Stúkan valdi úrvalslið Bestu-deildarinnar: Ekkert pláss fyrir Kristal því hann fór Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2022 23:31 Reynir Leósson var eitthvað fúll út í Kristal Mána Ingason eftir að hann yfirgaf deildina og gaf honum því ekki sæti í úrvalsliði sínu. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Stúkunnar gerðu upp tímabilið í Bestu-deild karla í gærkvöldi eftir að hinum hefðbundnu 22 umferðum lauk. Meðal þess sem var á dagskrá var að kynna úrvalslið deildarinnar sem þeri Reynir Leósson og Lárus Orri Sigurðsson settu saman. Þrátt fyrir að tímabilinu sé ekki lokið í Bestu-deildinni var ákveðið að Reynir og Lárus ættu að setja saman sín úrvalslið úr leikmönnum deildarinnar. Farmundan er úrslitakeppni Bestu-deildarinnar og Guðmundur Benediktsson, stjórnandi þáttarins, fullvissaði áhorfendur um það að þegar henni væri lokið yrðu úrvalslið hennar sett saman. Reynir Leósson kynnti liðið sitt fyrst til leiks. Eðlilega komu flestir leikmenn liðsins úr efstu liðum deildarinnar, en topplið Breiðabliks á fjóra fulltrúa og Íslandsmeistarar Víkings eiga þrjá. Þá eiga KA-menn, sem sitja í þriðja sæti deildarinnar, tvo fulltrúa í liðinu. Að lokum er Valsarinn Frederik Schram í markinu og Framarinn Guðmundur Magnússon í fremstu víglínu. Þá vakti kannski athygli einhverra að Kristall Máni Ingason, fyrrverandi leikmaður Víkings, komst ekki í liðið, en Reynir hafði þó skýringar á því. „Maður átti í smá vandræðum með þetta, en þetta er liðið sem ég setti saman. Af hverju er Kristall ekki þarna? Ég fór í fýlu út í hann af því að hann fór,“ sagði Reynir léttur, en Kristall Máni gekk í raðir norska stórliðsins Rosenborg á miðju tímabili. Úrvalslið Reynis Leóssonar.Vísir/Stöð 2 Sport Úrvalslið Reynis Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Logi Tómasson (Víkingur) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Næst var komið að Lárusi, en hann valdi keimlíkt lið og kollegi sinn. Hann gerði þó tvær breytingar á vörninni og þá var Lárus ekki í neinni fýlu út í Kristal Mána og gaf honum sæti í liðinu. Reyndar benti Guðmundur á þá staðreynd að Lárus hafi valið þrjá leikmenn í sitt lið sem væru farnir úr deildinni. „Er þetta ekki tilgangurinn?“ spurði Lárus. „Þeir eru að spila hérna á Íslandi til þess að komast út. Þeir komust út af því að þeir stóðu sig svo vel og þar með eru þeir í liðinu hjá mér.“ Úrvalslið Lárusar. Úrvalslið Lárusar Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Ívar Örn Árnason (KA) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Kristall Máni Ingason (Víkingur) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) Stúkan Besta deild karla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Þrátt fyrir að tímabilinu sé ekki lokið í Bestu-deildinni var ákveðið að Reynir og Lárus ættu að setja saman sín úrvalslið úr leikmönnum deildarinnar. Farmundan er úrslitakeppni Bestu-deildarinnar og Guðmundur Benediktsson, stjórnandi þáttarins, fullvissaði áhorfendur um það að þegar henni væri lokið yrðu úrvalslið hennar sett saman. Reynir Leósson kynnti liðið sitt fyrst til leiks. Eðlilega komu flestir leikmenn liðsins úr efstu liðum deildarinnar, en topplið Breiðabliks á fjóra fulltrúa og Íslandsmeistarar Víkings eiga þrjá. Þá eiga KA-menn, sem sitja í þriðja sæti deildarinnar, tvo fulltrúa í liðinu. Að lokum er Valsarinn Frederik Schram í markinu og Framarinn Guðmundur Magnússon í fremstu víglínu. Þá vakti kannski athygli einhverra að Kristall Máni Ingason, fyrrverandi leikmaður Víkings, komst ekki í liðið, en Reynir hafði þó skýringar á því. „Maður átti í smá vandræðum með þetta, en þetta er liðið sem ég setti saman. Af hverju er Kristall ekki þarna? Ég fór í fýlu út í hann af því að hann fór,“ sagði Reynir léttur, en Kristall Máni gekk í raðir norska stórliðsins Rosenborg á miðju tímabili. Úrvalslið Reynis Leóssonar.Vísir/Stöð 2 Sport Úrvalslið Reynis Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Logi Tómasson (Víkingur) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Næst var komið að Lárusi, en hann valdi keimlíkt lið og kollegi sinn. Hann gerði þó tvær breytingar á vörninni og þá var Lárus ekki í neinni fýlu út í Kristal Mána og gaf honum sæti í liðinu. Reyndar benti Guðmundur á þá staðreynd að Lárus hafi valið þrjá leikmenn í sitt lið sem væru farnir úr deildinni. „Er þetta ekki tilgangurinn?“ spurði Lárus. „Þeir eru að spila hérna á Íslandi til þess að komast út. Þeir komust út af því að þeir stóðu sig svo vel og þar með eru þeir í liðinu hjá mér.“ Úrvalslið Lárusar. Úrvalslið Lárusar Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Ívar Örn Árnason (KA) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Kristall Máni Ingason (Víkingur) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Logi Tómasson (Víkingur) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Ívar Örn Árnason (KA) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Kristall Máni Ingason (Víkingur) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stúkan Besta deild karla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira