Innlent

„Ekki kann lögreglan að meta það“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þóra Arnórsdóttir hélt ræðu fyrir hönd umsjónarmanna Kveiks.
Þóra Arnórsdóttir hélt ræðu fyrir hönd umsjónarmanna Kveiks. Hulda Margrét Óladóttir

Í þakkarræðu sinni á Edduverðlaununum í kvöld skaut Þóra Arnórsdóttir föstum skotum að lögreglu og Samherja þegar hún tók við verðlaunum fyrir hönd umsjónarmanna Kveiks, sem hlutu verðlaun fyrir fréttaskýringaþátt ársins. 

„Á þessum tímum er það ótrúlega mikilvægt að fá að vita, finna og skynja að þið fagfólkið og áhorfendur kunnið að meta það sem við gerum,“ sagði Þóra.

 „Vegna þess að ekki kann lögreglan að meta það, sem vílar ekki fyrir sér að kalla blaðamenn til yfirheyrslu og krefja þá um nöfn heimildarmanna, hverja við hittum, hvar og hvers vegna, eins og ekkert sé eðlilegra,“ bætti hún við og uppskar mikinn fögnuð í salnum.

Þá sagði hún stjórnendur ákveðinna fyrirtækja ekki heldur að meta þeirra vinnu, sem „stofna skæruliðadeildir af því tilefni,“ sagði Þóra og vísar þar til svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja sem Stundin og Kjarninn fjölluðu um og varð tilefni lögreglurannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Nú hafa blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu gefið skýrslu vegna málsins.


Tengdar fréttir

Blaða­mennirnir boðaðir í yfir­heyrslu á ný

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað blaðamennina fjóra sem eru með réttarstöðu sakbornings eftir umfjöllun um „skæruliðadeild Samherja“, aftur í skýrslutöku.

Blaða­menn segja greinar­gerðina ein­kennast af dylgjum og get­gátum

Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×