Einar: Við fokkuðum upp lokamínútunni í síðasta leik og nú klárum við þetta Þorsteinn Hjálmsson skrifar 22. september 2022 22:58 Einar Jónsson, þjálfari Fram. Vísir/Diego Fram sigraði í kvöld Aftureldingu upp í Úlfarsárdal með tveimur mörkum, 28-26 lokatölur. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vonum ánægður með leik og hugarfar sinna manna. „Þetta var torsótt, þetta var mjög kaflaskipt. Ekkert frábær handbolti, en mikil spenna, eiginlega allan leikinn og liðin skiptust á að leiða hérna í seinni hálfleik og þetta hefði getað dottið hvoru megin sem er. Við bara örlítið heppnari. Við sýndum geggjaðan karakter, ólseigir og þrautseigir. Vorum bara aggressívir á þá hérna undir lokin í stað þess að bíða og vera passífir. Ánægður með Óla (Ólafur Brim Stefánsson) og Gauta (Þorsteinn Gauti Hjálmarsson), við vorum tveimur færri og samt bara sókndjarfir og ætluðum að reyna koma þeim í vandræði. Það heppnaðist. Við fokkuðum upp í lokamínútunni í síðasta leik og nú klárum við þetta. Ég er hrikalega ánægður með okkur.“ Fram glutraði niður sex marka forystu í fyrri hálfleik, en Afturelding leiddi með einu marki í hálfleik, 12-13. „Mér fannst við bara dálítið passífir, við vorum ekki eins aggressívir og á fyrstu mínútunum. Vorum að sækja allt of mikið til hliðar og svona. Auðvitað var ég náttúrulega búinn að skipta dálítið mikið inn á, en við höfum verið að gera það í öllum okkar leikjum hingað til, þannig að það ætti ekki að trufla. Ég þarf bara aðeins að skoða það betur. Þetta var ekki gott síðustu tíu í fyrri hálfleik og við þurfum að kíkja bara aðeins á það.“ „Varnarlega, héldum við alltaf varnarleiknum allan leikinn sko. Þeir voru aðallega að breika á okkur í fyrstu og annarri bylgju út af okkar klaufaskap. Við náðum að endurstilla okkur í hálfleik. Svona, mér fannst við aftur klaufar í seinni hálfleik. Mér fannst við alveg getað náð aðeins betri tökum á leiknum, en erum áfram að gera svolítið af mistökum sem mér finnst að við þurfum að fækka allavegana ef ekki eyða þeim alveg út. Mótið er rétt að byrja og við erum búnir að vinna báða okkar leiki hérna heima og eitt stig í Garðabænum og erum bara drullu sáttir. En það er bara áfram veginn.“ Leikmenn Fram fá helgarfrí að launum frá þjálfara sínum, Einari Jónssyni, eftir frammistöðuna í leik kvöldsins. Fram mætir svo FH í næsta leik. „Það er bara hefðbundið, það er alltaf það sama sko. Ég veit reyndar ekki hvort ég er búinn að segja þeim það, ég ætla að gefa þeim frí laugardag og sunnudag og vonandi launa þeir mér það til baka bara með góðum leik á fimmtudaginn. Annars hefði verið æfing á morgun og laugardag, þannig að þeir fá kannski kærkomið frí. Svo bara gönnum við á þetta. Við erum að mæta frábæru liði. Við bara undirbúum okkur af kostgæfni, bara eins og verið hefur.“ Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram-Afturelding 28-26 | Framarar enn taplausir eftir þrjár umferðir Fram vann í kvöld sinn annan sigur í Olís-deild karla þetta tímabilið með sigri á Aftureldingu í Úlfarsárdal. Lokatölur 28-26, í kaflaskiptum spennutrylli. 22. september 2022 22:29 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
„Þetta var torsótt, þetta var mjög kaflaskipt. Ekkert frábær handbolti, en mikil spenna, eiginlega allan leikinn og liðin skiptust á að leiða hérna í seinni hálfleik og þetta hefði getað dottið hvoru megin sem er. Við bara örlítið heppnari. Við sýndum geggjaðan karakter, ólseigir og þrautseigir. Vorum bara aggressívir á þá hérna undir lokin í stað þess að bíða og vera passífir. Ánægður með Óla (Ólafur Brim Stefánsson) og Gauta (Þorsteinn Gauti Hjálmarsson), við vorum tveimur færri og samt bara sókndjarfir og ætluðum að reyna koma þeim í vandræði. Það heppnaðist. Við fokkuðum upp í lokamínútunni í síðasta leik og nú klárum við þetta. Ég er hrikalega ánægður með okkur.“ Fram glutraði niður sex marka forystu í fyrri hálfleik, en Afturelding leiddi með einu marki í hálfleik, 12-13. „Mér fannst við bara dálítið passífir, við vorum ekki eins aggressívir og á fyrstu mínútunum. Vorum að sækja allt of mikið til hliðar og svona. Auðvitað var ég náttúrulega búinn að skipta dálítið mikið inn á, en við höfum verið að gera það í öllum okkar leikjum hingað til, þannig að það ætti ekki að trufla. Ég þarf bara aðeins að skoða það betur. Þetta var ekki gott síðustu tíu í fyrri hálfleik og við þurfum að kíkja bara aðeins á það.“ „Varnarlega, héldum við alltaf varnarleiknum allan leikinn sko. Þeir voru aðallega að breika á okkur í fyrstu og annarri bylgju út af okkar klaufaskap. Við náðum að endurstilla okkur í hálfleik. Svona, mér fannst við aftur klaufar í seinni hálfleik. Mér fannst við alveg getað náð aðeins betri tökum á leiknum, en erum áfram að gera svolítið af mistökum sem mér finnst að við þurfum að fækka allavegana ef ekki eyða þeim alveg út. Mótið er rétt að byrja og við erum búnir að vinna báða okkar leiki hérna heima og eitt stig í Garðabænum og erum bara drullu sáttir. En það er bara áfram veginn.“ Leikmenn Fram fá helgarfrí að launum frá þjálfara sínum, Einari Jónssyni, eftir frammistöðuna í leik kvöldsins. Fram mætir svo FH í næsta leik. „Það er bara hefðbundið, það er alltaf það sama sko. Ég veit reyndar ekki hvort ég er búinn að segja þeim það, ég ætla að gefa þeim frí laugardag og sunnudag og vonandi launa þeir mér það til baka bara með góðum leik á fimmtudaginn. Annars hefði verið æfing á morgun og laugardag, þannig að þeir fá kannski kærkomið frí. Svo bara gönnum við á þetta. Við erum að mæta frábæru liði. Við bara undirbúum okkur af kostgæfni, bara eins og verið hefur.“
Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram-Afturelding 28-26 | Framarar enn taplausir eftir þrjár umferðir Fram vann í kvöld sinn annan sigur í Olís-deild karla þetta tímabilið með sigri á Aftureldingu í Úlfarsárdal. Lokatölur 28-26, í kaflaskiptum spennutrylli. 22. september 2022 22:29 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram-Afturelding 28-26 | Framarar enn taplausir eftir þrjár umferðir Fram vann í kvöld sinn annan sigur í Olís-deild karla þetta tímabilið með sigri á Aftureldingu í Úlfarsárdal. Lokatölur 28-26, í kaflaskiptum spennutrylli. 22. september 2022 22:29