Uppreisn á Spáni: Vilja þjálfarann burt og sambandið hótar bönnum Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2022 09:00 Búast má við töluverðum breytingum á spænska liðinu sem keppti á EM í sumar. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images 15 leikmenn spænska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hafnað því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Þær vilja ekki spila fyrir þjálfarann Jorge Vilda. Leikmennirnir hafa allir sent bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Leikmönnunum mistókst að koma þjálfaranum frá í ágúst en hafa nú neitað að taka þátt í landsliðsverkefnum á meðan hans nýtur við í þjálfarastólnum. Sex leikmenn Barcelona eru á meðal þeirra sem sendu bréf, sem og Ona Batlle og Lucía García úr Manchester City og Laia Aleixandri og Leila Ohabi úr Manchester United. Knattspyrnusambandið í hart Spænska knattspyrnusambandið, RFEF, sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þessu er lýst sem „fordæmalausu í sögu fótboltans“ og ástandi sem „fari út fyrir íþróttir og sé spurning um reisn“. Sambandið ætli sér ekki að láta undan þrýstingi leikmannana. Enn fremur benti sambandið á að ákvörðun leikmanna um að draga sig í hlé gæti varðað allt að tveggja til fimm ára bann frá landsliðinu. Enginn leikmannana verði valinn í landsliðið fyrr en þeir biðjist afsökunar og komi til þess muni liðið vera skipað unglingum. Vilda er ekki vinsæll en sambandið stendur við bakið á honum.Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Aðeins þrjár vikur eru síðan leikmenn liðsins létu óánægju sína með Vilda í ljós við Luis Rubiales, forseta sambandsins. Þær gerðu slíkt hið sama við Vilda sem neitaði að segja af sér. Leikmenn héldu í kjölfarið blaðamannafund þar sem greint var frá því að krafan hefði ekki verið um afsögn á þeim tíma, en þær hafi verið fullvissaðar um breytingar - sem lítið hafi borið á síðan. Spánn á leik við Svíþjóð þann 7. október næst komandi. Liðið komst í átta liða úrslit á EM í sumar undir stjórn Vilda hvar þær spænsku töpuðu fyrir Englandi, sem vann mótið. Spænski boltinn Spánn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira
Leikmennirnir hafa allir sent bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Leikmönnunum mistókst að koma þjálfaranum frá í ágúst en hafa nú neitað að taka þátt í landsliðsverkefnum á meðan hans nýtur við í þjálfarastólnum. Sex leikmenn Barcelona eru á meðal þeirra sem sendu bréf, sem og Ona Batlle og Lucía García úr Manchester City og Laia Aleixandri og Leila Ohabi úr Manchester United. Knattspyrnusambandið í hart Spænska knattspyrnusambandið, RFEF, sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þessu er lýst sem „fordæmalausu í sögu fótboltans“ og ástandi sem „fari út fyrir íþróttir og sé spurning um reisn“. Sambandið ætli sér ekki að láta undan þrýstingi leikmannana. Enn fremur benti sambandið á að ákvörðun leikmanna um að draga sig í hlé gæti varðað allt að tveggja til fimm ára bann frá landsliðinu. Enginn leikmannana verði valinn í landsliðið fyrr en þeir biðjist afsökunar og komi til þess muni liðið vera skipað unglingum. Vilda er ekki vinsæll en sambandið stendur við bakið á honum.Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Aðeins þrjár vikur eru síðan leikmenn liðsins létu óánægju sína með Vilda í ljós við Luis Rubiales, forseta sambandsins. Þær gerðu slíkt hið sama við Vilda sem neitaði að segja af sér. Leikmenn héldu í kjölfarið blaðamannafund þar sem greint var frá því að krafan hefði ekki verið um afsögn á þeim tíma, en þær hafi verið fullvissaðar um breytingar - sem lítið hafi borið á síðan. Spánn á leik við Svíþjóð þann 7. október næst komandi. Liðið komst í átta liða úrslit á EM í sumar undir stjórn Vilda hvar þær spænsku töpuðu fyrir Englandi, sem vann mótið.
Spænski boltinn Spánn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira