Opið bréf til lögmanns Sælukots - svar við áskorun um að draga ummæli til baka Margrét Eymundardóttir skrifar 19. september 2022 08:32 Í bréfi Lilju Margrétar Olsen lögmanns, dagsettu 13. september, 2022 kemur fram að forsvarsmenn leikskólans Sælukots hafi leitað til hennar. Í bréfinu tilkynnir hún mér að ég, Margrét Eymundardóttir, eigi von á því að mér verði stefnt vegna ummæla minna og Maríu Leu Ævarsdóttur, Evu Drífudóttur og Kristbjargar Helgadóttur í Vísi 7. september sl. Í ofannefndu bréfi er því hótað að ef ég birti ekki grein með sambærilegum hætti fyrir 21. september, þar sem tilgreind ummæli okkar eru dregin til baka, geti ég búist við málshöfðun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna meiðyrða. Í bréfinu er sérstaklega vísað til eftirfarandi ummæla: „Í Reykjavík er starfræktur leikskólinn Sælukot sem er rekinn af sértrúarsöfnuði sem telur um 10 manns á Íslandi. Þessi söfnuður kallast Ananda Marga og hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim. Reykjavíkurborg gerir samninga við einkarekna leikskóla sem greiða sér út arð á sama tíma og þeir þiggja fé frá borginni. Stjórnendur leikskólans Sælukots greiddu sér út 41,8 m.kr. í arð árið 2020 á sama tíma og leikskólastarfið var í miklu fjársvelti.“ Það er erfitt að ímynda sér hvað er nákvæmlega átt við með bréfinu en við teljum rétt að byrja á upphafi efnisgreinarinnar. Er orðið sértrúarsöfnuður meiðandi? Við teljum ekki svo vera. Á vef Árnastofnunar kemur fram að merking orðsins sé: hópur fólks sem hefur sagt skilið við stærra trúfélag. Í útvarpsviðtali á Bylgjunni við Elínu Halldórsdóttur þann 9. september segir hún að Ananda Marga sé ekki trúfélag. Við spyrjum því, hvers vegna kallar hún þá rekstrarstjóra leikskólans nunnu? Í okkar huga er orðið nunna tengt trú. Jafnframt fer fram tilbeiðsla í söng sem börnin taka þátt í innan leikskólans á stofnanda samtakanna Prabhat Ranjan Sarkar (1921–1990, einnig nefndur Sri Sri Anandamurti). Auk þess hangir mynd af honum á vegg leikskólans. Ef það er eitthvert atriði í huga Ananda Marga meðlima að skilgreina Ananda Marga ekki sem trúfélag þá er það skilgreiningaratriði og varla getur talist til meiðyrða þó aðrir leyfi sér að skilgreina samtökin sem trúfélag. Er meiðandi að taka það fram að söfnuðurinn telji einungis um 10 manns? Á vef Hagstofu Íslands má lesa að fjöldi meðlima Ananda Marga samtakanna var 12 manns árið 2022. Það vantar tvo upp á okkar tölu og það er okkur ljúft og skylt að biðjast velvirðingar á því. Þó er rétt að taka fram að við skrifuðum smáorðið um fyrir framan 10. Við gerum ekki ráð fyrir að það sé talið til meiðyrða að bendla leikskólann Sælukot við Ananda Marga samtökin. Það kemur skýrt fram á heimasíðu leikskólans, saelukot.is að hann starfi í nafni Ananda Marga samtakanna. Ef það hefur verið tekið út af heimasíðunni þá höfum við sannanir fyrir því að það hafi staðið þar þegar bréf okkar var ritað. Eru það meiðyrði að taka fram að Ananda Marga samtökin hafi í gegnum tíðina verið bendluð við hryðjuverk víða um heim? Það getur hugsanlega farið fyrir brjóstið á einhverjum en þá er rétt að skoða greinar sem birtast þegar sett er inn orðið Ananda Marga á veraldarvefinn. Þá birtast því miður margar greinar sem við hvetjum alla til að skoða. Við höfum meðal annars í huga ritrýnda grein undir nafninu Ananda Marga and the Use of Force eftir Helen Crovetto. Í greininni kemur fram að maður að nafni Evan Pederick hafi játað að hafa átt aðild að sprenigjutilræði við Hilton hótel í Sydney árið 1978. Bein tilvitnun: In 1990 a man named Evan Pederick admitted he had planted the Hilton Hotel bomb and surrendered to police.43 Known by the Sanskrit name Om Prakash, Pederick was a Margii at the time of the incident. Rétt er að ítreka að í nefndri grein okkar, stendur að samtökin eða söfnuðurinn Ananda Marga hafi „í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim,“ og við það stöndum við. Í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um sjálfstætt starfandi leik- og grunnskóla, kemur fram að Sælukot hafi keypt raðhús að Einarsnesi 8 (sem er í Skerjafirði) árið 2019. Jafnframt hafi Sælukot hagnast um 41,8 m.kr. árið 2020. Það verður að játast að við köllum þennan hagnað arð í greininni en það stafar fyrst og fremst af því að engin okkar er útsmogin í bókhaldsbrellum. Við sjáum ekki að það sé grundvallarmunur á þessu tvennu, arði og hagnaði. Sé svo biðjumst við velvirðingar á því. Hitt stendur óhaggað að leikskólinn er rekinn með verulegum hagnaði sem við sjáum ekki hvert rennur. Reksturinn er í fjársvelti, Reykjavíkurborg styrkir fyrirtækið og enginn veit hvernig hagnaðinum er ráðstafað. Skýrsluna má lesa hér. Við, fyrrverandi starfsmenn á Sælukoti, stöndum við það, allar sem ein að árið 2020, þegar hagnaðurinn var 41,8 m.kr., hafi leikskólastarfið verið í miklu fjársvelti. Raunar ná kvartanir okkar 6 ár aftur í tímann eins og lesa má um hér. Við ætlum ekki lengur að láta rekstarstjórann kúga okkur. Hennar vald nær ekki út fyrir veggi leikskólans. Ef við réðum yfir jafnmiklu fé og hún myndum við eflaust kæra hana fyrir illa meðferð á starfsfólki og brot í störfum sínum. Við höfum það ekki og látum okkur nægja að skrifa um óréttlætið í blöðin til þess að reyna að vekja almenning til umhugsunar og stjórnvöld, einkum Reykjavíkurborg sem styður þetta starf með fjárframlögum. Við viljum því ítreka að við sjáum alls enga ástæðu til að draga neitt af framangreindum ummælum okkar til baka, enda hefur okkur ekki verið bent á neinar forsendur fyrir slíku. Við teljum eðlilegt að birta þetta bréf með a.m.k. sambærilegum hætti og grein okkar frá 7. september síðastliðinn. Þannig getum við sýnt enn betur en áður hvernig þessi „kærleiksríku samtök“ kjósa að starfa. Samþykkar öllu framansögðu, María Lea Ævarsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðir Eva Drífudóttir, innanhúsarkitekt og fyrrverandi starfsmaður Kristbjörg Helgadóttir, deildarstjóri og fyrrverandi starfsmaður Virðingarfyllst Margrét Eymundardóttir, kennari og fyrrverandi leikskólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starfsemi Sælukots Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í bréfi Lilju Margrétar Olsen lögmanns, dagsettu 13. september, 2022 kemur fram að forsvarsmenn leikskólans Sælukots hafi leitað til hennar. Í bréfinu tilkynnir hún mér að ég, Margrét Eymundardóttir, eigi von á því að mér verði stefnt vegna ummæla minna og Maríu Leu Ævarsdóttur, Evu Drífudóttur og Kristbjargar Helgadóttur í Vísi 7. september sl. Í ofannefndu bréfi er því hótað að ef ég birti ekki grein með sambærilegum hætti fyrir 21. september, þar sem tilgreind ummæli okkar eru dregin til baka, geti ég búist við málshöfðun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna meiðyrða. Í bréfinu er sérstaklega vísað til eftirfarandi ummæla: „Í Reykjavík er starfræktur leikskólinn Sælukot sem er rekinn af sértrúarsöfnuði sem telur um 10 manns á Íslandi. Þessi söfnuður kallast Ananda Marga og hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim. Reykjavíkurborg gerir samninga við einkarekna leikskóla sem greiða sér út arð á sama tíma og þeir þiggja fé frá borginni. Stjórnendur leikskólans Sælukots greiddu sér út 41,8 m.kr. í arð árið 2020 á sama tíma og leikskólastarfið var í miklu fjársvelti.“ Það er erfitt að ímynda sér hvað er nákvæmlega átt við með bréfinu en við teljum rétt að byrja á upphafi efnisgreinarinnar. Er orðið sértrúarsöfnuður meiðandi? Við teljum ekki svo vera. Á vef Árnastofnunar kemur fram að merking orðsins sé: hópur fólks sem hefur sagt skilið við stærra trúfélag. Í útvarpsviðtali á Bylgjunni við Elínu Halldórsdóttur þann 9. september segir hún að Ananda Marga sé ekki trúfélag. Við spyrjum því, hvers vegna kallar hún þá rekstrarstjóra leikskólans nunnu? Í okkar huga er orðið nunna tengt trú. Jafnframt fer fram tilbeiðsla í söng sem börnin taka þátt í innan leikskólans á stofnanda samtakanna Prabhat Ranjan Sarkar (1921–1990, einnig nefndur Sri Sri Anandamurti). Auk þess hangir mynd af honum á vegg leikskólans. Ef það er eitthvert atriði í huga Ananda Marga meðlima að skilgreina Ananda Marga ekki sem trúfélag þá er það skilgreiningaratriði og varla getur talist til meiðyrða þó aðrir leyfi sér að skilgreina samtökin sem trúfélag. Er meiðandi að taka það fram að söfnuðurinn telji einungis um 10 manns? Á vef Hagstofu Íslands má lesa að fjöldi meðlima Ananda Marga samtakanna var 12 manns árið 2022. Það vantar tvo upp á okkar tölu og það er okkur ljúft og skylt að biðjast velvirðingar á því. Þó er rétt að taka fram að við skrifuðum smáorðið um fyrir framan 10. Við gerum ekki ráð fyrir að það sé talið til meiðyrða að bendla leikskólann Sælukot við Ananda Marga samtökin. Það kemur skýrt fram á heimasíðu leikskólans, saelukot.is að hann starfi í nafni Ananda Marga samtakanna. Ef það hefur verið tekið út af heimasíðunni þá höfum við sannanir fyrir því að það hafi staðið þar þegar bréf okkar var ritað. Eru það meiðyrði að taka fram að Ananda Marga samtökin hafi í gegnum tíðina verið bendluð við hryðjuverk víða um heim? Það getur hugsanlega farið fyrir brjóstið á einhverjum en þá er rétt að skoða greinar sem birtast þegar sett er inn orðið Ananda Marga á veraldarvefinn. Þá birtast því miður margar greinar sem við hvetjum alla til að skoða. Við höfum meðal annars í huga ritrýnda grein undir nafninu Ananda Marga and the Use of Force eftir Helen Crovetto. Í greininni kemur fram að maður að nafni Evan Pederick hafi játað að hafa átt aðild að sprenigjutilræði við Hilton hótel í Sydney árið 1978. Bein tilvitnun: In 1990 a man named Evan Pederick admitted he had planted the Hilton Hotel bomb and surrendered to police.43 Known by the Sanskrit name Om Prakash, Pederick was a Margii at the time of the incident. Rétt er að ítreka að í nefndri grein okkar, stendur að samtökin eða söfnuðurinn Ananda Marga hafi „í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim,“ og við það stöndum við. Í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um sjálfstætt starfandi leik- og grunnskóla, kemur fram að Sælukot hafi keypt raðhús að Einarsnesi 8 (sem er í Skerjafirði) árið 2019. Jafnframt hafi Sælukot hagnast um 41,8 m.kr. árið 2020. Það verður að játast að við köllum þennan hagnað arð í greininni en það stafar fyrst og fremst af því að engin okkar er útsmogin í bókhaldsbrellum. Við sjáum ekki að það sé grundvallarmunur á þessu tvennu, arði og hagnaði. Sé svo biðjumst við velvirðingar á því. Hitt stendur óhaggað að leikskólinn er rekinn með verulegum hagnaði sem við sjáum ekki hvert rennur. Reksturinn er í fjársvelti, Reykjavíkurborg styrkir fyrirtækið og enginn veit hvernig hagnaðinum er ráðstafað. Skýrsluna má lesa hér. Við, fyrrverandi starfsmenn á Sælukoti, stöndum við það, allar sem ein að árið 2020, þegar hagnaðurinn var 41,8 m.kr., hafi leikskólastarfið verið í miklu fjársvelti. Raunar ná kvartanir okkar 6 ár aftur í tímann eins og lesa má um hér. Við ætlum ekki lengur að láta rekstarstjórann kúga okkur. Hennar vald nær ekki út fyrir veggi leikskólans. Ef við réðum yfir jafnmiklu fé og hún myndum við eflaust kæra hana fyrir illa meðferð á starfsfólki og brot í störfum sínum. Við höfum það ekki og látum okkur nægja að skrifa um óréttlætið í blöðin til þess að reyna að vekja almenning til umhugsunar og stjórnvöld, einkum Reykjavíkurborg sem styður þetta starf með fjárframlögum. Við viljum því ítreka að við sjáum alls enga ástæðu til að draga neitt af framangreindum ummælum okkar til baka, enda hefur okkur ekki verið bent á neinar forsendur fyrir slíku. Við teljum eðlilegt að birta þetta bréf með a.m.k. sambærilegum hætti og grein okkar frá 7. september síðastliðinn. Þannig getum við sýnt enn betur en áður hvernig þessi „kærleiksríku samtök“ kjósa að starfa. Samþykkar öllu framansögðu, María Lea Ævarsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðir Eva Drífudóttir, innanhúsarkitekt og fyrrverandi starfsmaður Kristbjörg Helgadóttir, deildarstjóri og fyrrverandi starfsmaður Virðingarfyllst Margrét Eymundardóttir, kennari og fyrrverandi leikskólastjóri
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun