Er hægt að svindla í skák með unaðstækjum ástarlífsins? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. september 2022 08:35 Carlsen hætti þátttöku eftir skákina við Niemann. Saint Louis Chess Club/Crystal Fuller Mikil ólga er nú innan skákheimsins eftir að Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari og einn mesti núlifandi skákmeistari heims, hætti á dögunum þátttöku á Sinquefield-skákmótinu. Getgátur fóru í kjölfarið á flug um mögulegt svindl mannsins sem batt enda á 53 skáka sigurgöngu Carlsen. Carlsen tapaði viðureign við Hans Niemann, sem varð stórmeistari í fyrra. Í kjölfarið tilkynnti hinn óviðjafnanlegi Carlsen að hann væri hættur keppni og deildi myndskeiði á Twitter, þar sem knattspyrnuþjálfarinn Jose Mourinho segist ekki geta tjáð sig, þar sem það muni aðeins koma honum í vandræði. Margir túlkuðu tíst Carlsen á þann veg að þarna væri hann að saka Niemann um svindl en Niemann, sem er 19 ára, hefur tvívegis gerst sekur um svindl í netskák á Chess.com. Að sögn Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands, sem telur ekki að Niemann hafi svindlað, kom síðastnefndi hingað til lands fyrr á árinu, til að taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu. „Það var virkilega gaman að hafa hann. Hann er svona svolítið skemmtileg týpa, hann er svona „tense“ og ákveðinn og tapaði meðal annars fyrir Jóhanni Hjartarsyni í 26 leikjum. Það var gaman að hafa hann hérna,“ segir Gunnar. Engin formleg kvörtun hefur verið lögð fram gegn Niemann en fjölmargir hafa stigið fram og segjast efast um að nýliðinn hafi unnið heimsmeistarann á heiðarlegan hátt. Carlsen var með hvítan og lék sjaldgæfan byrjunarleik. Niemann virtist þó eiga svar við öllum brögðum heimsmeistarans og kom sjálfur á óvart á ögurstundu, með leiknum be6. Niemann hefur þverneitað að hafa svindlað og segist fyrir tilviljun hafa verið búinn að kynna sér stöðuna sem kom upp í skákinni fyrir einvígið. Það er enda erfitt að svindla við borðið, á móti andstæðingnum og fyrir framan áhorfendur. Erfitt, en ekki útlokað, segir Gunnar, sem segir menn áður hafa orðið uppvísa að því að fela til að mynda síma á salerninu. Viðlíka uppákomur hafi þó ekki áður átt sér stað meðal fremstu manna í skákheiminum. En hvernig á Niemann þá að hafa farið að þessu? Kenningin er sumsé sú að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarminum og vitorðsmaður hans gefið honum upplýsingar um besta leikinn í stöðunni með því að láta tækið titra á fyrirfram ákveðinn hátt. Vitorðsmaður gæti þannig, ef einbeittur brotavilji er fyrir hendi, setið hvar sem er og matað hinn óheiðarlega skákmann á upplýsingum úr tölvuheila. Ásakanir um svindl í skákheiminum Skák Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Getgátur fóru í kjölfarið á flug um mögulegt svindl mannsins sem batt enda á 53 skáka sigurgöngu Carlsen. Carlsen tapaði viðureign við Hans Niemann, sem varð stórmeistari í fyrra. Í kjölfarið tilkynnti hinn óviðjafnanlegi Carlsen að hann væri hættur keppni og deildi myndskeiði á Twitter, þar sem knattspyrnuþjálfarinn Jose Mourinho segist ekki geta tjáð sig, þar sem það muni aðeins koma honum í vandræði. Margir túlkuðu tíst Carlsen á þann veg að þarna væri hann að saka Niemann um svindl en Niemann, sem er 19 ára, hefur tvívegis gerst sekur um svindl í netskák á Chess.com. Að sögn Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands, sem telur ekki að Niemann hafi svindlað, kom síðastnefndi hingað til lands fyrr á árinu, til að taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu. „Það var virkilega gaman að hafa hann. Hann er svona svolítið skemmtileg týpa, hann er svona „tense“ og ákveðinn og tapaði meðal annars fyrir Jóhanni Hjartarsyni í 26 leikjum. Það var gaman að hafa hann hérna,“ segir Gunnar. Engin formleg kvörtun hefur verið lögð fram gegn Niemann en fjölmargir hafa stigið fram og segjast efast um að nýliðinn hafi unnið heimsmeistarann á heiðarlegan hátt. Carlsen var með hvítan og lék sjaldgæfan byrjunarleik. Niemann virtist þó eiga svar við öllum brögðum heimsmeistarans og kom sjálfur á óvart á ögurstundu, með leiknum be6. Niemann hefur þverneitað að hafa svindlað og segist fyrir tilviljun hafa verið búinn að kynna sér stöðuna sem kom upp í skákinni fyrir einvígið. Það er enda erfitt að svindla við borðið, á móti andstæðingnum og fyrir framan áhorfendur. Erfitt, en ekki útlokað, segir Gunnar, sem segir menn áður hafa orðið uppvísa að því að fela til að mynda síma á salerninu. Viðlíka uppákomur hafi þó ekki áður átt sér stað meðal fremstu manna í skákheiminum. En hvernig á Niemann þá að hafa farið að þessu? Kenningin er sumsé sú að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarminum og vitorðsmaður hans gefið honum upplýsingar um besta leikinn í stöðunni með því að láta tækið titra á fyrirfram ákveðinn hátt. Vitorðsmaður gæti þannig, ef einbeittur brotavilji er fyrir hendi, setið hvar sem er og matað hinn óheiðarlega skákmann á upplýsingum úr tölvuheila.
Ásakanir um svindl í skákheiminum Skák Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira