Óþolandi refhvörf í laxeldinu Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2022 16:24 Frá Berufirði. Neytendasamtökin segja að sjókvíaeldi sé beinlínis flokkaður sem mengandi iðnaður og því sé alveg úr vegi að tala um vistvæna framleiðslu. vísir/vilhelm Fyrirtækjunum Norðanfiski og Fisherman hefur, samkvæmt úrskurði Neytendastofu, verið bannað að nota villandi fullyrðingar í markaðssetningu á vöru sinni þess efnis að um sé að ræða vistvæna framleiðslu. Þau geti ekki sýnt fram á neitt slíkt. Þessi fyrirtæki hafa fullyrt, við auglýsingar á vörum sínum, að um væri að ræða „vistvænt sjóeldi“ en það er sagt afar villandi í úrskurði. Neytendasamtökin telja einsýnt að „orðnotkunin „vistvænt sjóeldi“ sé afar villandi og í raun ólíðandi refhvörf“. Þannig er sjókvíaeldi beinlínis flokkað sem mengandi iðnaður á vef Umhverfisstofnunar enda fer skólpið sem verður til við framleiðsluna beint í sjóinn. Norska umhverfisstofnunin hefur metið mengunina af hverju tonni í sjókví á við skólp frá 16 manneskjum,“ segir í umfjöllun samtakanna um málið. En úrskurður Neytendastofu kemur í kjölfar kvörtunar samtakanna. Ekki vistvæn framleiðsla heldur þvert á móti Í máli Neytendasamtakanna kemur fram að Laxar séu til að mynda með leyfi fyrir 16.000 tonna framleiðslu í Reyðarfirði, sem framleiðir þannig skólp á við 256.000 manns. Það getur ekki talist vistvænt, segir Neytendastofa og stígur fast inn í eldfima umræðu um sjókvíaeldi. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Samtökin segja afar villandi að tala um vistvæna framleiðslu þegar talað er um sjókvíaeldi og nú liggur fyrir einmitt sú niðurstaða í málinu.vísir/arnar „Erfðablöndun villtra stofna er að sama skapi afleiðing af sjókvíaeldi. Hún hefur verið staðfest hér rétt eins og í öllum löndum þar sem sjókvíaeldi er stundað. Hér hefur Hafrannsóknarstofnun gefið út „áhættumat erfðablöndunar“. Þar er miðað við að allt að 4% af laxi í ám geti komið úr eldi. Það er í raun sturluð tala, einn af hverjum tuttugu löxum. Það getur ekki talist vistvænt.“ Gátu ekki sýnt fram á neitt vistvænt við framleiðsluna Rakið er að á umbúðum Norðanfisks sé fullyrt að um vistvænt sjóeldi væri að ræða. Neytendasamtökin óskuðu eftir upplýsingum frá fyrirtækinu um hvað átt væri við með orðalaginu „vistvænt sjóeldi“ og hvort einhver vottun lægi þar að baki? Í svörum fyrirtækisins kom fram að birgjar þeirra skilgreindu sjálfir sitt eldi sem vistvænt en hefðu enn ekki hlotið neinar vottanir. Í framhaldinu sendu Neytendasamtökin kvörtun til Neytendastofu sem nú hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi framsetning sé brot á lögum. Umrædd fyrirtæki gátu ekki sýnt fram á að fullyrðingar um vistvænt og sjálfbært laxeldi ættu rétt á sér og væru því villandi. Neytendur Fiskeldi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Þessi fyrirtæki hafa fullyrt, við auglýsingar á vörum sínum, að um væri að ræða „vistvænt sjóeldi“ en það er sagt afar villandi í úrskurði. Neytendasamtökin telja einsýnt að „orðnotkunin „vistvænt sjóeldi“ sé afar villandi og í raun ólíðandi refhvörf“. Þannig er sjókvíaeldi beinlínis flokkað sem mengandi iðnaður á vef Umhverfisstofnunar enda fer skólpið sem verður til við framleiðsluna beint í sjóinn. Norska umhverfisstofnunin hefur metið mengunina af hverju tonni í sjókví á við skólp frá 16 manneskjum,“ segir í umfjöllun samtakanna um málið. En úrskurður Neytendastofu kemur í kjölfar kvörtunar samtakanna. Ekki vistvæn framleiðsla heldur þvert á móti Í máli Neytendasamtakanna kemur fram að Laxar séu til að mynda með leyfi fyrir 16.000 tonna framleiðslu í Reyðarfirði, sem framleiðir þannig skólp á við 256.000 manns. Það getur ekki talist vistvænt, segir Neytendastofa og stígur fast inn í eldfima umræðu um sjókvíaeldi. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Samtökin segja afar villandi að tala um vistvæna framleiðslu þegar talað er um sjókvíaeldi og nú liggur fyrir einmitt sú niðurstaða í málinu.vísir/arnar „Erfðablöndun villtra stofna er að sama skapi afleiðing af sjókvíaeldi. Hún hefur verið staðfest hér rétt eins og í öllum löndum þar sem sjókvíaeldi er stundað. Hér hefur Hafrannsóknarstofnun gefið út „áhættumat erfðablöndunar“. Þar er miðað við að allt að 4% af laxi í ám geti komið úr eldi. Það er í raun sturluð tala, einn af hverjum tuttugu löxum. Það getur ekki talist vistvænt.“ Gátu ekki sýnt fram á neitt vistvænt við framleiðsluna Rakið er að á umbúðum Norðanfisks sé fullyrt að um vistvænt sjóeldi væri að ræða. Neytendasamtökin óskuðu eftir upplýsingum frá fyrirtækinu um hvað átt væri við með orðalaginu „vistvænt sjóeldi“ og hvort einhver vottun lægi þar að baki? Í svörum fyrirtækisins kom fram að birgjar þeirra skilgreindu sjálfir sitt eldi sem vistvænt en hefðu enn ekki hlotið neinar vottanir. Í framhaldinu sendu Neytendasamtökin kvörtun til Neytendastofu sem nú hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi framsetning sé brot á lögum. Umrædd fyrirtæki gátu ekki sýnt fram á að fullyrðingar um vistvænt og sjálfbært laxeldi ættu rétt á sér og væru því villandi.
Neytendur Fiskeldi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira