðju umferð Olís deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. „Við náðum upp góðri vörn í upphafi beggja hálfleikja og bjuggum til þægilega forystu. Við vorum allir fókuseraðir í verkefnið og margir leikmenn sem áttu gott kvöld. Við vorum að grýta okkur í alla bolta og Bjöggi varði vel," sagði Magnús Óli aðspurður um hvað hefði lagt grunninn að sigrinum. „Róbert Aron er búinn að vera veikur í vikunni og var aðeins slappur. Þá jókst aðeins ábyrgðin á mér. Arnór Snær og Benedikt Gunnar voru flottir og Agnar Smári átti góða innkomu. Við vorum bara heilt yfir góðir í þessum leik," sagði skyttan enn fremur. ´ „Það slitnaði aðeins á milli okkar undir lok fyrri hálfleiksins og mér fannst 5-1 vörnin ekki alveg vera að virka. Við náðum hins vegar að þétta varnarleikinn aftur og fækka tæknifeilum í byrjun seinni hálfleiks," sagði þessi klóki leikmaður sem skoraði fjögur mörk fyrir Val. Magnús Óli fór meiddur af velli um miðjan seinni hálfleikinn en hann sagði þau meiðsli ekki alvarleg: „Ég fékk bara högg á kjálkann og fékk smá hausverk. Þetta er samt allt í góðu og ekkert til að hafa áhyggjur af, Ég er ferskur og fínn í kjálkanum," sagði hann um meiðslin. „Við erum búnir að vinna fyrstu þrjá leikina og ég er bara sáttur við spilamennskuna í þessum leikjum. Það eru fullt af spennandi verkefnum fram undan og ég er bara mjög spenntur fyrir því sem bíður okkar," sagði Magnús Óli um framhaldið. Olís-deild karla Handbolti Valur Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Við náðum upp góðri vörn í upphafi beggja hálfleikja og bjuggum til þægilega forystu. Við vorum allir fókuseraðir í verkefnið og margir leikmenn sem áttu gott kvöld. Við vorum að grýta okkur í alla bolta og Bjöggi varði vel," sagði Magnús Óli aðspurður um hvað hefði lagt grunninn að sigrinum. „Róbert Aron er búinn að vera veikur í vikunni og var aðeins slappur. Þá jókst aðeins ábyrgðin á mér. Arnór Snær og Benedikt Gunnar voru flottir og Agnar Smári átti góða innkomu. Við vorum bara heilt yfir góðir í þessum leik," sagði skyttan enn fremur. ´ „Það slitnaði aðeins á milli okkar undir lok fyrri hálfleiksins og mér fannst 5-1 vörnin ekki alveg vera að virka. Við náðum hins vegar að þétta varnarleikinn aftur og fækka tæknifeilum í byrjun seinni hálfleiks," sagði þessi klóki leikmaður sem skoraði fjögur mörk fyrir Val. Magnús Óli fór meiddur af velli um miðjan seinni hálfleikinn en hann sagði þau meiðsli ekki alvarleg: „Ég fékk bara högg á kjálkann og fékk smá hausverk. Þetta er samt allt í góðu og ekkert til að hafa áhyggjur af, Ég er ferskur og fínn í kjálkanum," sagði hann um meiðslin. „Við erum búnir að vinna fyrstu þrjá leikina og ég er bara sáttur við spilamennskuna í þessum leikjum. Það eru fullt af spennandi verkefnum fram undan og ég er bara mjög spenntur fyrir því sem bíður okkar," sagði Magnús Óli um framhaldið.
Olís-deild karla Handbolti Valur Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira