Samfylking er gott gildishlaðið nafn, og þarf engar nýjar umbúðir Birgir Dýrfjörð skrifar 23. september 2022 07:30 Árið 1990 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 60% fylgi í Borgarstjórn, og yfirgnæfandi meirihluta í öllum nefndum, ráðum og stjórnunarstöðum í Borgarkerfinu. Þessi staðreynd sannfærði félagshyggjuflokkana um, að til að geta haft áhrif yrðu þeir að sameiast um framboð. Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Samtök um kvennalista yrðu, að samfylkja sér á einn framboðslista. Flestir álitu það vonlaust verk. Flokkarnir ákváðu samt að skoða hvort pólitískar áherslur þeirra gætu orðið kjarni sameiginlegrar stefnuskrár í kosningum. Og þeir áttu svo sannarlega margt sameiginlegt. Þar bar hæst félagshyggja og janrétti kynjanna, og málefni barna, og mál, sem vörðuðu heill almennings. R-listinn - Regnhlífarsamtök það, sem félagshyggjuöflin áttu sameiginlegt var margfallt meira virði en það, sem deilt var um. Við náðum sátt um framkvæmdir og umbætur þó hver flokkur næði ekki öllum sínum áherslum. Við skildum að „allt eða ekkert“ pólitíkin gerir alla flokka vanhæfa til samstarfs. Þessir flokkar, sem höfðu ólíkar áherslur á mörgum sviðum í pólitík, ákváðu því, að stofna regnhlífarsamtök. Þannig varð R-listinn til, og hann sigraði 60% styrk Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin R-listinn var fyrirmynd Samfylkingarinnar. Hún var rökrétt framhald R-listans. Hún var stofnuð af þrem flokkum ásamt starfandi sjálfstæðum flokksfélögum innan þeirra. Þjóðvaki varð svo aðili að Samfylkingunni fyrir þingkosningar 1999. Fólk, sem vill reka alla á einn bás, og hnýta alla á klafa einnar miðstýrðrar hugsunar, það vill leggja niður sjálfstæðu aðildarfélögin í Samfylkingunni. Það skilur ekki að nafnið okkar Samfylking ber í sér drauminn um, að sameina félagshyggjuflokka á grunni þess, sem þeir eiga sameiginlegt – eins og við gerðum í R-listanum. Sá draumur á sögulega fyrirmynd. Þegar fasistar ógnuðu Evrópu, ákváðu Kommúnistar og sósíalistar í Frakklandi að sameinast. Þann 29. júlí 1934 undirrituðu þeir samning um Samfylkingu. Árið 1935 var mynduð Alþýðufylking þeirra, sem voru móti fasismanum. Hún vann mikinn sigur í Frakklandi. Þeim sigri fylgdu aukin lífsgæði og réttindi, sem smituðust um allan heim. Það var því engin tilviljun að við, sem eyddum vikum í Rúgbrauðsgerðinni, að púsla saman fyrsta framboði flokksins 1999, völdum okkur vinnuheitið Samfylking. Það var meðvitað. Úr stofnskrá Samfylkingarinnar Við þau, sem vilja afmá minni stofnfélög flokksin er það eitt að segja; að fundur í flokksstjórn Alþýðuflokksins 2. október 1999 afgreiddi stofnsamning nýrra stjórnmálasamtaka og samþykkti eftirfarandi texta: „ Flokksstjórnin lýsir fylgi sínu við þær tillögur, sem gera ráð fyrir að fleiri en eitt aðildarfélag geti orðið að nýjum stjórnmálasamtökum í hverju sveitarfélagi; þ.á.m. þau félög, sem nú eru grunneiningar samstarfsflokkanna þannig að ekki verði gert að skilyrði að þau verði lögð niður:“ Sami texti var samþykktur af öllum stofnaðilum Samfykingarinnar. Það er siðlaust og marklaust, að breyta samningi án aðkomu þeirra, sem gerðu hann sín á milli. „Fussum svei, það er mannaþefur í helli okkar“ Nú hefur verið kynnt að fram verði lögð tillaga á komandi landsfundi um, að flokkurinn heiti „Jafnaðarflokkur“ í stað Samfylking-Jafnaðar-(manna)-flokkur. Tillagan felur í sér þær breytingar, að fella út nafnið (samfylking). Í umræðum innan flokksins eru rökin fyrir tillögunni sögð þau, að nafnið samfylking sé ekki lengur söluvænt sem vörumerki. Einnig felur tillagan í sér, þá breytingu að í stað jafnaðar(manna) flokkur komi Jafnaðarflokkur. Tillagan felur í sér að fjarlægja orðið (manna) Það er ekki sagt söluvænt að kenna sig við menn. Konur eru líka menn Í fyrsta framboði frú Vigdísar forseta var spurt, hvort það minnkaði ekki möguleika á sigri hennar, að það yrði enginn karlmaður á Bessastöðum. Vigdís svaraði með sinni alkunnu og áhrifaríku hógværð: „Konur eru líka menn“ - engin karla-fóbia þar. Í ævintýrinu um Hlina kóngsson kemur fram, að tröllskessur hafi óþol fyrir mannaþef. Netskessur eru svona líka. Verði engu breytt nema nafninu, og áfram sama fólkið, sama verklagið, sama andúðin á þeim, sem jórtra á öðrum básum. Sama taktíkin, að næra sjálfstraustið á annarra afglöpum, og segja við kjósendur; nú má kjósa okkur, nú heitum við ekki Samfylking. Þá gera nýjar umbúðir lítið gagn. „Maður keyrir nú ekki langt á lakkinu.“ Á árum áður var nokkuð um að útsjónasamir menn bröskuðu með laskaða bíla. Þeir gerðu þá upp, þrifu og sprautuðu með gljáandi lakki, og bónuðu, og seldu svo sem fína bíla. Oft varð reynslan sú, að eigendur þessara nýsprautuðu og vel bónuðu bíla áttu tíð erindi á verkstæði, og undruðust bilunina, því bíllinn hefði litið svo vel út þegar þeir keyptu hann. Þá svaraði Króksarinn, Olli á Áka með spakmæli; „Maður keyrir nú ekki langt á lakkinu.“ Fari svo. að andlitslyfting með bótoxi og meiki ásamt nýju nafni, og nýrri kennitölu fyrir Samfylkinguna, fái sama viðmót hjá kjósendum, og nýja lakkið og bónið fengu hjá Olla á Áka. Fari svo, þá mun flokkurinn eiga verulega bágt í vændum. Flytjendur tillögunnar eru einlægir jafnaðarmenn. Ég bið þá að fresta henni. Höfundur er rafvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Samfylkingin Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 1990 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 60% fylgi í Borgarstjórn, og yfirgnæfandi meirihluta í öllum nefndum, ráðum og stjórnunarstöðum í Borgarkerfinu. Þessi staðreynd sannfærði félagshyggjuflokkana um, að til að geta haft áhrif yrðu þeir að sameiast um framboð. Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Samtök um kvennalista yrðu, að samfylkja sér á einn framboðslista. Flestir álitu það vonlaust verk. Flokkarnir ákváðu samt að skoða hvort pólitískar áherslur þeirra gætu orðið kjarni sameiginlegrar stefnuskrár í kosningum. Og þeir áttu svo sannarlega margt sameiginlegt. Þar bar hæst félagshyggja og janrétti kynjanna, og málefni barna, og mál, sem vörðuðu heill almennings. R-listinn - Regnhlífarsamtök það, sem félagshyggjuöflin áttu sameiginlegt var margfallt meira virði en það, sem deilt var um. Við náðum sátt um framkvæmdir og umbætur þó hver flokkur næði ekki öllum sínum áherslum. Við skildum að „allt eða ekkert“ pólitíkin gerir alla flokka vanhæfa til samstarfs. Þessir flokkar, sem höfðu ólíkar áherslur á mörgum sviðum í pólitík, ákváðu því, að stofna regnhlífarsamtök. Þannig varð R-listinn til, og hann sigraði 60% styrk Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin R-listinn var fyrirmynd Samfylkingarinnar. Hún var rökrétt framhald R-listans. Hún var stofnuð af þrem flokkum ásamt starfandi sjálfstæðum flokksfélögum innan þeirra. Þjóðvaki varð svo aðili að Samfylkingunni fyrir þingkosningar 1999. Fólk, sem vill reka alla á einn bás, og hnýta alla á klafa einnar miðstýrðrar hugsunar, það vill leggja niður sjálfstæðu aðildarfélögin í Samfylkingunni. Það skilur ekki að nafnið okkar Samfylking ber í sér drauminn um, að sameina félagshyggjuflokka á grunni þess, sem þeir eiga sameiginlegt – eins og við gerðum í R-listanum. Sá draumur á sögulega fyrirmynd. Þegar fasistar ógnuðu Evrópu, ákváðu Kommúnistar og sósíalistar í Frakklandi að sameinast. Þann 29. júlí 1934 undirrituðu þeir samning um Samfylkingu. Árið 1935 var mynduð Alþýðufylking þeirra, sem voru móti fasismanum. Hún vann mikinn sigur í Frakklandi. Þeim sigri fylgdu aukin lífsgæði og réttindi, sem smituðust um allan heim. Það var því engin tilviljun að við, sem eyddum vikum í Rúgbrauðsgerðinni, að púsla saman fyrsta framboði flokksins 1999, völdum okkur vinnuheitið Samfylking. Það var meðvitað. Úr stofnskrá Samfylkingarinnar Við þau, sem vilja afmá minni stofnfélög flokksin er það eitt að segja; að fundur í flokksstjórn Alþýðuflokksins 2. október 1999 afgreiddi stofnsamning nýrra stjórnmálasamtaka og samþykkti eftirfarandi texta: „ Flokksstjórnin lýsir fylgi sínu við þær tillögur, sem gera ráð fyrir að fleiri en eitt aðildarfélag geti orðið að nýjum stjórnmálasamtökum í hverju sveitarfélagi; þ.á.m. þau félög, sem nú eru grunneiningar samstarfsflokkanna þannig að ekki verði gert að skilyrði að þau verði lögð niður:“ Sami texti var samþykktur af öllum stofnaðilum Samfykingarinnar. Það er siðlaust og marklaust, að breyta samningi án aðkomu þeirra, sem gerðu hann sín á milli. „Fussum svei, það er mannaþefur í helli okkar“ Nú hefur verið kynnt að fram verði lögð tillaga á komandi landsfundi um, að flokkurinn heiti „Jafnaðarflokkur“ í stað Samfylking-Jafnaðar-(manna)-flokkur. Tillagan felur í sér þær breytingar, að fella út nafnið (samfylking). Í umræðum innan flokksins eru rökin fyrir tillögunni sögð þau, að nafnið samfylking sé ekki lengur söluvænt sem vörumerki. Einnig felur tillagan í sér, þá breytingu að í stað jafnaðar(manna) flokkur komi Jafnaðarflokkur. Tillagan felur í sér að fjarlægja orðið (manna) Það er ekki sagt söluvænt að kenna sig við menn. Konur eru líka menn Í fyrsta framboði frú Vigdísar forseta var spurt, hvort það minnkaði ekki möguleika á sigri hennar, að það yrði enginn karlmaður á Bessastöðum. Vigdís svaraði með sinni alkunnu og áhrifaríku hógværð: „Konur eru líka menn“ - engin karla-fóbia þar. Í ævintýrinu um Hlina kóngsson kemur fram, að tröllskessur hafi óþol fyrir mannaþef. Netskessur eru svona líka. Verði engu breytt nema nafninu, og áfram sama fólkið, sama verklagið, sama andúðin á þeim, sem jórtra á öðrum básum. Sama taktíkin, að næra sjálfstraustið á annarra afglöpum, og segja við kjósendur; nú má kjósa okkur, nú heitum við ekki Samfylking. Þá gera nýjar umbúðir lítið gagn. „Maður keyrir nú ekki langt á lakkinu.“ Á árum áður var nokkuð um að útsjónasamir menn bröskuðu með laskaða bíla. Þeir gerðu þá upp, þrifu og sprautuðu með gljáandi lakki, og bónuðu, og seldu svo sem fína bíla. Oft varð reynslan sú, að eigendur þessara nýsprautuðu og vel bónuðu bíla áttu tíð erindi á verkstæði, og undruðust bilunina, því bíllinn hefði litið svo vel út þegar þeir keyptu hann. Þá svaraði Króksarinn, Olli á Áka með spakmæli; „Maður keyrir nú ekki langt á lakkinu.“ Fari svo. að andlitslyfting með bótoxi og meiki ásamt nýju nafni, og nýrri kennitölu fyrir Samfylkinguna, fái sama viðmót hjá kjósendum, og nýja lakkið og bónið fengu hjá Olla á Áka. Fari svo, þá mun flokkurinn eiga verulega bágt í vændum. Flytjendur tillögunnar eru einlægir jafnaðarmenn. Ég bið þá að fresta henni. Höfundur er rafvirkjameistari.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun