„Þeir verða alls ekkert fallbyssufóður í vetur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2022 08:31 Snorri Steinn Guðjónsson var ánægður með fyrri hálfleikinn gegn Herði en ekkert sérstaklega sáttur með þann seinni. vísir/hulda margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var skiljanlega sáttur með fyrri hálfleikinn gegn Herði enda unnu meistararnir hann, 22-9. Í seinni hálfleik jöfnuðust leikar en sigur Valsmanna var aldrei í neinni einustu hættu og á endanum munaði tíu mörkum á liðunum, 38-28. „Ég er mjög ánægður hvernig við mættum til leiks og með fyrri hálfleikinn. Við gerðum of mörg mistök og hefðum getað verið með meiri forystu en að sama skapi er ég ekkert ánægður með seinni hálfleikinn. Við duttum niður á of lágt plan en þetta eru tvö stig og það var ekkert meira í boði,“ sagði Snorri við Vísi í leikslok. Valsmenn spiluðu 5-1 vörn í fyrri hálfleik með Aron Dag Pálsson fyrir framan. Það gaf góða raun og öflug vörn skilaði fimmtán hraðaupphlaupsmörkum í fyrri hálfleiknum. „Ég reyni að spila báðar varnir og það var engin svakaleg pæling á bak við það. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki mikið um þetta Harðarlið. Auðvitað hafði ég kynnt mér það og fengið hjálp við það en þetta er óþægilegur andstæðingur í þeirra fyrsta leik,“ sagði Snorri. Harðarmenn áttu ekki möguleika í fyrri hálfleik en urðu betri eftir því sem á leið seinni hálfleikinn.vísir/hulda margrét Hann var ekki á því að einbeitingin hefði fjarað út hjá Valsmönnum í seinni hálfleik. „Menn voru allir af vilja gerðir. En við notuðum uppstillingar sem við erum kannski ekki vanir að nota og gáfum mönnum tækifæri. Þetta riðlaðist aðeins en þeir voru bara betri og kannski búnir að hlaupa af sér hornin,“ sagði Snorri. „Skrekkurinn var farinn og þeir sýndu líka góða takta. Við megum ekki taka það af þeim. Þeir verða alls ekkert fallbyssufóður í vetur.“ Olís-deild karla Valur Hörður Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira
Í seinni hálfleik jöfnuðust leikar en sigur Valsmanna var aldrei í neinni einustu hættu og á endanum munaði tíu mörkum á liðunum, 38-28. „Ég er mjög ánægður hvernig við mættum til leiks og með fyrri hálfleikinn. Við gerðum of mörg mistök og hefðum getað verið með meiri forystu en að sama skapi er ég ekkert ánægður með seinni hálfleikinn. Við duttum niður á of lágt plan en þetta eru tvö stig og það var ekkert meira í boði,“ sagði Snorri við Vísi í leikslok. Valsmenn spiluðu 5-1 vörn í fyrri hálfleik með Aron Dag Pálsson fyrir framan. Það gaf góða raun og öflug vörn skilaði fimmtán hraðaupphlaupsmörkum í fyrri hálfleiknum. „Ég reyni að spila báðar varnir og það var engin svakaleg pæling á bak við það. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki mikið um þetta Harðarlið. Auðvitað hafði ég kynnt mér það og fengið hjálp við það en þetta er óþægilegur andstæðingur í þeirra fyrsta leik,“ sagði Snorri. Harðarmenn áttu ekki möguleika í fyrri hálfleik en urðu betri eftir því sem á leið seinni hálfleikinn.vísir/hulda margrét Hann var ekki á því að einbeitingin hefði fjarað út hjá Valsmönnum í seinni hálfleik. „Menn voru allir af vilja gerðir. En við notuðum uppstillingar sem við erum kannski ekki vanir að nota og gáfum mönnum tækifæri. Þetta riðlaðist aðeins en þeir voru bara betri og kannski búnir að hlaupa af sér hornin,“ sagði Snorri. „Skrekkurinn var farinn og þeir sýndu líka góða takta. Við megum ekki taka það af þeim. Þeir verða alls ekkert fallbyssufóður í vetur.“
Olís-deild karla Valur Hörður Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira