„Ég skal axla ábyrgð á þessu máli“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. september 2022 21:30 Jóhann Páll ætlar að axla ábyrgð í stóra „fröllumálinu.“ grafík Þingmaður í stjórnarandstöðunni ætlar að taka ábyrgð í máli sem enginn annar virðist vilja taka ábyrgð á. Franskar kartöflur hafa verið meira í fréttum en góðu hófi gegnir upp á síðkastið og stefnir allt í að málið verði með stærri fréttamálum þessa árs. Málið er einfalt: Eftir að Þykkvabær hætti innlendri framleiðslu á frönskum kartöflum vernda verndartollar á franskar einfaldlega ekki neitt. Fólk vill tollinn burt og lægra vöruverð. Það eru margir leikendur í málinu sem óhætt er að kalla „stóra fröllumálið.“ Þegar fréttastofa spurði fjármálaráðherra hvort hann ætlaði að afnema tollinn benti hann á matvælaráðherra. „Þetta er ekki á mínu borði, þetta er hjá landbúnaðarráðherranum eða matvælaráðherranum,“ sagði Bjarni Benediktsson þann 9. september. Og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, benti á fjármálaráðherra. Enginn virðist geta borið ábyrgð í málinu og stóra fröllumálið því farið að minna óheyrilega á þennan hér: Karakterinn Indriði úr Fóstbræðrum spyr hver beri ábyrgð?vísir „Og hver ber ábyrgð á ofnunum hérna? Það er alltaf eitthvað bank í þeim. Það er alltaf eins og þeir séu fullir af lofti. Hver á að hleypa því út? Á ég að gera það?“ sagði karakterinn Indriði eftirminnilega í Fóstbræðrum. Og eins og Indriði spyr réttilega: Hver ætlar að bera ábyrgð á þessu? „Ég skal gera það,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. „Ég ætla að axla ábyrgð á þessu máli. Ég er búinn að leggja fram breytingatillögu við fjárlagabandorm ríkisstjórnarinnar um að þessi tollur verði afnuminn. Ég held að fólkinu í landinu sé alveg nákvæmlega sama hvort það sé matvælaráðherra eða fjármálaráðherra sem hefur forgöngu um að afnema þennan toll.“ Ofboðslega einfalt mál Þetta virðist mjög flókið mál, Bjarni bendir á Svandísi og Svandís á Bjarna. Er þetta svona rosalega flókið? „Nei þetta er ofboðslega einfalt. Ég held að við höfum verið í svona korter að rissa upp þessa breytingatillögu. Mér finnst auðvitað vont ef að ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru komnir í einhverja störukeppni á kostnað neytenda. Við erum að tala um 76 prósenta toll. Þetta er hæsti prósentutollur á matvöru í íslensku tollskránni.“ Jóhann gerir hlé á máli sínu til að gæða sér á frönskum kartöflum. „Ég held að þessar franskar væru svona 300 krónum ódýrari ef að þessi breyting nær fram að ganga. Og ég vona að þeir flokkar sem gefa sig út fyrir að aðhyllast frjáls alþjóðaviðskipti komi með okkur í þetta.“ Neytendur Fjármál heimilisins Skattar og tollar Matur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ráðherrar vísa hver á annan um franskarnar: Sigmar segir Bjarna þurfa að taka nefið upp úr stórfyrirtækjunum Veitingamaður segir yfirvöld hygla erlendum neytendum en skattpína þá íslensku, með því að leggja háan toll á franskar kartöflur. Það gæti munað miklu fyrir landsmenn ef verndartollur sem ekkert verndar lengur yrði afnuminn - en ráðherrar vísa hver á annan. 9. september 2022 21:30 Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. 7. september 2022 23:05 Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. 1. september 2022 15:56 Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. 25. ágúst 2022 13:01 Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. 24. ágúst 2022 14:17 Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. 24. ágúst 2022 13:09 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Franskar kartöflur hafa verið meira í fréttum en góðu hófi gegnir upp á síðkastið og stefnir allt í að málið verði með stærri fréttamálum þessa árs. Málið er einfalt: Eftir að Þykkvabær hætti innlendri framleiðslu á frönskum kartöflum vernda verndartollar á franskar einfaldlega ekki neitt. Fólk vill tollinn burt og lægra vöruverð. Það eru margir leikendur í málinu sem óhætt er að kalla „stóra fröllumálið.“ Þegar fréttastofa spurði fjármálaráðherra hvort hann ætlaði að afnema tollinn benti hann á matvælaráðherra. „Þetta er ekki á mínu borði, þetta er hjá landbúnaðarráðherranum eða matvælaráðherranum,“ sagði Bjarni Benediktsson þann 9. september. Og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, benti á fjármálaráðherra. Enginn virðist geta borið ábyrgð í málinu og stóra fröllumálið því farið að minna óheyrilega á þennan hér: Karakterinn Indriði úr Fóstbræðrum spyr hver beri ábyrgð?vísir „Og hver ber ábyrgð á ofnunum hérna? Það er alltaf eitthvað bank í þeim. Það er alltaf eins og þeir séu fullir af lofti. Hver á að hleypa því út? Á ég að gera það?“ sagði karakterinn Indriði eftirminnilega í Fóstbræðrum. Og eins og Indriði spyr réttilega: Hver ætlar að bera ábyrgð á þessu? „Ég skal gera það,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. „Ég ætla að axla ábyrgð á þessu máli. Ég er búinn að leggja fram breytingatillögu við fjárlagabandorm ríkisstjórnarinnar um að þessi tollur verði afnuminn. Ég held að fólkinu í landinu sé alveg nákvæmlega sama hvort það sé matvælaráðherra eða fjármálaráðherra sem hefur forgöngu um að afnema þennan toll.“ Ofboðslega einfalt mál Þetta virðist mjög flókið mál, Bjarni bendir á Svandísi og Svandís á Bjarna. Er þetta svona rosalega flókið? „Nei þetta er ofboðslega einfalt. Ég held að við höfum verið í svona korter að rissa upp þessa breytingatillögu. Mér finnst auðvitað vont ef að ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru komnir í einhverja störukeppni á kostnað neytenda. Við erum að tala um 76 prósenta toll. Þetta er hæsti prósentutollur á matvöru í íslensku tollskránni.“ Jóhann gerir hlé á máli sínu til að gæða sér á frönskum kartöflum. „Ég held að þessar franskar væru svona 300 krónum ódýrari ef að þessi breyting nær fram að ganga. Og ég vona að þeir flokkar sem gefa sig út fyrir að aðhyllast frjáls alþjóðaviðskipti komi með okkur í þetta.“
Neytendur Fjármál heimilisins Skattar og tollar Matur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ráðherrar vísa hver á annan um franskarnar: Sigmar segir Bjarna þurfa að taka nefið upp úr stórfyrirtækjunum Veitingamaður segir yfirvöld hygla erlendum neytendum en skattpína þá íslensku, með því að leggja háan toll á franskar kartöflur. Það gæti munað miklu fyrir landsmenn ef verndartollur sem ekkert verndar lengur yrði afnuminn - en ráðherrar vísa hver á annan. 9. september 2022 21:30 Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. 7. september 2022 23:05 Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. 1. september 2022 15:56 Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. 25. ágúst 2022 13:01 Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. 24. ágúst 2022 14:17 Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. 24. ágúst 2022 13:09 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ráðherrar vísa hver á annan um franskarnar: Sigmar segir Bjarna þurfa að taka nefið upp úr stórfyrirtækjunum Veitingamaður segir yfirvöld hygla erlendum neytendum en skattpína þá íslensku, með því að leggja háan toll á franskar kartöflur. Það gæti munað miklu fyrir landsmenn ef verndartollur sem ekkert verndar lengur yrði afnuminn - en ráðherrar vísa hver á annan. 9. september 2022 21:30
Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. 7. september 2022 23:05
Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. 1. september 2022 15:56
Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. 25. ágúst 2022 13:01
Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. 24. ágúst 2022 14:17
Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. 24. ágúst 2022 13:09