Geimmiðstöð skemmdist þegar Nanmadol gekk yfir Japan Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2022 08:50 Björgunarfólk og hermenn leita að aurskriðu sem féll í Mimata í Miyazaki-héraði í gær. AP/Kyodo News Tveir eru látnir og yfir hundrað slasaðir eftir að hitabeltislægðin Nanmadol gekk yfir Japan. Samgöngur eru í lamasessi og víða er rafmagnslaust eftir óveðrið. Þá urðu skemmdir á eldflaugaverksmiðju japönsku geimstofnunarinnar JAXA. Nanmadol gekk á land sem fellibylur á Kyushu-eyju, syðstu af fjórum stærstu eyjum japanska eyjaklasans, á sunnudag. Bylurinn veiktist eftir því sem hann þokaðist norðar og varð að hitabeltislægð. Honum fylgdi úrhellisrigning sem olli flóðum og aurskriðum. Níu milljónum manna var ráðlagt að yfirgefa heimili sín. Þeir látnu fórust í Miyazaki-héraði á Kyushu í gær. Karlmaður fannst látinn í bifreið sem varð undir flóði á sveitabæ við bæinn Miyakonojo og annar fannst í aurskriðu í Mimata, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er eins saknað í Hiroshima. Fleiri en 130.000 heimili voru án rafmagns á þriðjudagsmorgun. Samgöngur komust að mestu leyti í samt horf í dag en flugferðum var enn aflýst í norðaustanverðu landinu. Áður hafði þurft að stöðva ferðir neðanjarðarlesta, hraðlesta, ferja og flugvéla víða. Á Tanegashima-eyju, suður af Kyushu, skemmdist veggur byggingar í geimmiðstöð japönsku geimstofnunarinnar þar sem eldflaugar eru settar saman. Hitabeltislægðin stefnur nú út á Kyrrahafið undan norðanverðu Japan, að sögn japönsku veðurstofunnar. Japan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fjórar milljónir þurft að yfirgefa heimili sín Fellibylurinn Nanmadol kom á land á eyjunni Kyushu í Japan í dag en talið er að um 400 millimetrar af rigningu falli á suðurhluta eyjunnar næsta sólarhringinn. Vindhviður geta náð allt að 230 kílómetra hraða. 18. september 2022 09:51 „Ofur-fellibylur“ stefnir í átt að Japan Jarðvísindastofnun Japan hefur óskað eftir því að íbúar á suðurhluta eyjunnar Kyushu yfirgefi heimili sín þar sem fellibylurinn Nanmadol stefnir þangað. Talið er að allt að hálfur metri af rigningu falli á svæðinu á sunnudaginn. 17. september 2022 13:47 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 1830.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Nanmadol gekk á land sem fellibylur á Kyushu-eyju, syðstu af fjórum stærstu eyjum japanska eyjaklasans, á sunnudag. Bylurinn veiktist eftir því sem hann þokaðist norðar og varð að hitabeltislægð. Honum fylgdi úrhellisrigning sem olli flóðum og aurskriðum. Níu milljónum manna var ráðlagt að yfirgefa heimili sín. Þeir látnu fórust í Miyazaki-héraði á Kyushu í gær. Karlmaður fannst látinn í bifreið sem varð undir flóði á sveitabæ við bæinn Miyakonojo og annar fannst í aurskriðu í Mimata, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er eins saknað í Hiroshima. Fleiri en 130.000 heimili voru án rafmagns á þriðjudagsmorgun. Samgöngur komust að mestu leyti í samt horf í dag en flugferðum var enn aflýst í norðaustanverðu landinu. Áður hafði þurft að stöðva ferðir neðanjarðarlesta, hraðlesta, ferja og flugvéla víða. Á Tanegashima-eyju, suður af Kyushu, skemmdist veggur byggingar í geimmiðstöð japönsku geimstofnunarinnar þar sem eldflaugar eru settar saman. Hitabeltislægðin stefnur nú út á Kyrrahafið undan norðanverðu Japan, að sögn japönsku veðurstofunnar.
Japan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fjórar milljónir þurft að yfirgefa heimili sín Fellibylurinn Nanmadol kom á land á eyjunni Kyushu í Japan í dag en talið er að um 400 millimetrar af rigningu falli á suðurhluta eyjunnar næsta sólarhringinn. Vindhviður geta náð allt að 230 kílómetra hraða. 18. september 2022 09:51 „Ofur-fellibylur“ stefnir í átt að Japan Jarðvísindastofnun Japan hefur óskað eftir því að íbúar á suðurhluta eyjunnar Kyushu yfirgefi heimili sín þar sem fellibylurinn Nanmadol stefnir þangað. Talið er að allt að hálfur metri af rigningu falli á svæðinu á sunnudaginn. 17. september 2022 13:47 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 1830.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Fjórar milljónir þurft að yfirgefa heimili sín Fellibylurinn Nanmadol kom á land á eyjunni Kyushu í Japan í dag en talið er að um 400 millimetrar af rigningu falli á suðurhluta eyjunnar næsta sólarhringinn. Vindhviður geta náð allt að 230 kílómetra hraða. 18. september 2022 09:51
„Ofur-fellibylur“ stefnir í átt að Japan Jarðvísindastofnun Japan hefur óskað eftir því að íbúar á suðurhluta eyjunnar Kyushu yfirgefi heimili sín þar sem fellibylurinn Nanmadol stefnir þangað. Talið er að allt að hálfur metri af rigningu falli á svæðinu á sunnudaginn. 17. september 2022 13:47