Fótbolti

Verið án félags í þrjá mánuði en valinn í næstbesta landslið heims

Valur Páll Eiríksson skrifar
Denayer hefur gengið illa að finna sér nýtt félag en mun mögulega spila með landsliðinu.
Denayer hefur gengið illa að finna sér nýtt félag en mun mögulega spila með landsliðinu. RvS.Media/Basile Barbey/Getty Images

Varnarmaðurinn Jason Denayer er í landsliðshópi Belgíu fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni þrátt fyrir að hafa verið án félagsliðs í þrjá mánuði. Belgía er í öðru sæti á heimslista FIFA.

Denayer var samningsbundinn Manchester City frá 2013 til 2018 en náði ekki að spila fyrir félagið. Hann fór á þeim tíma á láni til Celtic, Sunderland og Galatasaray áður en hann samdi við Lyon í Frakklandi hvar hann var lykilmaður frá 2018 allt þar til í sumar þegar samningur hans rann út.

Honum hefur enn ekki tekist að finna sér nýtt félag frá því að samningur hans kláraðist þann 30. júní. Þrátt fyrir það er hann í landsliðshópi Belgíu, sem er í öðru sæti á heimslista FIFA, fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeildinni.

Belgía mætir Wales í Brussel á morgun og grönnum sínum í Hollandi í Amsterdam á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×