Reiknar með höggi verði Google Analytics bannað Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2022 11:35 Benedikt Rafn Rafnsson, birtingarráðgjáfi hjá Aton/JL. úr einkasafni Bann á notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics yrði högg fyrir atvinnulífið, að sögn birtingaráðgjafa hjá Aton/JL. Komi til banns væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir fyrirtæki sem reiða sig á vefsölu. Neytendasamtökin skoruðu í gær á Persónuvernd að banna notkun Google Analytics hér á landi tafarlaust og fara þannig að fordæmi Dana. Frændur okkar Danir stigu skrefið í kjölfar þess að Austurríkismenn, Frakkar og Ítalir bönnuðu forritið vegna skilmála þess en sú vinnsla á persónuupplýsingum sem þar fer fram samrýmist ekki persónuverndarreglugerð ESB. Samkvæmt könnun Neytendasamtakanna nota nánast öll íslensk fyrirtæki og stofnanir Google Analytics, þar á meðal Alþingi. Forritið mælir heimsóknir notenda á heimasíður, eins og Benedikt Rafn Rafnsson birtingaráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu Aton/JL, lýsir því. „Google Analytics getur mælt hvaðan hemsóknir koma, frá hvaða löndum eða landshlutum, úr hvernig tækjum er verið að skoða heimasíðuna. Og er líka tól til að bæta virkni vefauglýsinga fyrirtækja,“ segir Benedikt. Vefsölufyrirtæki í sérlega erfiðri stöðu Hann segir að bann hefði víðtæk áhrif, myndi þrengja að fyrirtækjum. „Hvað fyrirtæki geta gert til að bæta sínar heimasíður, til að bæta notendaupplifun og fylgjast með því hvað er að virka.“ Yrði þetta högg fyrir marga? „Já, það má reikna með því. Sérstaklega þá sem stóla á vefsölu og sníða lendingarsíður og vefauglýsingar að því og láta virka sem best. Þarna er búið að taka mjög mikilvægt tól úr höndum fyrirtækjanna,“ segir Benedikt. Bannið gæti haft í för með sér fjárhagslegt tjón, einkum fyrir áðurnefnd fyrirtæki sem stóli á vefsölu. Ákall Neytendasamtakanna komi jafnframt ekki eins og þruma úr heiðskiru lofti - fregnir af þróun mála í Evrópu hafi borist til Íslands. „Þannig að þetta er eitthvað sem við höfum heyrt en við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist. Þetta er eitthvað sem hefði mikil áhrif á fyrirtæki sem reka heimasíður á Íslandi,“ segir Benedikt. Tækni Google Persónuvernd Neytendur Tengdar fréttir Skora á Persónuvernd að banna Google Analytics Persónuverndaryfirvöld í Danmörku hafa gefið út að notkun danskra vefsíðna á vefvöktunarforritinu Google Analytics brýtur í bága við persónuverndarlög landsins. Neytendasamtökin vilja banna notkun forritsins hér á landi. 22. september 2022 06:51 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Sjá meira
Neytendasamtökin skoruðu í gær á Persónuvernd að banna notkun Google Analytics hér á landi tafarlaust og fara þannig að fordæmi Dana. Frændur okkar Danir stigu skrefið í kjölfar þess að Austurríkismenn, Frakkar og Ítalir bönnuðu forritið vegna skilmála þess en sú vinnsla á persónuupplýsingum sem þar fer fram samrýmist ekki persónuverndarreglugerð ESB. Samkvæmt könnun Neytendasamtakanna nota nánast öll íslensk fyrirtæki og stofnanir Google Analytics, þar á meðal Alþingi. Forritið mælir heimsóknir notenda á heimasíður, eins og Benedikt Rafn Rafnsson birtingaráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu Aton/JL, lýsir því. „Google Analytics getur mælt hvaðan hemsóknir koma, frá hvaða löndum eða landshlutum, úr hvernig tækjum er verið að skoða heimasíðuna. Og er líka tól til að bæta virkni vefauglýsinga fyrirtækja,“ segir Benedikt. Vefsölufyrirtæki í sérlega erfiðri stöðu Hann segir að bann hefði víðtæk áhrif, myndi þrengja að fyrirtækjum. „Hvað fyrirtæki geta gert til að bæta sínar heimasíður, til að bæta notendaupplifun og fylgjast með því hvað er að virka.“ Yrði þetta högg fyrir marga? „Já, það má reikna með því. Sérstaklega þá sem stóla á vefsölu og sníða lendingarsíður og vefauglýsingar að því og láta virka sem best. Þarna er búið að taka mjög mikilvægt tól úr höndum fyrirtækjanna,“ segir Benedikt. Bannið gæti haft í för með sér fjárhagslegt tjón, einkum fyrir áðurnefnd fyrirtæki sem stóli á vefsölu. Ákall Neytendasamtakanna komi jafnframt ekki eins og þruma úr heiðskiru lofti - fregnir af þróun mála í Evrópu hafi borist til Íslands. „Þannig að þetta er eitthvað sem við höfum heyrt en við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist. Þetta er eitthvað sem hefði mikil áhrif á fyrirtæki sem reka heimasíður á Íslandi,“ segir Benedikt.
Tækni Google Persónuvernd Neytendur Tengdar fréttir Skora á Persónuvernd að banna Google Analytics Persónuverndaryfirvöld í Danmörku hafa gefið út að notkun danskra vefsíðna á vefvöktunarforritinu Google Analytics brýtur í bága við persónuverndarlög landsins. Neytendasamtökin vilja banna notkun forritsins hér á landi. 22. september 2022 06:51 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Sjá meira
Skora á Persónuvernd að banna Google Analytics Persónuverndaryfirvöld í Danmörku hafa gefið út að notkun danskra vefsíðna á vefvöktunarforritinu Google Analytics brýtur í bága við persónuverndarlög landsins. Neytendasamtökin vilja banna notkun forritsins hér á landi. 22. september 2022 06:51