Innherji

Gefur Seðla­bankanum færi á að hægja á vaxta­hækkunar­taktinum

Hörður Ægisson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri en fjárfestar á skuldabréfamarkaði eru að veðja á að vextir bankans eigi eftir að hækka um 50 punkta til viðbótar og fara upp í 6 prósent í árslok.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri en fjárfestar á skuldabréfamarkaði eru að veðja á að vextir bankans eigi eftir að hækka um 50 punkta til viðbótar og fara upp í 6 prósent í árslok. VÍSIR/VILHELM

Lækkun íbúðaverðs í ágúst kom greinendum og fjárfestum á óvart, sem endurspeglaðist í skarpri lækkun óverðtryggðra ríkisbréfa í dag, en eftir þær tölur er ljóst að nýjasta spá Seðlabankans er að ofmeta verðbólguna talsvert næsta kastið. Þótt ástandið sé enn viðkvæmt þá þýðir kólnandi fasteignamarkaður að útlit er fyrir að lítið sé eftir að vaxtahækkunarferli Seðlabankans, að sögn viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði.


Tengdar fréttir

Merki um „hraðan viðsnúning íbúðaverðs“ að mati SA

Nýjustu mælingar Þjóðskrár á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu má að mati Samtaka atvinnulífsins túlka sem „hraðan viðsnúning íbúðaverðs“, einkum í ljósi þess að áhrif aðgerða Seðlabanka Íslands eru ekki komin fram nema að hluta til.

Telja ólíklegt að „svört“ verðbólguspá Seðlabankans muni ganga eftir

Nýjustu hagtölur sem sýna að verðbólgan er tekin að hjaðna og hagvöxtur reyndist minni á árinu en Seðlabankinn var áður búinn að spá gefur væntingar um að peningastefnunefnd muni ekki fara í aðra skarpa vaxtahækkun. Ólíklegt er að „svört“ spá Seðlabankans um nærri 11 prósenta verðbólgu í í lok árs muni ganga eftir, að mati sérfræðinga á fjármálamarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×