Sport

Mættur til æfinga innan við þremur vikum eftir að hafa verið skotinn tvisvar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brian Robinson á æfingu með Washington Commanders.
Brian Robinson á æfingu með Washington Commanders. getty/Scott Taetsch

Þrátt fyrir að hafa verið skotinn tvisvar í lok ágúst er Brian Robinson, nýliði Washington Commanders í NFL-deildinni, mættur aftur til æfinga.

Þann 28. ágúst réðust tveir menn á Robinson þegar hann sat í bíl sínum. Það endaði með því að hann var skotinn tvisvar, í rassinn og fótinn. Í kjölfarið þurfti hann að gangast undir aðgerð.

Bati nýliðans hefur verið með ólíkindum hraður og hann er mættur aftur til æfinga. Ef allt gengur að óskum gæti hann spilað fimmta leik Washington á tímabilinu. Hann er gegn Tennessee Titans 9. október.

Robinson, sem er 23 ára hlaupari, var valinn með 98. valrétti í nýliðavalinu í sumar. Hann lék með Alabama háskólanum í fjögur ár.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×