Erlent

Fjórar milljónir þurft að yfir­gefa heimili sín

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fellibylurinn hefur leikið Japani grátt.
Fellibylurinn hefur leikið Japani grátt. AP/Kyodo News

Fellibylurinn Nanmadol kom á land á eyjunni Kyushu í Japan í dag en talið er að um 400 millimetrar af rigningu falli á suðurhluta eyjunnar næsta sólarhringinn. Vindhviður geta náð allt að 230 kílómetra hraða.

Fjórar milljónir manna hefa þurft að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins, sem hefur þó minnkað á leið sinni í átt að eyjunni og mun því ekki valda jafn miklu tjóni og búist var við.

Einhverjir innviðir borga og bæja hafa eyðilagst það sem af er dags, þar á meðal strætóskýli og gluggar í verslunum. Búið er að aflýsa fjölda lestarferða og flugferða til og frá eyjunni og eru flest allar verslanir eyjunnar lokaðar.

Búist er við því að Nanmadol muni fara yfir stærstu eyju Japan, Honshu, seinna í vikunni áður en hann fer aftur út á haf.

Íbúar Kyushu eru þrettán milljón talsins en suðurhluti eyjunnar mun fá versta veðrið í dag. Þar má finna borgina Kagoshima en þar búa tæplega sex hundruð þúsund manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×