Seðlabankinn ofmat umfang útlána til fyrirtækja um 150 milljarða

Umfang fyrirtækjalána í fjármálakerfinu jókst um rúmlega 87 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt leiðréttum tölum frá Seðlabanka Íslands. Þrátt fyrir að aukningin sé sú mesta sem sést hefur á milli fjórðunga frá því í árslok 2016 þá er hún aðeins tæplega þriðjungur af því sem fyrri tölur bankans höfðu sýnt.
Tengdar fréttir

Fyrirtækjalán tóku 240 milljarða króna stökk á einum fjórðungi
Umfang fyrirtækjalána í fjármálakerfinu jókst um 240 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi en ekki hefur sést viðlíka aukning milli fjórðunga frá árinu 2008. Þetta má lesa úr nýjum tölum um fjármálakerfið sem Seðlabanki Íslands birtir ársfjórðungslega.